Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 25

Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 25
Það má líkja því við rússneska rúllettu að nota tölvu án þess að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi hennar. Flest tölvupóstskila- boð, vefsíður og forrit eru vita meinlaus. En fyrr eða síðar munu allar tölvur lenda í því að einhver óværa reyni að læða sér inn á hana – illkynja forrit eða kóði sem geta skemmt eða truflað tölvuna á einhvern hátt. Öryggisforritin sem við fjöllum um hér – veiruvarnarforrit og frændur þeirra sem eiga að stöðva njósnaforrit – veita nauðsynlega vörn. Prófanir okkar sýna að bestu veiruvarnarforritin stöðva næstum allt það sem þeim er ætlað að stöðva. En veiruvarnarforrit gera lítið, ef nokkuð, í að stöðva njósnabúnað á borð við forrit sem fylgjast með notendum eða auglýsingaforrit sem njósna um netvafur og birta auglýsingar í samræmi við það. Þannig að þið þurfið njósnavarnabúnað auk veiru- varnarbúnaðarins. Þessi tvískipta umfjöllun okkar skoðar báðar þessar tegundir hugbúnaðar – og velur þann besta. Ó væ ru ba na r Nytjatól sem eiga að eyða veirum og stöðva njósnabúnað eru búin til í sífellt auknum mæli. Prófanir okkar sýna að gæðin geta verið mjög mismunandi. E F T I R S COT T S PA N BAU E R T E I K N I N G A R J I M L U DT K E

x

Tölvuheimur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.