Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 8

Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 8
„Það gengur vel hjá okkur,“ segir Sigurður Ólafs- son, markaðsstjóri CCP. Leikurinn er orðinn þriggja mánaða og hefur þróast með nokkuð fyrir- sjáanlegum hætti. Jafnvægi hefur verið að aukast til muna og villum fækkað verulega,“ segir Sigurður og bætir við að starfsfólk CCP taki svo líka rækilega til hendinni við að útrýma þeim lúsum sem enn leynast í leiknum nú að afloknum sumarfríum. FRAMVINDA LEIKSINS SKÝRIST Sigurður segir fyrstu kaflana í „sögu“ leiksins að skýrast eftir að hann hafi nú verið leikinn í þessa rúmu þrjá mánuði. Leikmennirnir þurfa orðið að taka afstöðu til atburða og velja sér samherja með tilliti til pólitískra sviptinga, ef svo má að orði komast. „Það eru farnir að eiga sér stað at- burðir í leiknum sem hafa áhrif á alla leikmenn,“ sagði hann og nefndi sem dæmi að nýlega hafi umdeildur leiðtogi einna fimm höfuðkvísla ætt- bálka eða samtaka sýndarveraldar Eve fengið friðarverðlaun sem reyni mjög á þolrif annarra hópa. „Þetta var svona eins og Idi Amin fengi friðarverðlaun Nóbels. Eins og er ríkir friður í leiknum en hann er mjög brothættur.“ Sigurður segir þá hjá CCP hafa gert ráð fyrir því að megin- línurnar í söguþræði og bakgrunni leiksins færu að skýrast eftir um þriggja mánaða spilun og það hafi gengið eftir. ÚTGÁFUÁÆTLUN BREYTT Í upphafi voru uppi áætlanir um að gefa leikinn út með miklum látum og selja af honum mjög mörg eintök á skömmum tíma. Sigurður segir þessar áætlanir hafa verið að undirlagi dreifingaraðilans í Bandaríkjunum, Vivendi Universal, sem hafi séð fram á að geta mokað út 100 þúsund eintök- um af leiknum á fyrsta mánuðinum frá útgáfu. „Við fórum fram á breytta útgáfuáætlun sem ekki hefði í för með sér jafnmikla áhættu og álag fyrir fyrirtækið. Í framhaldinu var svo tekin ákvörðun um að hafa þetta frekar svokallað „soft launch“ til að hafa vaðið fyrir neðan okkur ef svo færi að ófyrirséð vandamál kæmu upp,“ segir hann. Útgáfan gekk engu að síður snurðulaust og segir Sigurður tímann verða að leiða í ljós hvort rétt leið hafi verið valin. „Önnur fyrirtæki hafa brennt sig mjög illa á að fara af stað með leiki með miklum látum,“ sagði hann og nefndi dæmi af leiknum Anarchi Online sem væri tal- inn skólabókardæmi um misheppnaða útgáfu leiks. „Enn þann dag í dag byrja allar umsagnir blaða um þann leik, sem þó er talinn einn besti „massively multiplayer“ leikurinn sem völ er á, á orðunum: Þrátt fyrir misheppnuðustu útgáfu sögunnar er Anarchi Online svona og svona,“ sagði hann. www.heimur.is8 Ágúst Tölvuheimur 2003 Sigurður Ólafsson, markaðsstjóri CCP, segir helst hægt að líkja sýndarveruleikanum í Eve Online við það sem fólk þekkir úr framtíðar- spám bíómynda, nema hvað að nú geti fólk tekið þátt í alvöru. EVE ONLINE FRÁ CCP Sala og markaðssetning í fullum gangi Internetleikurinn Eve Online kom loks út í maíbyrjun eftir að hans hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu mánuðum saman. Dreifingaraðilar leiksins höfðu miklar væntingar um sölu fyrstu mánuðina en forráðamenn CCP fyrirtækisins, sem hannar og framleiðir leik- inn, stóðu frekar á bremsunni. Útgáfurisinn Simon & Schuster Interactive gefur leikinn út og í Bandaríkjunum er honum svo dreift af stórfyrirtækinu Vivendi Universal. Hjá CCP starfa nú hér heima 37 manns og tveir til viðbótar í Bandaríkjunum. Svo starfa 30 manns til viðbótar við leikinn á vegum Símans sem tekið hefur að sér þjónustu við notendur.

x

Tölvuheimur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.