Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 21
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I
að segja við dauðans dyr þegar kemur að tækni-
legum málefnum; hugtök og heiti eru mörg, ef
ekki flest, á ensku og er málið því vart lengur not-
hæft þegar kemur að umræðu um tölvur og tækni-
búnað hvers konar. Telja skýrsluhöfundar aukna
hættu steðja að tilvist tungumálsins verði ekkert
gert til að sporna við yfirgangi enskrar tungu í
tæknisamfélaginu og benda þeir á nauðsyn tungu-
tækni í íslensku samfélagi.
STULDUR Á HUGBÚNAÐI SKAÐLEGUR
Í sjálfu sér er ekkert nema gott að segja um
íslenska tungutækni í hug- og tæknibúnaði hér á
landi. Það hefði jafnvel mátt kanna málið töluvert
fyrr, og þá af meiri krafti. En landslag hug-
búnaðarnotkunar hér á landi er vart til þess fallið.
Í skýrslu starfshópsins frá árinu 1999 kemur fram
að virðing fyrir höfundarrétti hugbúnaðar sé
fremur lítil hér á landi og sé það næstum regla
fremur en undantekning að notendur noti ólög-
lega afritaðan hugbúnað. Er það reyndar mál
manna að hlutfallslega stundi Íslendingar
rányrkju á hugbúnaði í ríkari mæli en gengur og
gerist í viðmiðunarlöndunum enda veiki slíkt
markaðslíkur hugbúnaðar hér á landi sem og
stöðu íslenskunnar sem tungumáls þegar semja á
við erlenda framleiðendur um þýð-
ingu á forritum og aðlögun þeirra
að málinu.
Menn sáu ofsjónum yfir þessu
vaxandi vandamáli árið 1998 og
átti samningur ríkisstjórnarinnar
við Microsoft um ísenska þýðingu
á Windows 98 stýrikerfinu og
tengdum hugbúnaði að marka
upphaf átaks gegn stuldi á hug-
verkum hér á landi. Komst málið
á síður erlendra dagblaða þar eð
svo smátt málsvæði hafði aldrei
fyrr gert þvílíkan samning við
fyrirtækið.
En þótt íslenskun stýrikerfis-
ins, sem var bæði kostnaðarsöm
og mannfrek, hafi í sjálfu sér
verið jákvæð byrjun, er með
öllu óvíst hvað orðið hafi um
stýrikerfið utan skólakerfisins.
Að undanskildum ýmsum
ambögum á kerfinu í heild
sinni, gleymdist með öllu að
þýða hverja einustu uppfærslu
sem fylgir í kjölfar útgáfu stýrikerfis, rekla, smá-
búnað og þess háttar, svo ekki sé minnst á nýrri
uppfærslur stýrikerfisins. Það má því gera því
skóna að eitt kostnaðarsamasta upphafsverkefni
íslenskrar tungutækni hafi mistekist hrapallega
enda eru fá eða engin merki þess að stuldur á
hugbúnaði hafi minnkað að ráði. Þvert á móti
hafa ólöglegar afritanir aukist til muna með
bættri tækni og auknum tengihraða. En nú eru
blikur á lofti.
VIÐREISN TUNGUMÁLSINS
Það er greinilegt að stjórnvöld lærðu mikið af
þýðingu stýrikerfisins árið 1998. Niðurstöður
um slælega stöðu tungumálsins í þekkingarsam-
félaginu vöktu að vonum ugg og var allt sett á
fullt við endurreisn tungumálsins. Í setningar-
ræðu sinni á einni af fyrstu ráðstefnunum
Menntamálaráðuneytisins um tungutækni í nóv-
ember árið 2001 lagði Björn Bjarnason áherslu á
að þekkingarþjóðfélagið hefði tekið stórstígum
framförum, samskipti við og í gegnum tölvur
hefðu aukist til muna og skipti máli að tengja
breytingarnar og tungumálið saman. Sagði hann
því mikilvægt að tryggja íslenskri tungu öruggan
sess í hinum nýja heimi.
www.heimur.is 21Ágúst Tölvuheimur 2003
Tungutækni er þýðing
á enska orðinu
„Human language
technology“.
Hlutverk tungutækni
er að koma málgetu
inn í tölvu - og
tækjabúnað, hvort
heldur það er
hugbúnaður, vélbúnaður
eða upplýsingakerfi,
svo hægt sé að hafa
gagnvirk samskipti
við tækin á móður-
málinu.Villu - og
beygingarpúki Friðriks
Skúlasonar og
Tölvuorðabók Eddu -
miðlunar er gott dæmi
um tungutækni á
íslensku. Í framtíðinni
verður hægt að stjórna
útvörpi, sjónvörpi og
síma með raddbeitingu
á íslensku.
Árið 1998 sáu menn ofsjónum yfir hverfandi hlut
íslenskunnar í hugbúnaðargerð og var í kjölfarið
gengið til samninga við tölvurisann Microsoft um
þýðingu á Windows 98 stýrikerfinu.