Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 6

Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 6
FORSÍÐAN Hönnun: Hallgrímur Egilsson Hugbúnaður: Photoshop 6.0 og QuarkXPress 4.1 Útgefandi í samvinnu við RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR, ÁSKRIFT Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími 512 7575 – Fax 561 8646 Ritstjóri Óli Kristján Ármannsson (ábm.) olikr@heimur.is Framkvæmdastjóri Benedikt Jóhannesson benedikt@heimur.is Auglýsingastjóri Vilhjálmur Kjartansson villi@heimur.is Áskriftar- og dreifingarstjóri Guðrún Jóhannsdóttir gudrun@heimur.is Pennar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson jonab@centrum.is Kári Örlygsson korlyx@hotmail.com Kristinn Jón Arnarson kidnon@hotmail.com Sigurður Haraldsson netstjori@guru.is Snorri Gunnarsson snogun@isl.is Útlitshönnun Hallgrímur Egilsson halli@heimur.is Ljósmyndari Geir Ólafsson geir@heimur.is Prófarkalesari Sveinn M. Árnason sveinnma@heimur.is Prentvinnsla Gutenberg ehf www.gutenberg.is Tölvuheimur kemur út tíu sinnum á ári. Eintaksverð í lausasölu er krónur 799 (m/vsk). Hálfsársáskrift kostar krónur 3.280 (m/vsk) ef greitt er með greiðslukorti, annars 3.645 (m/vsk). © Tölvuheimur 2003 Efni Tölvuheims má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, ljósritun, hljóðritun, eða á annan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda. ISSN 1025-5516 Endanleg mynd er komin á dagskrá NORDUnet 2003 ráðstefnunnar og heimasíða hennar verið uppfærð til sam- ræmis við það og útliti breytt. Senn líður að ráðstefnunni sjálfri en hún verður haldin dagana 24. til 27. ágúst í Há- skólabíói í Reykjavík. Ráðstefnan er sú 21 í röðinni, en þær eru haldnar árlega, síðast í Kaupmannahöfn í apríl í fyrra. MARGVÍSLEGUR ÁVINNINGUR AF SAMSTARFINU NORDUnet er samráðs- og samstarfsvettvangur rann- sókna- og háskólaneta á Norðurlöndum. Í gegnum það samstarf tengist Rannsókna- og háskólanet Íslands (RHnet) stofnunum og og háskólum um heim allan. RHnet var stofnað í byrjun árs 2001 en fyrir þann tíma hafði Háskóli Íslands verið aðili að NORDUnet. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnets og for- maður skipulagsnefndar ráðstefnunnar, segir erfitt að svara í fáum orðum hvert gildi slíks samstarfs sé fyrir okkur. „Þetta er svona svipað og að spyrja hvert er gildi menntunar. Mér finnst óvefengjanlega mikils virði fyrir okkur sem eyþjóð að finna að aðrar þjóðir horfa jákvætt til okkar og eru tilbúnar að teygja til okkar höndina um samstarf á borð við þetta. Það er auðvitað mjög mikil- vægt, bæði hvað varðar upplýsingastreymi og svo til að viðhalda áhuganeistanum í vísindasamfélaginu hér,“ segir hann og bætir við að svo sé raunar um fjárhagslegan ávinning að ræða líka þar sem NORDUnet beri meginþorra kostnaðar af millilandatengingu netsins. „Við greiðum um eitt prósent af rekstrarkostnaði NORDUnet A/S en af því við erum hér langt úti í hafi er raunkostn- aður við tenginguna til okkar vitanlega töluvert hærri en það sem við greiðum til samstarfsins,“ sagði hann. Rannsókna- og háskólanet Íslands (RHnet) heldur NORDUnet ráðstefnuna í samvinnu við ýmsa aðila jafnt innanlands sem erlendis. Má þar nefna Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Kennaraháskólann, Nýherja, EJS, NORDUnet A/S og TeliaSonora. Nánari upplýs- ingar um Nordunet 2003 ráðstefnuna er að finna á slóð- inni: www.nordunet2003.is. www.heimur.is6 Ágúst Tölvuheimur 2003 F Y R S T O G F R E M S T 5 VINSÆLUSTU NIÐURHÖLIN Bregðið ykkur til find.pcworld.com/36224 til að finna eftirfarandi skrár. 1. CLEAN SYSTEM DIRECTORY 1.7 70 KB Búnaður sem hjálpar til við að hreinsa burt aflóga .dll skrár af harða drifinu. 2. SPYBOT SEARCH & DESTROY 1.2 3,5 MB Verndið viðkvæmar persónuupplýsingar með því að hafa upp á og eyða njósnabúnaði og setja í stað- inn skaðlaus gerviforrit. 3. ZONEALARM 3.7.143 3,6 MB Þessi fyrirmyndareldveggur er algjör nauðsyn til að vernda ykkur fyrir óværu og hökkurum á Net- inu, sérstaklega fyrir sítengda notendur. 4. WEBWASHER CLASSIC 3.3 1,1 MB Verndið viðkvæmar skrár fyrir hættu sem að kann að steðja hvort heldur sem er innan eða utan staðarnetsins. 5. SPAMCATCHER 2.2 MB Síið kæfuna úr tölvupóstinum með því að búa til reglur sem bera kennsl á og stöðva rafrænan rusl- póst. SPENNANDI GRÆJUR GLÆSILEG GAGNAGEYMSLA: FlashTrax heitir handhæg sambyggð gagnageymsla og spilari í einu tæki frá framleiðandanum SmartDisk. Í tækinu er að finna 30 GB harðan disk, 3,5 tommu stóran kristalsskjá og rauf fyrir CompactFlash minniskort. Tækið getur vistað og sýnt allar tegundir margmiðlunarskráa, þar með talið stafrænar myndir, MP3 tónlistarskrár og vídeóskrár. Tækið, sem ber verðmiða upp á 499 Bandaríkjadali vestra, má svo tengja við borðtölvur um USB 2.0 tengi. Nú er bara að sjá hvort einhver hleypur til og býður það til sölu hér á landi. NORDUnet 2003 ráðstefnan í Háskólabíói: Endanleg mynd komin á dagskrá Fyrirlesarar úr röðum færustu og þekktustu sér- fræðinga í alþjóðlega netsamfélaginu taka þátt í ráðstefnu um rannsókna- og háskólanet í Háskóla- bíói í ágústlok. Þar á meðal eru Vinton G. Cerf, einn helsti hugmyndasmiður um uppbyggingu Internets- ins og Dr. Vesselin Bontchev, einn virtasti vírussér- fræðingur veraldar. 

x

Tölvuheimur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.