Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 22

Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 22
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I Við þetta tækifæri opnaði nefnd um tungu- tækni á vegum ráðuneytisins vefsíðu með helstu upplýsingum um tungutækni og tölvur og var þar kveðið á um nauðsyn þess að auka hlut íslensku sem fyrsta máls í samskiptum við tölvur og annan tæknibúnað hér á landi. Á vefsíðu verkefnisins, http://www.tungutaekni.is, kemur fram að verkefnið beinist helst að því að gera tölvum og tækjabúnaði kleift að skilja talað íslenskt mál. Vinna við tungutækni byggist þannig að mestu leyti á því að búa til hugbúnað sem getur greint og lært talað og ritað mál svo notendur geti átt gagnvirk og nothæf samskipti við tölvur og tækjabúnað. Eins og gefur að skilja er þetta óvenju umfangsmikið verkefni sem krefst þekkingar á ólíkum þáttum, bæði á umfangsmiklum málrannsóknum, þó sérstak- lega tölvufræðilegum málvísindum eða mál- tölvun (computational linguistics) og textamál- fræði eða gagnamálfræði (corpus linguistics). Hagnýtingin byggist þannig á notkun háþró- aðrar aðferðafræði tölvutækni og samtvinnun málvísinda og upplýsinga- og tölvutækni. Tölvuútgáfa Íslenskrar orðabókar frá Eddu - miðlun og útgáfu hf. og villu- og beygingarfor- ritið Púki, sem Friðrik Skúlason hefur hannað Ari Arnalds, formaður verkefnisstjórnar, segir að upphaf tungutækniverkefnis Mennta- málaráðuneytisins megi rekja til skýrslu sem Dr. Rögnvaldur Ólafsson ritstýrði og kom út árið 1999. Þar kom fram að talsvert skorti á að fyrir ís- lenskt mál væru til tungutækniverkfæri sambæri- leg við þau sem til voru fyrir önnur tungumál. „Árið 2000 skipaði Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra, verkefnisstjórn um tungu- tækni og er aðalmarkmið þess verkefnis að „stuðla að því að íslenska verði áfram lifandi tungumál íslensku þjóðarinnar í upplýsinga- og þekkingar- samfélagi 21. aldarinnar“ og hefur Alþingi til þessa veitt um 120 milljónum króna til verkefnisins, en það eitt sýnir að um verulegt átak á sviði tungu- tækni er að ræða,“ segir Ari og bendir á að Menntamálaráðuneytið hafi til þessa styrkt 10 tungutækniverkefni. „Markmið þeirra er að efla þá grunnþekkingu sem nauðsynleg er til þess að auðvelda fyrir- tækjum að þróa tungutækniverkfæri á hagkvæm- an hátt þannig að starfsemi fyrirtækjanna geti staðið undir sér án frekari afskipta hins opinbera. Nefna má að gerður var samningur við Háskóla Íslands um að hefja meistaranám í tungutækni og hófst það nám haustið 2002. Þá hafa verið styrkt verkefni við að gera beygingarlýsingu fyrir ríflega 100.000 íslensk orð, við þróun vélrænna aðferða til að greina orð í texta með tilliti til orð- flokka og annarra málfræðiatriða og þróun hug- búnaðar til að greina íslenskan texta í setningar. Nú síðast hefur verkefnið Hjal verið styrkt en það mun stuðla að því að þróaður verði svokall- aður stakorðagreinir og símtölvunarlausnir af ýmsu tagi. Þá mun það verkefni auðvelda frekari þróun talgervla fyrir íslenskt mál,“ segir Ari og bendir á að fylgst sé náið með framgangi þeirra verkefna sem styrkt hafi verið. Ganga þau að sögn vel og býst hann við að flestum þeirra ljúki síðar á þessu ári. www.heimur.is22 Ágúst Tölvuheimur 2003 „Alþingi hefur til þessa veitt 120 milljónum króna í verkefnið. Það eitt sýnir að um verulegt átak stjórnvalda á sviði tungutækni er að ræða,“ segir Ari Arnalds, formaður verkefnisstjórnar um Tungutækni.  Tungutækni er viðamikið verkefni, segir Ari Arnalds Skýrsla starfshóps um tungutæknikom út árið 1999 en í henni kom framað staða íslenskunnar sem virkstæknimáls þótti bág.

x

Tölvuheimur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.