Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 22
20
CTRVAL
Dr. Morbidus settist á stól og
litaðist um í þessari vistarveru,
honum var órótt innanbrjósts.
Sviti spratt á enni hans, hann
gat gjörla heyrt sinn eiginn
hjartslátt. Hann var að eðlis-
fari kaldlyndur og lét fátt á sig
fá, en í þetta skipti duldist hon-
um ekki, að eitthvað óþekkt og
skelfilegt var í vændum. —
Rétt í þessu birtist Dauðinn
frammi fyrir honum.
„Það var ég, sem sendi eftir
yður, prófessor," mælti hann,
þreytulegri röddu.
,,Ég vona, að þér fyrirgefið,
að ég ónáða yður á þessum
tíma.“
Dr. Morbidus reis á fætur og
hneigði sig djúpt. Hann var nu
fullkomlega rólegur, honum var
létt í skapi. Satt að segja lang-
aði hann mest til að hlæja. I
rauninni hafði hann aldrei
ímyndað sér hinn mikla sláttu-
mann þannig. Vissulega hafði
hann ekki átt von á að sjá hina
fornfrægu beinagrind með ljá-
inn, en hann bjóst við að sjá of-
urmannlega — eða að minnsta
kosti virðulega — persónu. En
þetta . . . Smávaxið, grindhor-
að gamalmenni, sem náði pró-
fessornum þar á ofan varla í
mitti. Andlitið var alþakið
hrukkum, hendur og fætur eins
og á barni. „Hans hágöfgi“
minnti prófessorinn einna helzt
á risavaxna sóttkveikju. Ein-
ungis þykka, dökkrauða skikkj-
an, sem hann bar, gaf til kynna,
að hér var engin venjulega per-
sóna á ferð.
Dauðinn benti prófessornum
að setjast aftur.
„Ég á bágt,“ mælti Dauðinn
veiklulegri röddu, „ég er mjög
veikur, ég er hræddur um að ég
sé að því kominn að deyja.“
Dr. Morbidus glápti á hann
eins og auli, skilningslaust.
„Fyrirgefið, yðar hágöfgi,11
mælti hann hikandi, „ég hef víst
ekki skilið . . .“
„Þér skiljið mig fullkomlega,“
mælti Dauðinn og brosti dauf-
lega, „að vísu lætur þetta nokk-
uð undarlega í eyrum, en að-
eins af því, að það var ég, sem
sagði það. Ef það hefði verið
einhver annar — já, ég ér
hræddur um að ég sé að deyja.“
„Yðar hágöfgi er að gera að
gamni sínu . .
„Ég er ekki að gera að gamni
mínu, fjarri því. Ég hefði ekki
farið að senda eftir yður til þess
eins. Ég þekki ykkur læknanna.
Hver ætli þekki ykkur reyndar