Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 46

Tölvuheimur - 01.08.2003, Blaðsíða 46
Tæklið tölvupóstógnina: Ef þið komið í veg fyrir að tölvupóstforritið ykkar keyri skriftu- skrár og viðhengi sem ykkur berast og þið uppfærið forritið þannig að það geri við öryggisgalla sem nýbúið er að uppgötva þá eru góðar líkur á því að þið getið haldið veirum og trójuhestum frá tölvunni. Nýjustu útgáfurnar af Outlook og Outlook Express eru með sjálf- gefnar stillingar þannig að lokað er á allar skriftuskrár og hættuleg viðhengi með því að setja allan póst á HTML-sniði á sérstakt öryggissvæði (til að skoða öryggisstillingarnar í þessum forritum veljið þið Tools>Options og smellið á Security flipann). Í Netráðleggingum (sem lesa má á ensku á find.pcworld.com/32810) stakk ég upp á því við lesendur að þeir gerðu forskoðunar- möguleikann óvirkan til að gulltryggja að veirusýktur tölvupóstur yrði óvirkur. Til að gera forskoðunargluggann í Outlook Express óvirkan veljið þið View>Layout og takið hakið við Show preview pane af. Í Outlook smellið þið á View og takið hakið af Preview Pane. Til að fela forskoðunargluggann í Mail & Newsgroups forritinu í Mozilla 1.1 og Netscape 7 veljið þið View>Show/Hide>Message Pane. Nokkrir lesendur höfðu samband og sögðu að þeir þyrftu samt sem áður að hafa einhverja leið til að gægjast í póstinn til að sjá hvers konar skriftur eða skrár væri þar að finna. Til að gera þetta í Outlook Express án þess að opna póstinn hægrismellið þið á skeytið veljið Properties smellið á Details flipann og síðan á Message Source hnappinn. Nú getið þið séð nákvæmlega allan texta skeytisins og einnig heiti og tvíundarkóðað innihald við- hengja. Stækkið gluggann þannið að auðveldara sé að skoða þetta. Til að skoða á öruggan hátt skrár í viðhengjum í Outlook hægrismellið þið á póstinn og veljið View Attachments (sjá MYND 3). Til að skoða texta skeytisins (þ.e. heiti skránna sem fylgja með sem viðhengi) í Mozilla eða Netscape veljið þið póstinn og síðan View>Message Source. NOTIÐ MAC-SÍU Á ÞRÁÐLAUSA STAÐARNETINU Ef þið eruð með þráðlaust netkerfi er ekki galið að nota margs konar öryggismöguleika til að tryggja öryggið. Í greininni „Út með Net- óværuna inn með öryggið“ í síðasta janúar/ febrúarblaði (á ensku á find.pcworld. com/ 32813) fjallaði ég um nokkrar leiðir til að bægja frá tölvuþrjótum sem keyrðu um til að brjótast inn á þráðlaus net. Einn viðbótar- öryggismöguleiki sem þráðlausi beinirinn eða inntakspunkturinn ykkar býður upp á er svokallað aðgangseftirlit með netfangasíun (e. media access control (MAC) adress filtering). Hvert netkerfistengi á staðarneti – þráðlausu eða kapalneti – er með sérstakt netfang sem er einu stigi fyrir neðan IP-tölu þess í stigveldi netkerfissamskiptastaðla. Margir beinar, einnig þráðlausir gera ykkur kleift að takmarka aðgang þráðlausra neta við ákveðinn fjölda MAC-netfanga sem eru á sextándatöluformi. Þið þurfið að ná í leiðbeiningarhandbókina sem fylgdi með bein- inum eða inntakspunktinum til að setja þetta upp og kafa síðan ofan í netkerfiskort hverrar tölvu sem er tengd á netið til að finna og skrifa niður MAC-netfang hennar eða raunverulegt netfang hennar (sjá MYND 4). Líkt og með IP-tölur þá er auðvelt að falsa MAC netföng. Þar sem hún dulkóðar ekki það sem fer um netið þá gerir MAC-síun ein og sér netkerfið ekki öruggara. En hún er samt sem áður ein hindrun til viðbótar til að fæla frá tölvuþrjóta þannig að þeir snúi sér að netkerfi sem auð- veldara er að brjótast inn í. www.heimur.is46 Ágúst Tölvuheimur 2003 S V O N A G E R U M V I Ð N I Ð U R H A L M Á N A Ð A R I N S Streamripper 32 Ég hlusta oft á streymandi Netútvarpsstöðvar til að kynnast tónlist sem ekki er spiluð á útvarpsstöðvunum í mínu nágrenni. Oft kaupi ég geisladisk eftir að hafa heyrt í tónlistar- manninum á Netinu. Það kemur einnig oft fyrir að ég kemst að því að mér líki við lag 10 sekúndum eftir að það er búið og þá er of seint að sjá í spilaranum hvað lagið heitir og með hverjum það er. Það er að sjálfsögðu til lausn við þessu. Ókeypis Streamripper 32 tólið frá Oddsock.org með opnum kerfiskóða (find.pcworld.com/ 33866) tekur upp tónlistarstrauminn, brýtur hann niður í einstök lög og vistar þau á harða diskinum ásamt ID3 merkjum (með heiti lagsins, flytjanda og lengd). Það er jafnvel hægt að stilla það þannig að það grípi einungis þau lög sem þið ákveðið. Þetta er hins vegar ekki nýr Napster þannig að þeir hjá Stefi geta alveg verið rólegir yfir þessu. Gæðin á flestum útsendingum á streymandi tónlist eru verulega lakari en á geisladiskum og á mörgum stöðvum renna lögin saman eða sett eru inn á þau skila- boð frá útvarpsstöðvunum sjálfum þannig að það sem kemur út úr því að ná í þess háttar streymandi tónlist hefur frekar upplýsingagildi um listamanninn og lagið heldur en að vera eitthvað sem kemur í stað geisladiska. MYND 3: Skoðið viðhengi á öruggan hátt í tölvupóstforritinu með því að skoða texta sem segir til um uppruna skeytisins (source) eða með því að nota þennan vallista í Outlook. MYND 4: Haldið þráðlausum þrjótum í hæfi- legri fjarlægð með því að takmarka aðgang við þekkt MAC- netföng, eins og sýnt er í þessum Windows XP svarglugga. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tölvuheimur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.