Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 16

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 16
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I www.heimur.is16 Ágúst Tölvuheimur 2003 STÖÐUGT Í SAMBANDI Internetvafrinn Mozilla 1.3 (find.pcworld.com/30047) VAFRASTRÍÐ KUNNA að vera að baki en svo er þó ekki um nýjungar og þróun á sviði Inter- netvafra. Um fimm ára skeið hefur fylgisfólk op- inna staðla krukkað í Mozilla vafrann, ókeypis forrit sem nú er orðið stöðugt, hraðvirkt og fullt af gagnlegum viðbótum. Ólíkt Internet Explorer er Mozilla með innbyggt tól sem tekur fyrir óvel- komna uppflettiglugga (e. pop-up), heldur utan um dúsur (e. cookies) og aðgangsorð vefsíðna og er bæði með öflugan IRC spjallþjón og tölvu- póstforrit með nothæfri kæfusíu (e. spam filter). Þá er hægt að heimsækja margar vefsíður í einum vafraglugga með flipaflettingum (eins og hægt er að gera í Operu, en það er annar góður vafri sem okkur hugnast vel.) Beinir/Netgátt Linksys WRT54G (find.pcworld.com/33980) SMÁM SAMAN ERU þráðlausar nettengingar (802.11 Wi-Fi) að ná yfirhöndinni. Ef til stendur að fjárfesta í þráðlausum beini (e. router) mælum við með að keyptur sé beinir sem styður 802.11g staðal. Sá staðall er að fullu samhæfður 802.11b staðlinum sem náð hefur mikilli útbreiðslu - en setji maður upp hreint 11g er tengihraðinn fjórfaldur á við 11b staðalinn. Okkar val, Linksys WRT54G kemur hraða 802.11g staðalsins fyrir í nettum svörtum og blá- um (einkennislitum fyrirtækisins) kassa. Auðvelt er að setja tækið upp og inniheldur það jafnframt góðan eldvegg. Líkt og aðrir beinar sem byggja á 802.11g staðli notaðist WRT54G upphaflega við frumútgáfu staðalsins en lokaútgáfa hans var ný- lega samþykkt. Hafi beinirinn ekki þegar verið uppfærður má hlaða niður uppfærslu á slóðinni www.linksys.com/download. Farsímar Samsung SPH-i500 (find.pcworld.com/34994) MARGIR FRAMLEIÐENDUR hafa í ár reynt að sameina lófatölvukosti í far- síma sína. Samsung hitti beint í mark með framúrstefnulegum SPH-i500 lófa- tölvufarsímanum. Taka ber fram að síminn er CDMA gerðar (ekki GSM) en það er kerfið sem notast er við í Bandaríkjunum. Hjá Tölvudreifingu (www.td.is) sem flytur inn Samsung farsíma fengust þær upplýsingar að í nóvember væri von á arftaka i500 símans sem einnig myndi ganga á GSM farsímakerfi, en það er SPH-i700. Sá er sagður verða enn betri en i500 síminn. SPH-i500 er silfurlitur nettur lófatölvufarsími sem flett er í sundur. Hann er sá fyrsti sem við höfum séð sem heldur útliti og eiginleik- um farsímans (fyrri tilraunir til samruna hafa reynst of stórar) án þess að glata eiginleikum lófatölvunnar (þar hjálpar óneitanlega til mikil skerpa í tiltölulega litlum rúmlega 65 þúsund lita skján- um). Notendur þurfa reyndar að vera án nokkurra viðbóta svo sem Secure Digital minniskortaraufar, en það er tiltölulega lítil fórn að færa þegar maður fær í aðra hönd jafngóða útfærslu á samruna tölvu og síma. TÖLVUPÓSTFORRIT Eudora 5.2 frá Qualcomm (find.pcworld.com/35546) Betaútgáfur Outlook 2003 lofa góðu, en Eudora er öruggt og öflugt tölvupóstforrit sem laga má að þörfum hvers og eins. GAGNAAÐGANGSFORRIT Expertcity GoToMyPC (find.pcworld.com/33143) Býður upp á þægilegan fjarvinnsluaðgang að gögnum um Netvafra. SKYNDISKILABOÐATÓL Trillian Pro frá Cerulean Studios (find.pcworld.com/33275) Til er hafsjór af gagnlegri aukavirkni (e. plugins) fyrir Pro útgáfuna af þessu fjöltengda skyndiskilaboðaforriti. ELDVEGGIR Jafntefli: ZoneAlarm Pro 3.7 frá Zone Labs og Sygate Personal Firewall Pro 5. (find.pcworld.com/35549 og find.pcworld.com/30953) Bráðnauðsynlegar varnir fyrir sítengdar tölvur. PERSÓNUVERNDARTÓL PepiMK Spybot Search & Destroy (find.pcworld.com/35417) Ókeypis forrit sem hreinsar tölvur ykkar af laumuforritum sem óprúttin fyrirtæki nota til að njósna um ferðir ykkar á Internetinu. VÍRUSVARNAFORRIT Symantec Norton AntiVirus Pro 2003 (find.pcworld.com/35408) Til að fá nákvæma lýsingu á forritinu skuluð þið fletta upp á greininni „Óværubanar“ á bls. 25. TÖLVUPÓSTÞJÓNUSTA Á NETINU OddPost (www.oddpost.com) Fyrir 30 dollara ársáskrift fæst 50 MB reikningur með hreint frábæru „dregið-til-og sleppt“ viðmóti (e. drag-and-drop). ÞJÓNUSTA Á INTERNETINU Blogger (www.blogger.com) Þjónusta sem hjálpaði til við að koma bloggæðinu í gang. Fleiri vinningshafar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.