Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 13

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 13
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I www.heimur.is 13Ágúst Tölvuheimur 2003 STÝRIKERFI Microsoft Windows XP Professional (find.pcworld.com/35525) Stýrikerfið er stöðugt og með alla virkni innan- borðs auk þess að vera tilbúið undir netteng- ingar. Pro útgáfan er sú besta af Windows stýrikerfunum. HUGBÚNAÐARVÖNDLAR Microsoft Office XP Professional (find.pcworld.com/35528) Þar til Office 2003 kemur á markað undir lok ársins er XP besti kosturinn. Ef þið viljið sýna aðhald í efnahagsmálum ættuð þið samt kannski að kíkja á OpenOffice.org (www.openoffice.org). HJÁLPARTÆKJAVÖNDLAR Symantec Norton SystemWorks 2003 (find.pcworld.com/34559) SystemWorks samanstendur af uppáhaldsvírus- vörninni okkar ásamt fjölda gagnlegra grein- ingar- og hjálparforrita vöndluðum saman í einn pakka. LEITARVÉLAR Google (www.google.com) Google er langvinsælasta leitarvélin á Netinu, reyndar svo mjög að í enskri tungu er farið að nota nafnið sem sögn þegar rætt er um að leita að einhverju á Netinu. Leitarvélin er enn fljót- virk, örugg og ómissandi. FJÁRUMSÝSLUFORRIT HEIMILISINS Microsoft Money 2003 Deluxe (find.pcworld.com/30392) Money er sjónarmun framar en Quicken í kapphlaupi þar sem á báðum bæjum er reynt að bæta við forritin vefþjónustu af ýmsum toga. VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR ACCPAC Simply Accounting Basic (find.pcworld.com/33314) Virkni og möguleikar sigurvegarans í flokki forrita fyrir endurskoðendur fara langt með að standa jafnfætis þeim sem dýrari forrit á borð við QuickBooks bjóða upp á. LÓFATÖLVUFORRIT Documents To Go Premium 5 frá DataViz (find.pcworld.com/35537) Bráðnauðsynlegur hugbúnaður til að tryggja aðgang að mikilvægum Office skjölum í lófa- tölvunni. Fleiri vinningshafar NAUÐSYNJAR H E L S TU Kæfusía IHateSpam frá Sunbelt Software fyrir Outlook (find.pcworld.com/31556) EF ÞIÐ VILJIÐ EKKI heyra af fleiri nígerískum fjárplógsleiðum og hafið fengið nóg af vafasömum viagratilboðum er kominn tími til að verða sér út um kæfusíu (e. spam filter). Notendur Outlook tölvupóstforritsins ættu að reyna IHateSpam 3.2 frá Sunbelt Software. Einföld tólastika býður upp á viðbótarsíur fyrir kæfupóst sem forritinu kann að sjást yfir, þar má setja upp lista yfir póstföng sem maður treystir og senda kvartanir til Internetþjón- usta kæfusenda. IHateSpam gómaði 94 prósent allra kæfusendinga í fyrstu prófunum okkar og varð svo enn öflugra með meiri reynslu. Jaðartæki Logitech Cordless Elite Duo (find.pcworld.com/35120) ALLT FRÁ STAÐARNETUM til lófatölva, lyklaborða og músa, virðist sem þráðlaus tækni sé sú vinsælasta um þessar mundir. USB tengda Cordless Elite Duo tvíeykið frá Logitech uppfærir innsláttinn hjá ykkur um leið og greitt er úr flækjum sem fylgja vilja jaðartækjum. Bæði músin (sem er með ljósnema) og lyklaborðið eru með innbyggð skrunhjól sem auðvelda gagnavinnslu og vafur um vefsíður. Þá er hægt að forrita ýmsa aukahnappa með flýtiaðgangi að skrám, forritum og vefsíðum. Þráðlausa tengingin byggir á útvarps- bylgjum (RF eða Radio Frequency) sem þýðir að ekki þarf að vera í sjónlínu við nemann þegar tækin eru notuð og músin er einfaldari í notkun sökum nýrrar hönnunar og endurhleðslumöguleika. Frístandandi forrit Sandra Professional frá SiSoftware (find.pcworld.com/33083) ERUÐ ÞIÐ MEÐ hjálparforrit við höndina? Vitanlega. Almennilegt hjálpartækjasafn heimil- istölva er samt ekki fullkomið nema að í því sé Sandra Professional forritið frá SiSoftware (kostar um 2.600 kr. eða 35 USD að hlaða því niður af Netinu, en sé pantaður diskur kostar hann um 4.400 kr. m/VSK eða 47 USD) en það mætti kalla svissneskan vasahníf greiningarhug- búnaðar. Forritið er með 58 mismunandi staðl- aðar greiningaraðferðir og gerir notendum því kleift að komast að leyndustu fylgsnum tölvunnar til að kalla fram upplýsingar sem annars væri erfitt að komast í, s.s. upplýsingar um örgjörvann, móðurborðið, vinnsluminni, viðbótarkort, jaðartæki og hugbúnaðarumhverfi Windows. Ókeypis útgáfa forritsins (Standard version) sem hægt er að hlaða niður af Netinu sleppir nokkrum af flóknari prófununum en með því má engu að síður kalla fram hafsjó af gagnlegum upplýsingum og meira en nóg af samanburðarpróf- unum til að sníða af helstu vankanta sem oft hrjá PC tölvur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.