Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 35

Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 35
V É L B Ú N A Ð U R MIKE WOZNICKI hefur skrifað gagnrýni um vélbúnað, hugbúnað, bækur og myndbönd á Amazon.com síðastliðin fimm ár. Woznicki, sem er upplýsingatæknistjóri og býr í Holland í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum, veit hvað hann syngur. Hann er núna í ellefta sæti yfir bestu gagn- rýnendur á Amazon.com, en það er metið eftir því hversu hjálpleg gagnrýni hans er að mati þeirra sem lesa hana. En Woznicki er ekki hefðbundinn almennur gagnrýnandi. Í fyrsta lagi fær hann flestar vörurnar sem hann gagnrýnir ókeypis frá framleiðendum. Í öðru lagi hefur hann skrifað um fleiri en 1.500 vörur. Það vekur mann til umhugsunar. Getur verið að það hafi áhrif á gagnrýni hans að hann fái vörurnar ókeypis? Og getur einhver í alvörunni haft góða þekkingu á svona mörgum mismunandi vörum? Það er óalgengt að finna dæmi á borð við þetta, en efa- semdir um notendagagnrýni eru daglegt brauð. Hefur gagn- rýnandinn almennilega þekkingu á því sviði sem hann eða hún skrifar um? Gæti lævíst fyrirtæki sent inn frábæra dóma um sjálft sig til að keyra upp einkunnina? Það er ávallt ærið verkefni að finna gagnrýni sem hægt er að treysta. Við fórum bak við tjöldin til að reyna að komast að því hversu vel megi treysta notendagagnrýni. Við tókum viðtöl við sérfræðinga í stétt gagnrýnenda og fólk sem vinnur við að halda úti vefjum með notendagagnrýni auk þess að prufu- Víða um Vefinn skrifar alls kyns fólk um reynslu sína af hátæknibúnaði. Er hægt að treysta slíkri gagnrýni? Við könnum málið. EFTIR MICHAEL GOWAN MYNDIR: BILLY O’CONNELL www.heimur.is 35Ágúst Tölvuheimur 2003 Mike Woznicki um- kringdur hluta þeirra 1.500 bóka og vara sem hann hefur skrifað um. notenda ÁLIT ALMENNINGS: úttekt á gagnrýni

x

Tölvuheimur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.