Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 45
niður ókeypis AVG 6 Anti-Virus System frá
Grisoft (find.pcworld.com/33218). AVG er
ekkert sérstaklega lagið við að grípa nýjustu
þekktu veirurnar sem leika lausum hala á
Netinu að mati breska veiruvarnatímaritsins
Virus Bulletin (find.pcworld.com/32798).
Vegna þessa galla gæti verið álíka mikil vörn í
því að vera með AVG og að hafa enga veiru-
vörn ef þið ræsið hvert einasta viðhengi sem
þið fáið í tölvupósti án frekari umhugsunar.
Ef þið búið hins vegar yfir öðrum varnarað-
ferðum (eins og t.d. tölvupóstforriti sem
keyrir ekki skriftu-skrár og heilbrigðri
tortryggni í garð tölvupóstviðhengja) þá mun
það að minnsta kosti verja ykkur fyrir þeim
veirum sem eru á ferðinni árlega. Ég hef
notað AVG í meira en ár með góðum árangri
og litlum vandræðum, en það er samt sem
áður tímabil sem ég tel vera þjálfun í áhættu-
sömu líferni.
UPPFÆRIÐ ALLT, OFT
Ein af auðveldustu leiðunum til að koma í veg
fyrir að veirur nýti sér galla í forritum ykkar og
vélbúnaði er að hala niður og setja upp reglu-
legar uppfærslur (stundum einnig kallað hug-
búnaðarplástrar (e. software patches) sem
söluaðilar bjóða upp á. Á Windows Update
heimasíðu Microsoft fyrir Windows upp-
færslur er að finna mikið magn af úrbætum
fyrir forrit frá fyrirtækinu. Heildarumfjöllun
um mikilvæga plástra sem og leiðbeiningar
um hvernig eigi að hala þeim niður og setja þá
upp er að finna í greininni Internetið lagað
sem minnst var á hér að framan.
STILLIÐ Á ÖRYGGI
Þegar þið hafið uppfært hug-
búnaðinn með nýjustu plástrunum
og villulagfæringum skuluð þið
athuga öryggisstillingar forritsins.
Forritin sem þið notið daglega bjóða
mörg upp á líttþekkta möguleika
sem geta hjálpað til við að bægja frá
veirum, losna við dúsur og halda
snuðrurum frá tölvunni og net-
kerfinu.
Skellt í lás með vafranum: Þið
getið halað niður og sett upp grilljón mismun-
andi tól sem grípa dúsurnar og koma í veg fyrir
að heimasíður geri eitthvað óæskilegt við tölv-
una ykkar. Með vafranum getið þið hins vegar
einnig náð góðri stjórn á þeim síðum sem þið
skoðið. Í grein minni „Heill heimur af
Netútvarpsstöðvum“ í októberheftinu frá því í
fyrra (hægt að lesa á ensku á find.pc-
world.com/32804), fjallaði ég um ráð fyrir
Internet Explorer 6, Netscape 6.2, og Opera
6.x til að losna við dúsurnar og í greininni
„Hafið varann á: Eyðið dúsunum og tæmið
History möppuna“ í aprílheftinu á þessu ári (á
ensku á find.pcworld.com/ 32807) bauð ég
upp á leiðbeiningar um hvernig ætti að eyða
dúsunum. Hér á eftir kemur stutt upprifjun á
leiðbeiningum fyrir IE 6, ásamt uppfærðum
leiðbeiningum fyrir Mozilla 1.1 og Netscape 7.
Í Internet Explorer veljið þið Tools>Internet
Options og smellið á Privacy flipann. Til að
hafna eða samþykkja dúsur frá einstökum
heimasíðum smellið þið á Edit hnappinn, sláið
inn vefslóðina og smellið annaðhvort á Block
eða Allow. Þegar þið hafið lokið ykkur af við
að slá inn vefslóðir og stillingar
smellið þið á OK til að loka
svarglugganum. Til að loka á
dúsur frá þriðju aðilum (sem
tengjast venjulega auglýsingum
eða einhvers konar markaðs-
setningarherferðum), smellið
þið á Advanced hnappinn á
Privacy flipanum hakið við Override automatic
cookie handling, veljið Block í „Third Party
Cookies“ og smellið tvisvar á OK. Til að skoða
og eyða dúsunum sem hafa verið vistaðar
veljið þið Tools>Internet Options og smellið
síðan á General flipann, Settings hnappinn og
síðan View Files hnappinn. Í glugganum sem
birtist hægrismellið þið á dúsu og veljið Delete.
Til að fjarlægja allar dúsur sem IE vistar veljið
þið Tools>Internet Options og smellið síðan á
General flipann og svo á Delete Cookies hnapp-
inn.
Ef þið notið Mozilla 1.1 eða Netscape 7
veljið þið Edit>Preferences tvísmellið á Privacy
& Security til að fá undirvalmöguleikana þar
og veljið síðan Cookies. Til að loka á allar dúsur
frá þriðju aðilum skuluð þið leita hægra megin
í glugganum að valmöguleikanum Enable
cookies for the originating web site only og
smella á hann. Til að skoða og eyða dúsum
smellið þið á Manage Stored Cookies hnappinn
veljið dúsu í listanum og smellið á Remove
Cookie hnappinn. Veljið Remove All Cookies til
að hreinsa burt allar dúsurnar. Ef þið viljið
losna við dúsur frá ákveðinni heimasíðu til
frambúðar skuluð þið haka við Don´t allow
removed cookies to be reaccepted later og eyðið
síðan dúsunni. (Athugið að dúsustillingar fyrir
hverja heimasíðu fyrir sig sem maður hefði
búist við að birtust þegar maður smellti á
Cookies Sites flipann í Mozilla 1.1 og Netscape
7 virðast ennþá vera í vinnslu).
www.heimur.is 45Ágúst Tölvuheimur 2003
EFNISYFIRLIT
44 NETIÐ
Verjið tölvuna og gögnin með þriggja
skrefa gátlista fyrir friðhelgi einkalífsins
og öryggismál.
47 WINDOWS
Sneggri öryggisafritun fyrir allar útgáfur
Windows; Ákveðið sjálf hvaða skráar-
viðskeyti eru falin.
49 SKREF FYRIR SKREF
Ekki henda gamla PCI-kortinu. Breytið
því í skráarnetþjón, prentþjón eða notið
það til að deila nettengingu.
51 VÉLBÚNAÐUR
Góð ráð varðandi aflgjafa. Hversu mikið
afl tölvan þarf fer eftir jaðartækjunum
sem þið bætið við.
53 SPURT OG SVARAÐ
Hvernig á að endurstilla Registry-
möppuna, auðveld öryggisafritun á net-
kerfi. Hvernig hægt er að komast hjá
göllum í Power Toys fyrir Windows.
A
MYND 1: Eldveggjarhugbúnaður getur komið í veg fyrir að
trójuhestar og önnur óæskileg forrit hafi samskipti við aðrar
heimasíður
MYND 2: Náið í nýjustu öryggisplástrana fyrir
Windows, Internet Explorer og Outlook Explorer hér.