Tölvuheimur - 01.08.2003, Side 51
Þær líta ekki út fyrir það, en tölvur eru einstak-
lega matvönd grey. Þær þrífast einungis á
óhindruðum, nákvæmlega skömmtuðum raf-
straumi. Ef þær fá of litla orku fara þær að hegða
sér undarlega eða slökkva alveg á sér og ef þær fá
of mikið steikjast agnarsmáu rásirnar í þeim
varanlega (hver þeirra er fjórðihundraðasti af
breidd mannshárs eða þynnri. Hér á eftir fylgir
örlítil næringarráðgjöf fyrir tölvuna ykkar.
ÖRYGGIÐ FYRST
Mesta ógnin sem steðjar að tölvunni er skyndi-
leg aukning – eða toppur – í magni þess raf-
straums sem flæðir til hennar. Að öllu jöfnu þá
stjórnar aflgjafi tölvunnar rafmagnsflæðinu úr
innstungunni í veggnum yfir í tölvuna. Ef raf-
magnslína fellur um koll, eldingu slær niður, eða
grafa slítur jarðstreng getur spennuhnykkur sem
af því hlýst auðveldlega verið aflgjafanum ofviða
og sent banvænan rafstraum beint í móður-
borðið.
Þið skuluð verja móðurborðið með hágæða
spennuhnykksvörn. Þið getið búist við að eyða
að minnsta kosti 2- til 3.000 krónum (20-30$)
í slíkan varnarbúnað, ódýrari gerðir veita líklega
ekki þá vörn sem tölvan ykkar þarfnast.
Spennuhnykksvörnin sem þið kaupið ætti að
uppfylla UL 1449-staðal Underwriters Labora-
tories (á flestum er það tilgreint á umbúðunum).
Ef oft eru grafnar upp götur þar sem þið búið
eða ef rafmagnsdreifikerfið er óstöðugt
skuluð þið fá ykkur spennuhnykksvörn
með ljósi sem sýnir að tækið virki rétt.
Margar spennuhnykksvarnir hætta að
geta varist of miklum rafstraumi eftir að
hafa fengið í sig háspennuhnykk einu
sinni. Þar sem tækið sendir ennþá straum
í tölvuna er ekki hægt að vita hvort það
hafi tapað varnargetunni ef það er ekkert
ljós sem segir til um það. Athugið að á
sumum varnarbúnaði eins og Smart-
Sockets borðtækinu frá Kensington sem
kostar um 4.000 krónur 40$ (find.pc-
world.com/32777), er hljóðviðvörun
sem lætur vita af því að spennuhnykkur hafi
skemmt tækið.
Ekki gleyma símalínunum: Mótaldið og
símalínurnar eru alveg jafnberskjaldaðar fyrir
rafmagnstoppum (e. power spikes) eins og
tölvan ykkar. Hægt er að kaupa sérstaka síma-
línuvörn, en hún getur einnig verið innbyggð í
spennuhnykksvörnina.
Að tölvan fái of lítið rafmagn getur verið alveg
jafnslæmt og að hún fái of mikið. Ef rafmagnið
fer skyndilega af tölvunni getur það skemmt
óvistuð gögn eða mikilvægar kerfisskrár, sem
hvort tveggja getur verið óbætanlegt tjón fyrir
fyrirtæki. Til að komast hjá slíkum vandræðum
skuluð þið fá ykkur aflgjafa sem veitir óhindr-
aðan straum (UPS uninterruptible power
supply). Þegar rafmagnið fer sér slíkt tæki
tölvunni fyrir nægum straumi til að hún geti
haldið áfram vinnslu (vanalega, þó ekki lengur
en í 10 mínútur) svo þið getið vistað gögnin og
slökkt á réttan hátt á tölvunni. Slíkum afl-
gjöfum fylgir venjulega hugbúnaður sem sér
um að vista og slökkva sjálfvirkt ef þið eruð ekki
á staðnum þegar þetta gerist.
Flestir slíkir UPS-aflgjafar kosta minna en
9.000 krónur (100$). Fyrirtækið American
Power Conversion (www.apc.com) býður upp
á mikið úrval af varnarbúnaði fyrir aflgjafa á
viðráðanlegu verði, þar á meðal Back-UPS ES
350VA á 3.500 krónur (40$). Þið skuluð samt
ekki vera að spá í hverja einustu krónu í þessu
sambandi. UPS-aflgjafinn verður að geta upp-
fyllt þörf tölvunnar ykkar fyrir óhindraðan raf-
straum. Áður en þið festið kaup á slíku tæki
skuluð þið skoða upplýsingarnar um hámarks-
tímann sem tækið getur verið í gangi og vöttin
og berið þær saman við það sem tölvan ykkar
þarfnast (sjá hér að neðan). Þið skuluð vera á
verði: Sumir söluaðilar tilgreina keyrslutímann
fyrir „helmingsálag“ eða helming af þeim
vöttum sem tilgreind eru á tölvunni. Það er
sjaldgæft að allir íhlutir tölvu séu í gangi á fullri
keyrslu á sama tíma þannig að söluaðilar halda
því fram að tækið haldi tölvunni gangandi í x
mínútur og er mínútufjöldinn þá miðaður við
algengt álag á tölvunni en ekki hámarks-
orkunotkun hennar.
VÖTTIN SKIPTA MÁLI
Hvað notar tölvan ykkar mörg vött? Sumar
vélar eru orkuþyrstar skepnur, sérstaklega ef þið
hafið bætt við hörðum diski, aukið við minnið
eða bætt einhverjum öðrum vélbúnaði við
tölvuna. Til að reikna út orkuþörfina eru vöttin
sem hver íhlutur tölvunnar notar lögð saman,
www.heimur.is 51Ágúst Tölvuheimur 2003
S V O N A G E R U M V I Ð
MYND 1: BACK-UPS ES 350VA frá APC heldur tölvu
gangandi nógu lengi til að hægt sé að vista gögn
sem verið var að vinna með.
L
J
Ó
S
M
Y
N
D
IR
:
R
IC
K
R
IZ
N
E
R
Ef þið eruð heppin þurfið þið aldrei að nota Windows-
geisladiskinn ykkar. En ef þið hafið þurft að bæta við
eða setja aftur upp vélbúnað eða laga skemmda
kerfisskrá þá er þessi diskur alveg lífsnauðsynlegur –
og ef þið eruð ekki með hann við höndina getur verið
að þið tapið miklum tíma. Þið komist hjá vandræðum
ef þið afritið allar .cab-skrárnar (þjappaðar Windows-
skrár) á diskinum og setjið þær í möppu á harða
diskinum. Kallið möppuna sama nafni og vörunúmer-
ið sem stendur á diskinum. Þegar Windows biður um
að þið setjið geisladiskinn í drifið getið þið nú ein-
faldlega beint henni í þessa möppu.
HAFIÐ KERFISSKRÁRNAR VIÐ HÖNDINA
Órofinn straumur fyrir tölvuna
Vélbúnaður
ORKUÞÖRFIN
REIKNUÐ ÚT
LÆSILEIKI CD-R OG
CD-RW DISKA
VISTIÐ SKRÁRNAR
AF WINDOWS-
DISKINUM Á
TÖLVUNNI