Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 9
VERSTU MÁNUÐIRNIR AÐ BAKI
Fjöldi áskrifenda að leiknum, segir Sigurður, hefur
aukist jafnt og þétt, en bendir jafnframt á að
mánuðirnir júlí og ágúst séu almennt þeir mögrustu
hvað varðar leikjasölu á heimsvísu. „Heildarsala
tölvuleikja þessa tvo mánuði er innan við 5 prósent
af heildarsölu alls ársins. Við eigum því von á stór-
aukinni nýliðun að afloknum fríum,“ sagði hann og
tiltók að um 30 þúsund manns spili leikinn um
þessar mundir.
Í stað upphaflegra áætlana Vivendi Universal um
sölu leiksins segir Sigurður að stefnt sé að því að ná
inn 80 til 100 þúsund áskrifendum fyrsta árið frá
útgáfu leiksins. „Þær áætlanir þóttu okkur raun-
særri. Ef í alvöru hefðu selst 100 þúsund leikir fyrsta
mánuðinn eins og Vivendi ætlaði þá hefðum við
hreinlega lagst á hliðina vegna álagsins.“ Sigurður
bætti jafnframt við að 10 þúsund nýir áskrifendur á
mánuði væri fullásættanlegur árangur og CCP sæi
fram á að ná sölumarkmiðum sínum á þessum 12
mánuðum. „Við erum bara mjög brött hér og líst
vel á hlutina,“ sagði hann „Núna erum við að sigla
út úr verstu mánuðum ársins því fólk spilar ekki
mikið yfir sumarið.“
MEÐ NÝJA MARKAÐI Í SIGTINU
Sigurður segir að um þessar mundir sé verið að
hleypa leiknum af stokkunum víðar í heiminum,
í Ástralíu og í nokkrum Evrópulöndum, s.s. í
Frakklandi og í Þýskalandi. Hann segir leikinn
hafa fengið töluverða athygli fjölmiðla í þeim
löndum vegna þessa. „Við erum á forsíðum
nokkurra blaða í Þýskalandi þar sem er að fara í
gang tilboð á leiknum og svo vorum við að senda
okkar fyrstu sendingu til Ástralíu. Við eigum
þannig eftir að halda innreið okkar inn á ansi
mörg markaðssvæði ennþá,“ sagði hann. CCP
framseldi dreifingarréttinn á leiknum fyrir Evrópu
og Bandaríkjamarkað en hafa sjálfir fullt vald yfir
markaðssetningu í Eyjaálfu og Asíu. „Þetta eru
kannski 20 vænlegir markaðir sem við eigum eftir
að fara inn á,“ sagði hann og nefndi sem dæmi um
sölumöguleikana að í Frakklandi einu byggju um
60 milljón manns.
REKSTURINN STENDUR UNDIR SÉR
Sigurður er bjartsýnn á framtíð CCP og gengi
Eve Online, þegar hann var spurður út í fjárhag
fyrirtækisins, en þróunarkostnað við leikinn
segir hann hafa farið nokkuð yfir hálfan
milljarð króna. „Fyrirtækið er sem slíkt ekkert
sérstaklega skuldsett. Það er fjármagnað með
áhættufjármagni og í dag stendur reksturinn
undir sér. Við þyrftum svo að vera með um 50
þúsund áskrifendur til að hafa góð tök á að
standa að frekari þróun. Svo þegar við náum
80 þúsund áskrifendum og þaðan af fleirum
má vænta verulegs arðs af fjárfestingunni. Svo
er aftur erfiðara að segja nákvæmlega til um
hvenær við komum til með að borga upp
þróunarkostnaðinn því þar hafa svo margar
breytur áhrif,“ sagði hann og nefndi gengi
markaðssetningar í Asíu, gengisþróun Banda-
ríkjadals (því tekjur fyrirtækisins eru í þeim
gjaldmiðli meðan þróunarkostnaðurinn er í
krónum), aukna samkeppni og fleiri þætti.
„Gengisþróunin hefur til dæmis ekki hjálpað
okkur frá því við lögðum upp með verkefnið,
en við sjáum nú samt varla fram á að hún geti
orðið verri. Þannig gerum við ráð fyrir að
okkar ytri rekstraraðstæður fari bara batnandi á
næstu mánuðum og það er margt í spilunum
sem gefur tilefni til bjartsýni.“
www.heimur.is 9Ágúst Tölvuheimur 2003
Varla þarf nokkurn að undra þótt fólki brygði
við að svona gaur fengi friðarverðlaun
Nóbels. En kannski er hann ómaklega
dæmdur af útlitinu.