Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 24

Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 24
sérstaklega fyrir íslenskan markað á síðustu árum og hlaut styrk fyrr á þessu ári frá Tungutæknisjóði, eru líklega þekktustu dæmin um búnað af þessu tagi. Þá hefur Háskóli Íslands boðið upp á meistaranám í tungutækni frá haustinu 2002 og er von manna að tungumálið leiki stærra hlutverk í tölvu - og tæknibúnaði á komandi árum. RAFRÆN SAMSKIPTI Á ÍSLENSKU Hugbúnaður sem gerir notendum kleift að eiga í gagnvirkum samskiptum við tölvur hefur verið til um árabil erlendis. En svo hægt verði að búa til áþekkan búnað hér á landi þarf ekki aðeins að þýða allt notendaumhverfi tölv- unnar á íslensku, byggja upp gagnagrunna og smíða málreglur fyrir tölvur og tæki, heldur þarf einnig talgervla og talgreina sem ráða fullkom- lega við málið. Undanfarinn áratug eða svo hefur verið á mark- aðnum íslenskaður talgervill frá sænska fyrirtæk- inu Infovox, en hann var gerður í samvinnu Málvísindastofnunar Háskólans, verkfræðideildar Háskólans og Öryrkjabandalags Íslands og hefur hann nýst blindum ágætlega enda afmarkast notkun hans að mestu leyti við lestur texta af skjá. Tækni í þessum anda hefur hins vegar ekki verið notuð að neinu marki og ekki fyrr en á seinni árum sem yfirvöld og tengdir aðilar fóru að athuga málið af fullri alvöru með það fyrir augum að íslenska allt notendaumhverfi tölvusamfélagsins. Talgervill gagnast ekki aðeins blindum heldur geta símafyrirtæki notað hann meðal annars til að skila sjálfvirkum símakveðjum og skilaboðum. Þá eiga þeir að geta svarað sjálfvirkt í síma og lesið upp tölvupóst sé hringt í þar til gert talhólf. Tækni sem þessi er fyrir margt löngu orðin hluti af símkerfum erlendis en hefur vart þekkst hér á landi nema í mýflugumynd. Þeir talgreinar sem nú eru til styðja nær ein- ungis enska tungu. Einstaklingar hér á landi hafa hins vegar litið til þessa hugbúnaðar með ljóma í augum og hafa einhverjir gert tilraunir með íslenska útgáfu hans en með misjöfnun árangri þar sem erfitt er að þróa talgreini sem skilur íslenskt mál fullkomlega. Þetta er vissulega flókið og viða- mikið verkefni enda þarf hugbúnaðurinn að gera greinarmun á tímabundnum raddblæ notenda, sem eina stundina getur verið þvoglumæltur og aðra með kvef. Þegar vinnu við talgreini verður lokið að fullu er von manna að hann geti þjónað margvíslegum tilgangi. Til dæmis eiga þeir sem sitja fyrir framan tölvuna á skrifstofunni að geta sagt: „Kveikja á tölvu, opna Wordskjal“ og „kveikja á útvarpinu - velja stöð númer 3“ þegar út í bíl er komið. Sé viðkomandi að aka bíl og hlusta á útvarpið og kannski að borða súkkulaðistöng á sama tíma en finnur hjá sér þörfina til að hringja stutt samtal, ætti að vera nóg að segja: „Hringja í Jón“ og síminn sér um afganginn. ÍSLAND FRAMTÍÐAR Ef heldur sem horfir verður íslenska ráðandi mál í samskiptum notenda við tölvur og tæki hér á landi á komandi árum. En þótt um þessar mundir sé verið að leggja lokahönd á alla grunnvinnu sem snýr að því að koma íslensku á tölvutækt form, s.s. með villu- og beygingarfor- riti Friðriks Skúlasonar, tölvutækri orðabók Eddu - miðlunar, lýsingu á málfræðireglum og gagnagrunn um talanda landans svo eitthvað sé talið til, þá er ærinn starfi eftir í náinni framtíð. Meðal annars líta þeir sem að verkefninu koma til þess að auðvelda fyrirtækjum þýðingu á fleiri útgáfum stýrikerfanna frá Microsoft og allan meðfylgjandi hugbúnað. Vona menn að sú vinna muni auka enn á notkun íslensku sem fyrsta máls innan tölvusamfélagsins. Þá eru ótalin önnur stýrikerfi og annar hugbúnaður sem fólk notar í daglegu lífi, s.s. Unix, Linux og tengdir vöndlar, bækur um tölvuefni og annað eigi að takast að festa íslensku í sessi sem tungu- mál 21. aldarinnar innan tölvusamfélagsins hér á landi. www.heimur.is24 Ágúst Tölvuheimur 2003 U P P L Ý S I N G AT Æ K N I Talgreining er upptaka á tali í hljóðnema sem tengdur er við hljóðkort tölvu. Hljóðneminn þarf að vera góður og bak- grunnshljóð lítið, en slíkt getur í versta falli blandast tali notandans og skaðað upptökuna. Forritið bútar talið í sundur og ber saman við gagnasafn af hljóðeiningum sem geymdar eru í minni tölvunnar. Með talgreini er hægt að stjórna tölvum og tækjum með skipunum. Erlendis hefur hann verið notaður til að lesa inn texta á tölvu sem hefur birt hann á stafrænu formi, s.s. í ritvinnslu, en með misjöfnum árangri þar sem töluverðan tíma tekur að „þjálfa“ talgreininn fyrir einstaka rödd eins ákveðins notanda. Mun flóknara er að þjálfa hugbúnaðinn fyrir notkun hóps. Á heimasíðu tungutækniverkefnisins (www.tungutaekni.is) er að finna margvís- legan fróðleik um verkefnið og sögu þess.

x

Tölvuheimur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.