Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 23

Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 23
Norðlenski hreimurinn kemur að góðum notum, segir Sæmundur Þorsteinsson hjá Símanum Eitt af þeim verkefnum sem hlutu styrk úr Tungutæknisjóði menntamálaráðuneytisins árið 2002 var Hjal - samstarfsverkefni Símans, Nýherja, Háskóla Íslands, Grunns gagnalausna og Hex hug- búnaðar. Sæmundur Þorsteinsson, forstöðumaður rannsóknardeildar Símans og formaður stýrihóps um Hjal, segir heiti verkefnisins vera einkennandi fyrir þessa nýjung í tölvutækni, en Hjal vísar í fyrstu hljóðin sem ungabarn myndar þegar það lærir að tala. Á sama hátt og foreldri kennir barni sínu smátt og smátt felst hlutverk Símans í söfnun upplýsinga til gerðar íslensks talgreinis fyrir tölvur og annan tækjabúnað. Auglýst var eftir sjálfboðaliðum vegna hljóðdæma í gagnagrunninn og segir Sæmundur að í júlímánuði hafi um 2000 einstaklingar tekið þátt í verkefninu og búist hann fastlega við að þróunar- vinna við gerð talgreinis hefjist á haustdögum þessa árs. „Við höfum raddir fólks á öllum aldri með mismunandi talanda, áherslur og jafnvel hreim,“ segir Sæmundur og bendir á að norðlenski hreimurinn gagnist afar vel þegar kemur að þróun gagnagrunns- ins. „Það skiptir máli fyrir þróunarvinnu sem þessa að fá raddir eins breiðs hóps og mögulegt er svo hægt verði að þróa talgreini sem skilur mismunandi raddblæ,“ segir Sæmundur og bætir við að þar sem allir hafi aðgang að gangagrunninum komi vel til greina að selja aðgang að hljóðdæmum til þeirra sem hyggist búa til sinn eigin talgreini í framtíðinni. Talgervlar eru forrit sem bera fram texta sem skráður er í tölvu. Í dag eru algengustu talgervlar forrit sem keyrð eru á venjulegri PC-tölvu og nýta hljóðkerfi hennar til að bera fram hljóðið. Með tilkomu fullkomnari talgervla sem skilja munu íslensku verður sérstök skipun í ritvinnsluforritum sem notandi getur kallað á til þess að bera fram textann sem er verið að skoða eða skrifa í ritvinnsluforritinu. Notandi þarf því ekki annað en forritið og heimilistölvu. www.heimur.is 23Ágúst Tölvuheimur 2003 „Það skiptir máli fyrir þróunarvinnu sem þessa að fá raddir eins breiðs hóps og mögulegt er svo hægt verði að þróa talgreini sem skilur mismunandi raddblæ,“ segir Sæmundur Þorsteins- son, formaður stýrihóps um verkefnið Hjal.  U P P L Ý S I N G AT Æ K N I

x

Tölvuheimur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.