Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 31

Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 31
Óli Kristján Ármannsson U P P L Ý S I N G AT Æ K N I OPERA MEÐ FYRSTA GÓÐA SÍMAVAFRANN Framkvæmdastjóri Opera Software ASA er sannfærður um að Netnotkun með farsíma sé framtíðartekjulind símafyrirtækja Íslendingurinn Jón Stephenson von Tetzchner, framkvæmda- stjóri (CEO) og annar aðaleigandi Opera Software ASA í Noregi var á árinu tilnefndur í vali sem fram fór í Noregi á Netmanni áratugarins. Segir það nokkra sögu um stöðu hans og fyrir- tækisins meðal hugbúnaðarfyrirtækja ytra. Opera Software hannar Internetvafra fyrir einkatölvur, farsíma, sjónvörp og fleiri tæki. Fyrirtækið stofnaði Jón árið 1995 ásamt félaga sínum Geir Ivarsøy. Í viðtali við Tölvuheim ræðir Jón stöðu fyrirtækisins og nánustu framtíð. „Það hefur gengið ágætlega hjá okkur,“ segir Jón hæversklega þegar hann er inntur eftir gengi fyrirtækisins. Þá segir hann vissulega upphefð að hafa verið tilnefndur til verðlauna sem Netmaður áratugarins í Noregi, en staða fyrirtækisins sé þannig að mikið sé litið upp til þeirra. „Við erum norskt fyrirtæki sem höfum verið að gera aðra hluti en Norðmenn eiga að venjast. Þar er ekkert vanalegt að fara af stað út í samkeppni við fyrirtæki í öðrum löndum með starfsemi sem ekki liggur í augum uppi að hægt sé að gera betur í Noregi en annars staðar, svona eins og olíuvinnslu og öðru slíku. En þetta þýðir auðvitað aukna vinnu fyrir okkur að standa undir þessum væntingum.“ AUKIN ÁHERSLA Á FARSÍMA Jón segir að áherslan síðasta árið hjá Opera Software hafi færst mikið yfir á þróun vafra fyrir farsíma og telur víst að á því sviði séu ónýttir möguleikar. „Þar verður þróunin sífellt hraðari. Framleiðendur leggja sig fram um að koma með nýja og spennandi hluti til að auka söluna, litaskjái, myndavélar og fleira. Svo er Internetið í stöðugri þróun. Hann segir ljóst að þeir sem vantrúaðir voru á að hægt væri að gera Net- inu skil í farsíma verði Jón segir nokkurs misskilnings hafa gætt í fréttum af tilnefningu hans sem netmaður áratugarins í Noregi, því hann hafi ekki unnið verðlaunin. „Hins vegar vorum við af þremur tilnefndum tveir frá Opera, þannig að kannski mætti segja að fyrirtækið hafi unnið,“ sagði hann.

x

Tölvuheimur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.