Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 41
Á HEIMASLÓÐ
Lesandi vildi vita hvernig hann gæti á ferðalögum tengst
heimilismakkanum með PowerBook tölvunni. Hann hafði
heyrt að OS X stýrikerfið gerði ráð fyrir þessu ef IP tala
heimilistölvunnar væri slegin inn í Connect To Server glugg-
ann á fartölvunni. Vandinn var bara sá að IP tala
Macintoshtölvu heimilisins var síbreytileg og því vandséð
hvernig ætti að bera sig að við að tengjast.
Það er hárrétt athugað að við og við er skipt um IP tölur,
sérstaklega ef um er að ræða ISDN eða upphringitengingu.
En til að tengjast makkanum yfir Netið þarf maður að vita IP
töluna sem honum hefur verið úthlutað. Internetþjónustur
bjóða þó gjarnan upp á fasta IP tölu gegn ákveðnu gjaldi, en
önnur leið til að komast að IP tölunni og fá þannig aðgang að
heimamakkanum er að nýta sér þjónustu tengifyrirtækja (e.
dynamic DNS service þar sem DNS stendur fyrir Domain
Name System) sem halda utan um og miðla IP tölum.
Þjónustur af því tagi virka eins og skrifstofustjórar fyrir IP
tölurnar ykkar. Lítið forrit sem sett er upp á heimilis-
makkanum sendir þjónustunni IP töluna í hvert skipti sem
tölvan er tengd Netinu. Samband við tölvuna fæst svo með
því að slá inn (í tölvuna þar sem maður er staddur) slóð til
tölvunnar sem tengiþjónustan hefur úthlutað. Slóðin er á
forminu makkinnþinn.dynamicdnssservice.com. Þarna er
makkinnþinn nafnið sem þið hafi valið á heimilistölvuna og
dynamicdnssservice.com netfang þjónustunnar, t.d.
bagobolts.no-ip.com.
Þegar svo þið viljið tengjast heimilistölvunni þar sem þið
eruð stödd einhvers staðar víðs fjarri veljið þið bara Connect
to Server úr Go valmynd OS X stýrikerfisins, sláið inn slóðina
sem tengiþjónustan hefur úthlutað tölvunni ykkar og smellið
á Connect. Ef þið eruð svo með merkt við möguleikann á að
deila skrám (e. File Sharing) í Sharing system valmyndinni
ættuð þið að geta fært skrár til og frá heimilistölvunni. Eins
geta aðrir, ef kveikt er á Personal Web Sharing möguleikanum,
tengst tölvunni ykkar og skoðað vefsíður sem vistaðar eru í
Sites möppum hennar.
Á eftirfarandi vefslóð Google leitarþjónustunnar er að finna
lista yfir helstu tengiþjónustur: http://directory.google.com-
/Top/Computers/Software/Inter-
net/Servers/Address_Manage-
ment/Dynamic_DNS_Services.
Flestar bjóða þær upp á ókeypis
skráningu og aðgang að viðeigandi
hugbúnaði fyrir makkann.
UMFJÖLLUN UM UMSLÖG
Með útgáfu iSync færði lesandi
nokkur sig frá því að nota Palm
Desktop umsýsluforritið yfir í að
nota Apple Address Book og iCal.
Hann segist þó sakna þeirra eiginleika Palm Desktop að
hægt var að velja hóp heimilisfanga og prenta umslög og
langar að vita hvort þetta sé hægt með Address Book
heimilisfangaskránni.
Með hjálp viðbótarhugbúnaðar ræður Address Book við
verkið. Ef þið viljið prenta mörg heimilisföng í einu á umslög
skuluð þið huga að forriti Erics Hansons, iDress 1.3
(www.incarna.com). Með þessu nytjatóli má sníða til umslög
og Avery límmiða með upplýsingunum úr völdum hópum í
Address Book (sjá mynd hér að ofan). Veljið bara hóp
heimilisfanga sem þið viljið prenta (úr uppflettivalmynd
iDress úr Address Book Group), veljið á hvað skal prenta (t.d.
umslag eða límmiða) og veljið svo stærðina (t.a.m. staðlað
skjalaumslag af stærð númer tíu). Smellið á Go hnappinn og
iDress býr til prentsnið fyrir umslögin eða límmiðana í Adobe
Acrobat Reader (nauðsynlegt er að hafa Acrobat Reader
skráðan sem sjálfvalið forrit tölvunnar fyrir PDF skjöl).
Ef þið þurfið bara að prenta eitt umslag í einu ættuð þið að
hlaða niður ókeypis forritinu Snail Mail frá Nik Sands
(www.nixanz.com). Forritið er einfalt í notkun og birtir lista
yfir öll nöfnin í heimilisfangaskránni. Setjið bara inn stærð
umslagsins sem prenta skal á og veljið viðtakanda úr listanum
(heimilisfang sendanda sækir forritið svo í upplýsingarnar sem
skráðar hafa verið inn í My Card).
Stillið svo prentarann á að prenta
umslög og smellið á Print
Envelope Immediately til að
prenta umslagið þá og þegar.
VIRKIR HLEKKIR
Lesandi hafði samband og vildi
vita hvernig fara ætti að því að
senda skilaboð með virkum
hlekkjum í vefsíður úr póstforrit-
inu Apple Mail.
www.heimur.is 41Ágúst Tölvuheimur 2003
Apple Address Book inniheldur
takmarkaðan fjölda svæða til að slá
inn upplýsingar. Til að komast hjá því
að þurfa að búa til ný svæði í hvert
sinn sem færðar eru upplýsingar inn í
Address Book þá búið þið til kort sem
þið notið sem sniðmát (e. template) og
kallið það nafn á borð við A, Autt kort.
Á því korti hafið þið öll þau svæði sem
þið þurfið. Síðan þegar búa á til nýjar
færslur notið þið copy og paste til að
afrita sniðmátið og ýtið á 2-L til að
færa inn nýjar upplýsingar.
M A K K A - N E Y Ð A R L Í N A N
Christopher Breen
Ekkert stress með iDress
iDress hugbúnaður Erics Hansens gerir manni kleift að prenta
út umslög í hrönnum þar sem notuð eru heimilisföng úr Apple
Address Book.