Tölvuheimur - 01.08.2003, Qupperneq 57
Nýjasta ofurhetjuæðið þessa
dagana snýst um gamal-
gróinn grænan jaxl, Hulk að nafni.
Sá er ekki aldeilis nýr af nálinni í
myndasöguheimum, hefur verið til
í tugi ára og notið fádæma vinsælda
í þeim geira. Í kjölfar nýrrar kvik-
myndar um kappann er auðvitað
kominn tölvuleikur, eins og vera ber
þegar tekið er á í alvöru í kynningar-
málum í Hollywood.
Ekki er sjálfgefið að tölvuleikir sem fylgja
sumarsmellum kvikmyndahúsanna séu vel úr
garði gerðir en í tilfelli Hulk hefur framleiðendum
tekist ágætlega til.
Hulk er í raun leikinn í tveimur hlutum. Sum borðin eru leikin í hlutverki
Bruce Banners og sum í gervi Hulks. Fyrir vikið verður leikurinn mun fjöl-
breyttari og heppnast þessi framsetning hér ágætlega.
Sagan er svo sem ekkert stórvirki en þjónar sínu hlutverki. Í stuttu máli
snýst þetta allt saman um baráttu Bruce Banners við illmennin Madman,
Flux og Half Life. Leiknum, eins og svo mörgum öðrum, er svo stillt upp sem
röð borða og verkefna sem þarf að leysa, annaðhvort í gerfi Bruce Banners eða
risans Hulk.
HULK BRÝTUR ALLT OG BRAMLAR
Í verkefnum Bruce Banners er leikstíllinn meira byggður á læðupokaskap og
almennu snuðri. En í þeim sem Hulk leysir af hendi er áherslan meiri á bar-
daga og slagsmál. Þá gerir stærð Hulks það að verkum að spilarinn getur beitt
ýmsum stórkarlalegum bellibrögðum sem minna helst á tortímandann í
Tekken. Rúsínan í pylsuendanum,
þegar spilað er sem Hulk, er svo að
hægt er að brjóta nánast allt í
umhverfinu og bramla að hætti
Red Faction.
Grafíkin í Hulk er ágætlega gerð.
Þar er ekki neitt sem truflar, en
heldur ekkert sem vekur sérstaka
athygli, fyrir utan reyndar grafíkina í
stuttmyndunum milli verkefna sem er öll
í anda áttunda áratugarins. Einhvern veginn
passar það mjög vel við myndasöguarfleifðina.
BANNER FÆR ERFIÐ VERKEFNI
Hljóðið er í fínu lagi, brellur vel gerðar og umhverfishljóð
raunveruleg. Tónlistin er frekar daufleg en pirrar samt aldrei nógu mikið til
að slökkt sé á henni.
Tæknilega séð er leikurinn mjög vel heppnaður. Allar hreyfingar persóna
eru liprar og ýmis bellibrögð eru höfð í frammi þegar Hulk brýtur allt og
bramlar. Helsta umkvörtunarefnið varðandi tæknilega útfærslu er að sjónar-
horn á atburðarás leiksins eru stundum pirrandi.
Hulk er skemmtilegur í spilun, en stundum eru Bruce Banner verkefnin
ívið löng og erfið. Þegar svo spilað er sem Hulk færist heldur betur fjör í
leikinn. Leikurinn er svo sem ekkert ógurlega flókinn eða djúpur, en skilar
sínu mjög vel. Helst mætti setja út á að hann sé of stuttur og þá sérstaklega
borðin sem spiluð eru sem Hulk.
Óhætt er að mæla með Hulk fyrir aðdáendur hasarleikja því leikurinn er
hin besta skemmtun og frábært að sjá vel heppnaðan leik um þessa sígildu
ofurhetju.
T Ö LV U L E I K I R
VEL HEPPNAÐUR HASARLEIKUR
Bruce Banner og Hulk leysa vandann
www.heimur.is 57Ágúst Tölvuheimur 2003
GRAFÍK 4.0
Flott grafík, ekkert einstök en
virkar vel. Stuttmyndirnar á milli
verkefna eru sérlega vel heppn-
aðar.
HLJÓÐ 4.0
Allt í sóma í Oklahóma, ekkert
sem pirrar og aldrei ástæða til að
slökkva á neinu.
TÆKNI 4.5
Mjög vel heppnaður leikur tækni-
lega séð, fá „bögg“ og allt rennur
áfram eins og vel smurt.
LEIKHÆFNI 4.0
Frábær skemmtun, aðallega
þegar spilað er sem Hulk. Eini
gallinn er að leikurinn er full-
stuttur.