Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 53

Tölvuheimur - 01.08.2003, Page 53
Lesandi vildi fá að vita hver væri besta leiðin til að taka öryggisafrit af Registry-möppunni – og það sem væri enn mikilvægara – að endurstilla hana Windows 98, Me og XP taka sjálfvirkt öryggisafrit af Registry möppunni með reglu- legu millibili, en það er samt sem áður öruggast að taka öryggisafrit handvirkt af henni áður en ráðist er í meiri háttar breytingar á tölvunni. Hér koma bestu leiðirnar til að taka öryggisafrit af Registry í hinum ýmsu útgáfum Windows. Windows 98: Veljið Start>Run sláið síðan inn scanreg og styðjið á <Enter>. Þegar þið fáið tilkynningu um að engar villur séu til staðar smellið þið á Yes til að taka öryggisafrit af Registry og síðan á OK. Til að endurheimta Registry-möppuna veljið þið Start>Shut Down smellið á Restart in MS-DOS mode og smellið á OK. Þegar C:WINDOWS> skipunin birtist sláið þið inn scanreg /restore (ekki gleyma að setja bil á undan skástrikinu) og styðjið aftur á <Enter>. Windows 2000: Það er engin góð leið til, til að taka öryggisafrit af Registry-möppunni í þessu stýrikerfi. Sumir nota Export möguleikann í Regedit en reynsla mín er sú að það er ekki áreiðanleg leið til að taka heildaröryggisafrit af Registry (þó svo að það virki vel þegar verið er að taka afrit af einstökum hlutum möppunnar). Til að öryggisafrita og endurstilla Registry- möppuna í Windows 2000 mæli ég með WinRescue frá Super Win Software sem kostar um 2.500 krónur (25$). Farið á find.pcworld. com/32849 til að hala niður prufuútgáfunni. Windows Me og XP: Veljið Start>Programs (All Programs í XP) >Accessories>System Tools>System Restore til að fá upp System Restore hjálparálfinn. Til að taka öryggisafrit af Registry veljið þið Create a restore point til að endurheimta Registry-möppuna veljið þið Restore my computer to an earlier time. GÖMLU <ALT>-<TAB> AÐFERÐINA TAKK! Lesandi sagðist vera ósáttur við að geta ekki flakkað á milli opinna forrita í Windows XP með því að styðja á <Alt>-<Tab> þar sem stýrikerfið sýndi opnu forritin í eins konar forskoðunarham, sem hægði á öllu ferlinu. Hann vildi fá að vita hvort hægt væri að slökkva á þessum forskoðunarmöguleika. Þessi ofhlaðna útgáfa af <Alt>-<Tab> möguleikanum er í raun ekki hluti af Windows XP heldur hluti af PowerToys for Windows XP pakkanum frá Microsoft. Þetta ókeypis tólasafn inniheldur nokkur nytsamleg tól, þar á meðal hið margumtalaða Tweak UI. Power Toy tólið sem hægir á forritaflakki lesandans er kallað Alt-Tab Replacement. Á MYND 1 eru bæði gamli <Alt>-<Tab> glugginn og Power Toys útgáfan sýnd. Það er ekki skrýtið að álykta að þetta sé aukamöguleiki fyrir Windows. Það er auðvelt að lenda í því að setja upp fleiri Power Toys tól en maður vill. Á sumum tölvum er jafnvel búið að setja upp Power Toys þegar þær eru keyptar. Það sem meira er, er að Alt-Tab Replacement tólið sést ekki á ræsivallistanum með hinum Power Toys tólunum. Til að losna við það veljið þið Start>Control Panel tvísmellið síðan á Add or remove Programs. Í listanum yfir þau forrit sem eru virk veljið þið Powertoys for Windows XP og smellið á Change. Í hjálparálfinum sem birtist þá smellið þið á Next veljið Modify og smellið aftur á Next. Veljið síðan íkonið vinstra megin við Alt-Tab Replacement og síðan This feature will not be available. Smellið á Next>Install>Finish og keyrið Windows upp aftur. ENDURKOMA ÖRVANNA Lesandi sagðist hafa notað Tweak UI til að losna við örvarnar sem birtust á flýti- leiðaríkonum en eftir að hann hefði sett upp öryggisuppfærslu fyrir Windows og Internet Explorer 6 þá hefðu örvarnar aftur skotið upp kollinum. Tweak UI forritið heldur samt ennþá að þær séu ekki þarna. Hvað er til ráða? Margir Windows 98 notendur hafa lent í því að örvarnar birtust aftur eftir að þeir settu inn öryggisuppfærslu. Tweak UI lítur svo á að örvarnar séu ekki þarna og það virkar ekki að nota forritið til að setja örvarnar á aftur og taka þær síðan aftur af. Ókeypis Fresh UI tólið frá Freshdevice kemur til bjargar. Beinið vafranum á find.pcworld.com/31472 til að ná ykkur í eintak. Í vinstri glugga Fresh UI skuluð þið fara í Windows Interface>Desktop>Shortcuts >Short- cut Arrow. Í hægri glugganum tvísmellið þið á Show arrow on shortcuts möguleikann. Takið hökin úr möguleikunum þremur sem boðið er upp á og smellið síðan á OK. www.heimur.is 53Ágúst Tölvuheimur 2003 S V O N A G E R U M V I Ð Spurt og svarað Hvernig á að endurstilla Registry-möppuna? MYND 1: Power Toys setur inn fínni valkost í stað hins einfalda <Alt>-<Tab> möguleika. Lesandi benti á hraða og auðvelda leið til að taka öryggisafrit af mörgum tölvum sem eru tengdar saman á netkerfi (t.d. með beini til að deila Internetaðgangi). Þið takið einfaldlega öryggisafrit af einni tölvu yfir á aðra á net- kerfinu. Það er fljótlegra en að taka öryggisafrit á CD-RW disk eða annan færanlegan miðil og ef það er nóg pláss á hörðu diskum tölvanna er þetta einnig ódýrara. Ef harði diskurinn á einni tölvu bilar þá eru gögnin vistuð örugglega á annarri tölvu. Hann sagðist nota QuickSync frá Iomega til að taka afritin en sama aðferð ætti að virka á flestum tegundum hugbúnaðar til öryggisafritunar. ÖRYGGISAFRITUN Á AUGABRAGÐI 

x

Tölvuheimur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvuheimur
https://timarit.is/publication/1839

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.