Tölvuheimur - 01.08.2003, Síða 50
S V O N A G E R U M V I Ð
Samnýtið diskana. Tvísmellið á My
Computer, hægrismellið á íkonið fyrir diskinn
eða möppuna sem þið viljið samnýta og veljið
Sharing. Fylgið leiðbeiningunum á skjánum til að
setja samnýtinguna upp. Þið getið tilgreint ótak-
markaðan aðgang, einungis lesaðgang (read-only)
eða aðgang sem háður er aðgangsorði. Endurtakið
þetta fyrir alla aðra diska.
Gerið skráasamnýtingu virka. Hægri-
smellið á Network Neighborhood (Windows
98) eða My Network Places (ME, 2000 eða XP) og
veljið Properties. Í 98 eða ME smellið þið á File and
Print Sharing hnappinn, hakið við I want to be able
to give others access to my files, og smellið á OK. Í
2000 eða XP hægrismellið þið á staðarnetsteng-
inguna veljið Proper-
ties og hakið við File
and Printer Sharing
for Microsoft Net-
works. Endurræsið
síðan tölvuna.
Netkerfistengd tölva sem notuð er til að geyma
skrár þarf ekki að vera mikill vinnuþjarkur. Ef gamla
tölvan ykkar er með 20 GB harðan disk eða stærri
er líklega nóg pláss fyrir hendi fyrir einfalda
skráasamnýtingu og öryggisafritun. Ef þið viljið
hins vegar geyma mikið magn af skrám, taka stærri
öryggisafrit eða geyma stafræna miðla (myndir eða
mp3-skrár), er líklega ráðlegt að bæta við stærri
hörðum diski.
1
VERKEFNI: SKRÁAMIÐLARI Á NETKERFI
Örgjörvi: Pentium 133 eða hraðari
Vinnsluminni: 32MB eða meira
Harður diskur: 10GB eða stærri
Stýrikerfi: Windows 98 eða nýrra
Netkerfiskort nauðsynlegt: Já
Önnur ráðlögð viðbót: Stór (80 GB+)
harður diskur (frá 10.000 krónum)
2
Gerið Printer Sharing möguleikann
virkan. Fylgið leiðbeiningum úr verkefninu
hér á undan þar sem sagt er hvernig eigi að gera
samnýtingu skráa virka. Í 98 og Me skuluð þið einn-
ig haka við I want to be able to allow others to print
to my printer(s) í svarglugganum í fyrsta skrefi í
verkefninu hér á undan. Endurræsið síðan tölvuna.
Að kaupa prentara fyrir hverja tölvu á heimilinu
getur verið ansi dýrt. Það er auðveldara fyrir alla ef
einn prentari er samnýttur. Þið getið notað gamla
tölvu sem prentaramiðlara og síðan sett
prentarann á stað sem hentar öllum.
Athugið að þið getið sameinað skráa- og
prentarasamnýtingu á einni tölvu.
2
VERKEFNI: PRENTMIÐLARI Á NETKERFI
Örgjörvi: Pentium 133 eða hraðari
Vinnsluminni: 32MB eða meira
Harður diskur: 1GB eða stærri
Stýrikerfi: Windows 98 eða nýrra
Netkerfiskort nauðsynlegt: Já
Önnur nauðsynleg viðbót: Prentari
Samnýtið prentarann. Í Windows 98 og
Me eða 2000 veljið þið Start>Sett-
ings>Printers, í XP veljið þið Start>Printers and
Faxes. Hægrismellið á íkon prentarans sem þið viljið
samnýta og veljið Sharing. Fylgið leiðbeiningunum.
Mögulegt er
að krefjast að-
gangsorðs til
að fá aðgang
að prentar-
anum.
3Setjið prentarann upp. Fylgið leiðbein-
ingum framleiðandans um hvernig eigi að
tengja hann og hvaða rekla eigi að setja upp.
1
Að samnýta Nettengingu er að verða sífellt vin-
sælla á heimilum og hjá smærri fyrirtækjum. Það er
alveg rétt að þið getið keypt ykkur sérstakan beini
til að nota sem miðlægan tengipunkt fyrir sam-
nýtta breiðbands- eða upphringitengingu á Netið,
en gamla tölvan er alveg tilvalinn kostur á lágu
verði.
VERKEFNI: SAMNÝTINGARPUNKTUR FYRIR NETTENGINGU
Örgjörvi: Pentium 266 eða hraðari
Vinnsluminni: 64MB eða meira
Harður diskur: 5GB eða stærri
Stýrikerfi: Windows 98 SE eða nýrra
Netkerfiskort nauðsynlegt: Já
Önnur nauðsynleg viðbót: Mótald, annað
netkerfiskort eða USB-tengi.
Setjið mótaldið eða netkerfiskortið/kortin í tölvuna. Ef þið eruð með upphringitengingu
verðið þið að vera með mótald. Ef þið eruð með breiðbandstengingu þurfið þið netkerfiskort til að
tengjast staðarnetinu ykkar (sjá 3. lið almenna undirbúningsins. Þið þurfið annað netkerfiskort fyrir kapal
eða DSL mótaldið, nema þið séuð með USB breiðbandsmótald.
1
Setjið upp Internet Connection Sharing. Í 98 eða Me opnið þið Add/Remove Programs í
Control Panel möppunni og veljið Windows Setup flipann. Tvísmellið á Internet Tools (98) eða
Communications (Me). Hakið við Internet Connection Sharing, smellið á OK
og keyrið Internet Connection Sharing hjálparálfinn eða Home Networking
hjálparálfinn. Í 2000 eða XP hægrismellið þið á My Network Places veljið
Properties hægrismellið á breiðbandsmótaldstenginguna og veljið
Properties. Í 2000 smellið þið á Sharing flipann og hakið við Enable Internet
Connection Sharing for this connection, í XP smellið þið á
Advanced flipann og veljið Allow other network users to
connnect through this computer´s Internet connection.
2
www.heimur.is50 Ágúst Tölvuheimur 2003