Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 37

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 37
V É L B Ú N A Ð U R nokkuð ljóst að höfundurinn ýmist þekkir ekki vöruna nægilega vel eða hefur aldrei verslað við þann sem hann er að fjalla um. Móðgandi texti er sjaldnast birtur, en almennt er ekki átt við textann á þann hátt að stafsetning sé löguð eða orðalagi breytt. Rétt er að nefna að Product Finder hluti PCWorld.com er keyrður af PriceGrabber.com og PCWorld.com veitir not- endagagnrýni í gegnum Product Finder. Tölvu- heimur er samstarfsaðili PC World. Vefir sem sérhæfa sig í að gefa söluaðilum einkunn rekast öðru hverju á svikamyllur. „Fjöldi fyrirtækja sem ekki eru vönd að virðingu sinni lætur starfsmenn senda inn gagnrýni um viðkom- andi fyrirtæki á ResellerRatings.com,“ segir Scott Wainner, framkvæmdastjóri vefsins. Slík fyrirtæki eru þá oftast með lélega einkunn og eru að reyna að bæta ímynd sína. En einnig er það til í dæminu að starfsmenn fyrirtækja reyni að rakka niður keppinautana til að lækka einkunn þeirra. Til að berjast gegn slíku athæfi beita Biz- Rate.com, PriceGrabber.com og ResellerRatings ýmsum aðferðum. Talsmenn allra fyrirtækjanna segjast nota ákveðin tól til að rannsaka grunsam- lega gagnrýni, en vildu ekki segja nánar til um það hvernig þau tól virkuðu. Ef upp kemur að fyrir- tæki hafi beitt svikum og prettum eru þau fjarlægð af listum vefjanna. FJÁRHAGSLEGUR ÁVINNINGUR? Einnig er spurning hvort vafasöm gagnrýni sé samin af þeim sem fá greitt fyrir skrif um vörur eða þjónustu. Slíkar greiðslur geta ýmist verið í formi ókeypis varnings eða hreinlega í reiðufé. Mike Woznicki fær að eiga vörurnar sem fram- leiðendur senda honum. Hann segir að slíkt fyrir- komulag hafi ekki áhrif á það sem hann skrifar vegna þess að hann velji sjálfur þær vörur sem hann skrifar um. „Það kemur ekki til að ég hampi einu fyrirtæki umfram annað,“ sagði hann í við- tali. (Athugasemd: Framleiðendur senda PC World þær vörur sem fjallað er um í blaðinu. Vél- búnaður er svo sendur til baka eftir að prófunum er lokið. Sumir fjölmiðlar fara öðruvísi að í þessum efnum. Consumer Reports, til dæmis, kaupir allar þær vörur sem fjallað er um.) Aðstæður Woznickis virðast vera undantekning frekar en regla. Aðrir gagnrýnendur sem haft var samband við fyrir skrif þessarar greinar segjast ekki fá ókeypis vörur. Epinions.com er eini vefurinn sem við skoðuðum sem borgar fé – þó svo það sé af skornum skammti – fyrir gagnrýni. Vefurinn greiðir einungis þeim notendum sem fjalla um vinsælar vörur og fá háa einkunn frá öðrum notendum fyrir gagnrýnina að sögn talsmanns Epinions.com. Meðalgrein á vef fyrirtækisins skaffar höfundi sínum minna en sem nemur 75 krónum. „Mér tókst að raka saman heilum 50 dollurum (um 3.800 krónum) fyrir gagnrýniskrif í heilt ár,“ sagði notandi Epinions.com sem gengur undir nafninu Zero. Í ljósi mögulegra hagsmunaárekstra og svindls á vefjum sem bjóða upp á notendagagnrýni er því ljóst að þið þurfið að beita dómgreindinni við að www.heimur.is 37Ágúst Tölvuheimur 2003 VE F I R A Ð O K K A R S K A PI Þegar þið skráið ykkur sem meðlimi á Epinions.com getið þið ákveðið hvaða gagnrýnendur þið viljið að verði innstu koppar í ykkar búri (1). Þegar við leituðum að vinsælu skjákorti birti Epinions ummæli uppáhalds gagnrýnandans okkar efst (2) – rétt eins og við vildum. Rétt eins og með alla aðra uppsprettu upplýsinga verðið þið að vita hvers þið leitið. Hafið þessi ráð í huga næst þegar þið rennið yfir notendagagnrýni. • HORFIÐ FRAMHJÁ EINKUNNAGJÖFINNI: Það sem einum finnst vera fimm finnst öðrum vera þrír, þannig að oft er lítið að marka einkunnagjöfina. Þið verðið að skoða smáatriðin til að átta ykkur á sjónarmiði notandans. • ÞVÍ FLEIRI UMFJALLANIR ÞVÍ NYTSAMLEGRI: Þið ættuð aldrei að lesa bara eina eða tvær umfjallanir. Sumir höfundar eru einfaldlega ekki með öllum mjalla, en líklegt er að hægt sé að treysta tíu, tuttugu höfundum sæmilega vel. • SKOÐIÐ FJÖLDANN: Ef þið viljið nýta ykkur meðaleinkunn vörunnar þrátt fyrir viðvaranir okkar skuluð þið passa ykkur á að íhuga hversu margir gagn- rýnendur eru á bak við meðaleinkunnina. Því fleiri sem þeir eru, því líklegra er að hægt sé að taka sæmilegt mark á henni. • NOTIÐ TÓLIN SEM Í BOÐI ERU: Nýtið ykkur síur og aðra eiginleika til að gera leitina markvissari og fá þannig meira út úr notendagagnrýninni. • EINBEITIÐ YKKUR AÐ ÞVÍ NEIKVÆÐA: Þótt þetta hljómi illa getið þið sparað ykkur talsverðan tíma að heyra fyrirfram um vandamál sem fólk hefur lent í með vörur eða seljanda. Þar að auki getur ákveðið vandamál komið til vegna þess að tölva þess sem skrifar er sett upp á óvenjulegan hátt, en ef þið verðið vör við að margir lendi í svipuðum vanda er líklegt að þar liggi eitthvað að baki. • ÞEFIÐ SÉRFRÆÐINGANA UPPI: Ef þið viljið stafræna myndavél skuluð þið fara á vef sem sérhæfir sig í notendagagnrýni um stafrænar myndavélar, eins og t.d. PCPhotoReview.com. Fólk sem sendir inn umfjallanir á slíkum vefjum eru oftast með mikla sérfræðiþekkingu og veitir þar af leiðandi ítarlegri upplýsingar. • SKELLIÐ YKKUR Í UMRÆÐUNA: Ef allt annað bregst skuluð þið fara í Google- hópana (groups.google.com) og leita að viðkomandi vöru eða seljanda í Usenet- gagnasafninu. Þar má oft finna mjög nytsamlega ráðgjöf ef þið eruð tilbúin til að grafa ykkur í gegnum fjölda umfjallana sem oft á tíðum fara langt frá uppruna- legu viðfangsefni. Nýtið notendagagnrýni til hins ítrasta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.