Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 16
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I
www.heimur.is16 Ágúst Tölvuheimur 2003
STÖÐUGT Í SAMBANDI
Internetvafrinn
Mozilla 1.3
(find.pcworld.com/30047)
VAFRASTRÍÐ KUNNA að vera að baki en svo
er þó ekki um nýjungar og þróun á sviði Inter-
netvafra. Um fimm ára skeið hefur fylgisfólk op-
inna staðla krukkað í Mozilla vafrann, ókeypis
forrit sem nú er orðið stöðugt, hraðvirkt og fullt
af gagnlegum viðbótum. Ólíkt Internet Explorer
er Mozilla með innbyggt tól sem tekur fyrir óvel-
komna uppflettiglugga (e. pop-up), heldur utan
um dúsur (e. cookies) og aðgangsorð vefsíðna og
er bæði með öflugan IRC spjallþjón og tölvu-
póstforrit með nothæfri kæfusíu (e. spam filter).
Þá er hægt að heimsækja margar vefsíður í einum
vafraglugga með flipaflettingum (eins og hægt er
að gera í Operu, en það er annar góður vafri sem
okkur hugnast vel.)
Beinir/Netgátt
Linksys WRT54G
(find.pcworld.com/33980)
SMÁM SAMAN ERU þráðlausar nettengingar
(802.11 Wi-Fi) að ná yfirhöndinni. Ef til stendur
að fjárfesta í þráðlausum beini (e. router) mælum
við með að keyptur sé beinir sem styður 802.11g
staðal. Sá staðall er að fullu samhæfður 802.11b
staðlinum sem náð hefur mikilli útbreiðslu - en setji
maður upp hreint 11g er tengihraðinn fjórfaldur á
við 11b staðalinn.
Okkar val, Linksys WRT54G kemur hraða
802.11g staðalsins fyrir í nettum svörtum og blá-
um (einkennislitum fyrirtækisins) kassa. Auðvelt er
að setja tækið upp og inniheldur það jafnframt
góðan eldvegg. Líkt og aðrir beinar sem byggja á
802.11g staðli notaðist WRT54G upphaflega við
frumútgáfu staðalsins en lokaútgáfa hans var ný-
lega samþykkt. Hafi beinirinn ekki þegar verið
uppfærður má hlaða niður uppfærslu á slóðinni
www.linksys.com/download.
Farsímar
Samsung SPH-i500
(find.pcworld.com/34994)
MARGIR FRAMLEIÐENDUR hafa í ár reynt að sameina lófatölvukosti í far-
síma sína. Samsung hitti beint í mark með framúrstefnulegum SPH-i500 lófa-
tölvufarsímanum. Taka ber fram að síminn er CDMA gerðar (ekki GSM) en það
er kerfið sem notast er við í Bandaríkjunum. Hjá Tölvudreifingu (www.td.is)
sem flytur inn Samsung farsíma fengust þær upplýsingar að í nóvember væri
von á arftaka i500 símans sem einnig myndi ganga á GSM farsímakerfi, en
það er SPH-i700. Sá er sagður verða enn betri en i500 síminn.
SPH-i500 er silfurlitur nettur lófatölvufarsími sem flett er í sundur.
Hann er sá fyrsti sem við höfum séð sem heldur útliti og eiginleik-
um farsímans (fyrri tilraunir til samruna hafa reynst of stórar) án
þess að glata eiginleikum lófatölvunnar (þar hjálpar óneitanlega
til mikil skerpa í tiltölulega litlum rúmlega 65 þúsund lita skján-
um). Notendur þurfa reyndar að vera án nokkurra viðbóta svo sem
Secure Digital minniskortaraufar, en það er tiltölulega lítil fórn að færa þegar
maður fær í aðra hönd jafngóða útfærslu á samruna tölvu og síma.
TÖLVUPÓSTFORRIT
Eudora 5.2 frá Qualcomm
(find.pcworld.com/35546)
Betaútgáfur Outlook 2003 lofa góðu, en
Eudora er öruggt og öflugt tölvupóstforrit
sem laga má að þörfum hvers og eins.
GAGNAAÐGANGSFORRIT
Expertcity GoToMyPC
(find.pcworld.com/33143)
Býður upp á þægilegan fjarvinnsluaðgang að
gögnum um Netvafra.
SKYNDISKILABOÐATÓL
Trillian Pro frá Cerulean Studios
(find.pcworld.com/33275)
Til er hafsjór af gagnlegri aukavirkni (e.
plugins) fyrir Pro útgáfuna af þessu fjöltengda
skyndiskilaboðaforriti.
ELDVEGGIR
Jafntefli: ZoneAlarm Pro 3.7 frá Zone Labs
og Sygate Personal Firewall Pro 5.
(find.pcworld.com/35549 og
find.pcworld.com/30953)
Bráðnauðsynlegar varnir fyrir sítengdar tölvur.
PERSÓNUVERNDARTÓL
PepiMK Spybot Search & Destroy
(find.pcworld.com/35417)
Ókeypis forrit sem hreinsar tölvur ykkar af
laumuforritum sem óprúttin fyrirtæki nota til
að njósna um ferðir ykkar á Internetinu.
VÍRUSVARNAFORRIT
Symantec Norton AntiVirus Pro 2003
(find.pcworld.com/35408)
Til að fá nákvæma lýsingu á forritinu
skuluð þið fletta upp á greininni
„Óværubanar“ á bls. 25.
TÖLVUPÓSTÞJÓNUSTA Á NETINU
OddPost
(www.oddpost.com)
Fyrir 30 dollara ársáskrift fæst 50 MB
reikningur með hreint frábæru „dregið-til-og
sleppt“ viðmóti (e. drag-and-drop).
ÞJÓNUSTA Á INTERNETINU
Blogger
(www.blogger.com)
Þjónusta sem hjálpaði til við að koma
bloggæðinu í gang.
Fleiri vinningshafar