Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 18

Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 18
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I www.heimur.is18 Ágúst Tölvuheimur 2003 Skjáir með fljótandi kristal (LCD) Samsung Syncmaster 172T (find.pcworld.com/31385) GEFIÐ GAUM 17 TOMMU STÓRA SAMSUNG 172T kristalsskjánum sem kalla mætti jógaiðkanda kristalsskjáa: Hann er mjósleginn, fágaður og getur „farið í brú“ ef þannig stendur á. Skjárinn er tæpir þrír sentímetrar á þykkt og er komið fyrir á standi með tveimur lömum þannig að bæði er hægt að hafa stjórn á hæð og halla skjásins. Silfurlitur og glæsilegur skjárinn varpar ekki skugga á stíl eigandans né heldur er hann frekur á borðplássið, - svo er meira að segja hægt að leggja hann alveg saman og hengja á vegg fyrir ofan skrifborðið. Þegar horft er til þessara eiginleika og jafn- framt haft í huga hvað skjárinn er léttur (rétt rúmlega 4,5 kg og þar með einn af léttustu 17 tommu skjám sem við höfum prófað) er augljóst að hann er góður kandídat í töluverð ferðalög. Þótt maður gæti lent í að taka ekki eftir 172T skjánum þegar á hann er horft frá hlið er engin slík hætta þegar litið er beint framan á hann. Á 17 tommu stórum áhorfsfleti skjásins birtast bjartir litir, eðlilegir húðlitir og skarpur svartur texti, allt með jafnmiklum myndarbrag. Uppsetningarleiðbeining- arnar sem fylgja og aðstoðin sem til boða stendur hjá framleiðandanum öllum stundum sólarhringsins hjálpa svo til við að leysa úr hverjum þeim vanda sem notendur gætu hugsanlega lent í. Stafrænn tónlistarspilari Nomad Jukebox Zen frá Creative (find.pcworld.com/32531) ERTU MEÐ ALLT GEISLADISKASAFNIÐ í vasanum eða ertu bara..., nei annars, vondur brandari. En Creative Nomad Zen spilar- inn með sín 20 GB af geymslurými getur engu að síður hýst allt geisla- diskasafnið því hann rúmar ein 5.000 lög. Sá möguleiki gæti jafnvel valdið straumhvörfum í lífi alvöru tónlistarunnenda. MP3 spilarar með hörðum diski eru samt auðvitað engin nýjung og önnur tæki af sama toga, líkt og iPod spilari Apple, gerði val vinningshafa í þessum flokki erfitt. Nomad Zen spilarinn hlýtur atkvæði okkar fyrst og fremst fyrir aðlaðandi blöndu góðar hönnunar og notagildis. Útgáfur með hvort heldur sem er USB 2.0 eða Firewire tengjum fást í mattri álumgjörð með kristalsskjá sem þægilegur er aflestrar. Þó svo að Nomad spilarinn sé aðeins stærri en keppinautarnir sem fara aðrar leiðir, er viðmót hans sérstaklega hannað með það í huga að auðvelt sé að stýra tónlistarvalinu hvar sem maður er á ferðinni. Nota má einfalda skífu og vallista til að bæta við listamönnum, plötum, stökum lögum og/eða afspilunarlistum við lista spilarans yfir lög sem verið er að spila (e. Now Playing list) hvar sem maður er á hlaupum. Rafhlaða spilarans er fljót að hlaða sig og þar sem hún býður upp á allt að 8 tíma af tónlistarflutningi fullhlaðin er lítil hætta á að spilarinn deyi í höndunum á manni þótt lagt sé í langferðir. Niðurstaðan er því: Þótt smæð og flott útlit iPod spilarans líti vel út fær maður fyrir sama verð helmingi meira geymslurými í Nomad Zen spilaranum. HLJÓÐ OG MYND HEFÐBUNDINN TÖLVUSKJÁR (CRT) Samsung SyncMaster 957mb (find.pcworld.com/35177) Skaplega verðlagður og með hágæðaupplausn gæti 19 tommu stóri SyncMaster 957mb orðið síðasti hefðbundni skjárinn sem þið festið kaup á. SKJÁKORT ATI Radeon 9700 Pro (find.pcworld.com/31505) 9700 Pro skjákortið frá ATI stal þrívíddar- hraðatitlinum frá NVidia sl. haust. Kortið er enn verulega hraðvirkt. TÖLVUHÁTALARAKERFI Logitech Z-680 (find.pcworld.com/33260) Þetta THX vottaða 5.1 hátalarasett tekur við þar sem vinningshafa síðasta árs sleppti og færir gæðin upp á næsta stig. SKJÁVARPI Dell 3200MP (find.pcworld.com/33782) 3200MP skjávarpinn frá Dell stendur sig jafn vel í að sýna hvort heldur sem er kynningar eða kvikmyndir. HLJÓÐKORT M-Audio Revolution 7.1 (find.pcworld.com/33683) Gefur frá sér kristalstæran hljóm í 7.1 rása- uppsetningu. SPILARAHUGBÚNAÐUR Musicmatch Jukebox Plus 8 (find.pcworld.com/35558) Musicmatch heldur áfram að standa sig vel í að koma reglu á tónlistarskrár og afspilunar- lista. VÍDEÓVINNSLUBÚNAÐUR Pinnacle Studio 8 (find.pcworld.com/34484) Öflugur vídeóvinnsluhugbúnaður á viðráðan- legu verði. HLJÓÐSTREYMI Á NETINU Listen.com Rhapsody (www.listen.com) Mánaðaráskrift að hljóðstreymi kostar 10 dollara. Real festi nýlega kaup á Listen.com. Vonum bara að fyrirtækið stilli sig um að gera miklar breytingar. Fleiri vinningshafar

x

Tölvuheimur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.