Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 32

Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 32
U P P L Ý S I N G AT Æ K N I að éta það ofan í sig. „Það sýnir sig að í Japan hefur samruni farsíma og Internets gengið vel og fólk nýtir sér Netið mikið.“ Jón segir flesta sammála um að í Internettækni fyrir farsíma sé helst að finna möguleika á aukinni notkun almennings og þá tekjum líka fyrir farsíma- iðnaðinn. „Myndavélarnar eru skemmtilegar sem slíkar, en ég efast um að notkunin verði slík að far- símafyrirtæki geti haft af því verulegar tekjur. Fólk er aftur á móti vant að nota Internetið. Auðvitað hættir fólk ekki að vafra á heimilistölvunni, en hún er jú ekki alltaf við höndina. Maður flettir kannski upp íþróttaniðurstöðum og þess háttar efni. Um daginn vorum við dóttir mín að velta fyrir okkur dagskránni í skólanum næstu daga og fórum þá bara inn á skólasíðuna og athuguðum það. Slíkar síður finnur maður ekki í WAP formi, þó ég hefði kannski mögulega getað fundið WAP síður með boltafréttum.“ FYRSTI ALVÖRU SÍMAVAFRINN Jón segir að Internetvafri Operu fyrir farsíma, sem kynntur var í fyrra, sé í raun sá fyrsti sem sýni Internetið á farsímaskjá með viðunandi hætti. „Á sama tíma hafa svo farsímarnir verið að þróast, skjáirnir komnir í lit og orðnir aðeins stærri. Nefna má síma á borð við Nokia 7650 og 3650, en það eru týpur sem henta okkur ágæt- lega.“ Vafrinn hefur, að sögn Jóns, fengið góðar viðtökur notenda, en honum má hlaða niður af vef fyrirtækisins, www.opera.com. „Tæknin er bara ennþá svo ný að við höfum ekki náð að koma vafranum í síma áður en þeir koma á markað. En við erum að nálgast það samt,“ segir hann. Tæknin kallast Small Screen Rendering eða smáskjártækni og virkar þannig að efni vefsíð- unnar er raðað upp á nýtt. Jón viðurkennir að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir skuli fara í að gera Netinu skil í farsíma og að sumir séu þeirrar trúar að WAP verði ofan á. „En við teljum að WAP gangi ekki því þá þarftu að búa til sérstakar síður fyrir símana, en með okkar tækni þarf ekki að gera neitt við vefsíður á Netinu. Þær bara virka í símanum þínum.“ Jón viðurkennir þó að til séu vefsíður sem eru erfiðari en aðrar. „Það eru 98 til 99 prósent síðna sem virka. Sumar eru erfiðari af því þær nota javascript og svo aðrar sem gera ráð fyrir ákveðnum hlutum á ákveðnum stað á skjánum sem geta riðlast, því vafrinn raðar í raun efninu upp á nýtt á skjáinn,“ sagði hann og bætti við að notendur væru yfirleitt hrifnir af símavafranum. „Síðurnar hlaðast nokkuð hratt inn án þess að þeim sé „hjálpað,“ en svo er líka hægt að hraða á þeim með sérstökum miðlarabúnaði til að þjappa síðunum fyrir þá sem vilja laða farsíma- notendur sérstaklega til sín.“ Með slíkum búnaði sagði Jón að síðurnar myndu hlaðast allt að fjórum sinnum hraðar inn. GOTT SAMSTARF VIÐ ÖNNUR FYRIRTÆKI Opera hefur alla tíð lagt mikið upp úr því að vera í góðu samstarfi við sem flest fyrirtæki. „Við höfum lengi verið í samstarfi við Nokia. Svo höfum við verið að vinna með Symbian og í gegnum það samstarf á símum Sony-Ericsson, svona eins og á P800 símanum. Þá höfum við í gegnum tengslin við Symbian verið að vinna með fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, bæði stórum og smáum.“ Jón segir að búast megi við vafra Opera á fleiri símum þegar fram líða stundir. „Þróunin er í þá átt. Það eru hlutir að gerast sem gætu gert það að verkum að vafrinn okkar verði á mjög mörgum símum næstu 18 mánuðina,“ sagði hann, en upp á síðkastið hefur Opera lagt nokkuð upp úr samstarfi við fjar- skiptafyrirtæki í símaþjónustu. „Það gerum við til að fá símafyrirtækin til að kalla eftir vafranum hjá framleiðendum og jafnvel til að setja vafrann upp eftir á.“ Í þessu sambandi nefnir Jón nýlega samninga við portúgalskt símafyrirtæki að nafni www.heimur.is32 Ágúst Tölvuheimur 2003 „Á árinu höfum við tvöfaldað sölu fyrirtækisins án þess að kæmi til kostnaðaraukningar. Á sama tíma höfum við svo verið að eiga við fullt af nýjum hlutum, sérstaklega á sviði farsímatækni.“

x

Tölvuheimur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.