Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 42

Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 42
Ef þið viljið alltaf hafa þann háttinn á að hlekkir í bréfum séu virkir veljið þið Preferences úr Mail valmynd Mail for- ritsins, smellið á Composing hnappinn í glugganum sem birtist og veljið svo Rich Text úr Format uppflettivalmynd- inni. Ef þið aftur á móti sendið alla jafna skilaboð sem „plain text“ (hinn valkosturinn í uppflettivalmyndinni) búið þið bara til ný skilaboð og veljið Make Rich Text (shift-2-T). Þegar þessi uppsetning bréfa hefur verið valin getið þið slegið inn vefföng (e. URL) sem viðtakendur skilaboðanna sjá sem virka hlekki sem smella má á. Eins er hægt að draga myndir inn í meginmál bréfanna þar sem þær eiga að birtast (en það kann að fara eftir stillingum póstforrita viðtakenda bréfanna hvernig þær koma fram). Hafið þó eftirfarandi varnaðarorð í huga: Rich Text upp- setningu ber að nota sparlega. Margir kjósa fremur að fá bréf sem strípaðan texta (e. plain text) vegna þess að þá eru þau auðveldari aflestrar og opnast hraðar. Þá hiksta margir póst- listar á Rich Text skilaboðum (og sendandinn fær að öllum líkindum á sig harðorðar og opinberar skammir frá umsjónarmanni listans). SKRÁR SEM EKKI LÁTA AÐ STJÓRN StuffIt skrá nokkur á skjáborði tölvu með OS X stýrikerfi olli lesanda blaðsins hugarangri. Hann gat ekki með nokkru móti komið henni í ruslið. Skráin lítur út eins og hún hafi rifnað í tvennt og viðvörunin „Item is being used by another task right now“ (eða í lauslegri þýðingu „skráin er í notkun“) birtist þegar reynt er að setja hana í ruslið. Ef einungis á að henda einni skrá er hægt að opna Terminal (nokkurs konar skipanaglugga, en hann er að finna í Utilities möppunni), skrifa inn rm –f og svo bil, draga síðan vand- ræðaskrána inn í Terminal gluggann til að fá fram slóðina í hana og slá svo á Return hnappinn á lyklaborðinu. Skránni verður þar með eytt án þess að farið verði fram á frekari staðfestingar. Til að henda möppu (eða directory á Unix máli) er slegið inn rm –R og svo einu sinni á bilstöngina. Vandræðamappan er dregin inn í Terminal gluggann til að kalla fram slóðina og ýtt á Return. Farið samt mjög varlega með rm –R skipunina. –R stendur fyrir „recursive“ (eða endurkvæm) og þýðir að möppunni með öllu innihaldi verði fargað fyrir fyrir fullt og allt (ekki bara sett í ruslið) án nokkurra viðvarana. Lendi maður í því að draga ranga möppu í Terminal gluggann og ýta á Return, þá er hún horfin að fullu. Svo er líka enn verra að slá inn rm –R *, því þá verður öllu innihaldi virku möpp- unnar (að öllum líkindum notendamappa viðkomandi) eytt. BANNAÐ AÐ HENDA Í RUSLIÐ Starfsmaður á barnabókasafni greindi frá því að á safninu væru fjórar gamlar iMac tölvur þar sem boðið væri upp á leiki á geisladiskum fyrir börn. Vegna þess að leikirnir virka ekki í OS X umhverfi er notast við OS 9.2. Vandinn sem starfsmaðurinn lenti í er að bæði börnin og foreldrar þeirra eru gjörn á að fjarlægja diskana úr tölvunni með því að draga íkon þeirra í ruslið og vildi vita hvernig mætti koma í veg fyrir þetta framferði þeirra. Fyrsti kosturinn er að hætta notkun geisladiskanna. Keyrið einfaldlega upp Disk Copy — sem finna má í Utilities möpp- unni í Applictions möppunni (Mac OS 9) í rót harða drifsins — og dragið diskinn yfir í Disk Copy gluggann. Þegar Save Disk Image As valmyndin kemur upp veljið þið Read Only úr Format uppflettivalmyndinni og 663,000 K (CD-Rom, 12 cm, Full) úr Size uppflettivalmyndinni. Smellið á Save og mynd geisladisksins verður vistuð á harða drifið. Færið nú afritið sem tekið hefur verið af geisladiskinum yfir í möppu sem þið komið fyrir djúpt í iðrum iMac tölvunnar — þangað sem ólíklegt verður að teljast að börn, eða foreldrar, þeirra hætti sér. Opnið svo Launcher tól Apple (ræsivalmynd) og dragið geisladisksafritið þangað. Svo þegar smellt er á mynd disksins er hún keyrð upp rétt eins og um geisladisk í drifi væri að ræða. Jafnvel þótt enn sé hægt að draga „diskinn“ í ruslið er hann samt enn aðgengilegur með einum smelli í ræsivalmynd makkans. Já, já, allt í lagi. Það er ennþá hægt að henda diskunum í ruslið. Ef þið viljið grípa til harkalegri aðgerða er líka hægt að beita fyrir sig forritum sem skerða athafnafrelsi notenda tölvunnar til muna. Eitt slíkt nytjatól er On Guard frá Power On Software (www.poweronsoftware.com). Einn af fjölmörgum þáttum forritsins er hæfileikinn til að meina notendum að fjarlægja diska úr tölvum. Þegar þið eruð svo tilbúin í diskaskiptin þarf bara að slá inn aðgangsorð til að endurheimta fulla stjórn á vélinni. Útgáfa On Guard sem hlaða má niður af Netinu kostar 60 Bandaríkjadali og er forritið samhæft útgáfum OS 7.X til 9.X af stýrikerfum makkans, en ekki OS X, enn sem komið er. www.heimur.is42 Ágúst Tölvuheimur 2003 Ef þið hafið sett upp lófatölvuhluta iSync — þ.e. Install iSync Palm Conduits pakkann — og reynið svo í gamni síðar að samstilla lófatölvuna við Palm Desktop þá kemur fljótlega í ljós að iSync hefur tilhneigingu til að vera með óþarfa yfirgang við aðrar samstillingarrásir. Dæmi um yfirganginn er að þið komið ekki til með að geta samstillt lófatölvuna við Palm Desktop, Microsoft Enourage eða Now Up-to-Date & Contact frá Now Software. Þegar settar eru upp lófatölvurásir iSync (e. iSync Palm conduits) færir uppsetningarforritið allar rásir sem það telur vera ósamhæfðar í eftirfarandi möppu: Library: Application Support: Palm HotSync: Disabled Conduits. Ef þið komist svo að raun um að þið þurfið öflugri samhæfingu við forrit sem þið notuðuð áður verðið þið að færa rásirnar sem gerðar hafa verið óvirkar úr möppunni yfir í Library: Application Support: Palm HotSync: Conduits og stilla svo rásirnar með HotSync Manager tóli Palm. Ó U M B E Ð I N R Á Ð M A K K A - N E Y Ð A R L Í N A N 

x

Tölvuheimur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.