Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 44
Drjúgur hluti þessarar mánaðarlegu umfjöll-
unar er helgaður öryggismálum og friðhelgi
einkalífsins á Netinu. Ráðleggingarnar hafa
hins vegar verið tíndar smám saman í lesendur
þannig að það getur verið erfitt að muna (jafn-
vel fyrir mig) allt sem maður ætti að vera að
gera til að verja tölvuna og gögnin í henni. Í
þessum mánuði hef ég safnað saman ráðlegg-
ingum í öryggisgátlista til að veita heildarsýn
yfir málið. Þó að ekki sé fjallað til hlítar um
hvert atriði á listanum ætti hann samt sem áður
að gefa ágæta mynd af því sem þið þurfið að
vita og hvað þið þurfið að gera til að forðast
veirur í tölvupósti, losna við snuðrara (njósna-
Öryggisgátlisti til að verja
tölvuna og gögnin
hugbúnað) og stöðva árásir á tölvuna ykkar eða
á netkerfið. Til að lesa ykkur frekar til um þetta
skuluð þið lesa greinina „Internetið lagað“ í
maíhefti Tölvuheims.
LOKIÐ Á TÖLVUÞRJÓTA OG VEIRUR
Að vera tengdur Netinu án þess að nota eld-
vegg eða veiruvarnir er eins og að skilja
útidyrahurðina eftir ólæsta þegar þið farið í
sumarfrí – ef þið hafið heppnina með ykkur er
allt á sínum stað þegar þið komið aftur heim,
en það er samt áhætta sem fáránlegt er að taka.
Eldvegg á allar tölvur: Jafnvel þó að þið séuð
með eldveggjarvélbúnað á milli tölvunnar
ykkar eða netkerfisins og Netsins þá ættuð þið
samt sem áður að setja upp eldveggjarhug-
búnað. Þó svo að hægt sé að stilla vélbúnaðinn
þannig að hann loki á eða hleypi í gegn
gögnum sem koma og fara um tengi 500 t.d.
þá veit hann ekki hvaða forrit í tölvunni það er
sem er að senda og taka á móti gögnunum.
Eldveggjarhugbúnaður spyr í hvert sinn hvort
hann ætti að leyfa tilteknu forrit að eiga sam-
skipti um ákveðið tengi (sjá MYND 1) þannig
að þið getið sagt hugbúnaðinum að Frábær-
skyndiskilaboð.exe megi nota tengið en
Vonditrójuhesturinn.exe megi það ekki.
Notið tvíátta (e. bidirectional) eldvegg: Eld-
veggurinn í Windows XP er betri en enginn
en þó munar ekki miklu. Ókeypis eldveggir
eins og ZoneAlarm 3 frá Zone Labs (find.pc-
world.com/30950) og Personal Firewall 5 frá
Sygate (find.pcworld.com/30953) fylgjast
með og stjórna umferð sem fer inn á netkerfið
og frá því og geta þannig lokað á tengingar
sem fyrrnefnt Vonditrjóuhesturinn.exe forritið
eða raunverulegt bakdyraforrit koma á.
Ekki sleppa veiruvörninni: Ef þið eruð ekki
með veiruvörn í tölvunni skuluð þið hætta að
lesa þessa grein og fá ykkur slíka vörn eins og
skot og halda síðan áfram að lesa þegar þið
hafið sett hana upp. Ef þið eruð með
Windows er það hreint og klárt ábyrgðarleysi
að vera ekki með veiruvörn vegna þess hversu
miklu af veirum er beint sérstaklega gegn því
stýrikerfi. Jafnvel þótt þið teljið ykkur vita
hvernig þið eigið að forðast veirur þá getið þið
lent í því að fá veiru í tölvuna sem notar alveg
nýja og óvænta aðferð. Ef tölvan ykkar smitast
þá eru góðar líkur á því að aðrir í fjölskyld-
unni, vinir, vinnufélagarnir og aðrir sem eru á
netfangalistanum ykkar verði einnig fyrir
barðinu á veirunni.
Ef þið viljið ekki borga fyrir hágæða hug-
búnaðarpakka eins og Norton AntiVirus frá
Symantec skuluð þið að minnsta kosti hala
www.heimur.is44 Ágúst Tölvuheimur 2003
SVONA GERUM VIÐ
Netið