Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 85
Læknir segir frá reynslu sinni
á vígstöðvimnm.
Heilciskurðlœknir á vigstöðvunum.
Grein úr ,,Arg\osy“,
eftir dr. med. Arnold M. Moldam.
AÐ var kvöldið fyrir innrás-
ina á Okinawa. Flotinn var
að halda skilnaðarveizlu fyrir
landgönguherinn. Hinn fyrsta
apríl í dögun skyldi landgang-
an hefjast.
Aðstoðarmenn mínir sjö voru
um borð í öðru skipi. Ég hafði
síðast séð þá á eyjunni Leyte.
Ég hafði valið þá í æfingar-
stöðvunum heima í Bandaríkj-
unum, og þeir höfðu lært eins
mikið og unnt var um heila-
skurðlækningar á þeim fáu mán-
uðum, sem þeim voru ætlaðir
til undirbúnings. Johnnie, lið-
þjálfinn í hópnum, hafði verið
tvö ár í háskóla. Spence var
málari að atvinnu. Don hafði
næstum lokið háskólanámi. Leo
var sveitamaður frá Arkansas.
Shaff hafði verið verkstjóri í
verksmiðju í Ohio. Bert og
Ernie voru yngstir og höfðu ný-
lokið menntaskólanámi.
Þetta voru mennirnir, sem
áttu að hjálpa mér við uppskurð
og hjúkrun særðra hermanna.
Ég var eini læknirinn í hópn-
um.
Við slógum upp tjöldum 500
metrum frá ströndinni, en
fyrstu dagana höfðum við ekk-
ert að gera, því að ekki var mik-
ið barizt, og hjúkrunarliðið
flutti þá sem særðust, rakleitt
um borð í spítalaskipin. Á þriðja
degi kom skipun um að slá upp
skurðlæknistjaldi fast að baki
víglínunnar. Ég og félagar mín-
ir vorum skildir eftir. Um kvöld-
ið fengum við skipun um að
mæta í skurðtjaldinu, því að
nokkrir hermenn með höfuðsár
biðu aðgerðar. Við tíndum sam-
an tæki okkar og Johnnie og
Ernie komu með mér. Nóttin
var dimm, en miklir eldar fyr-
ir framan víglínuna gáfu til
kynna, að fallbyssur okkar væru
önnum kafnar. Við töluðum fátt
á leiðinni í jeppanum. Hvernig
skyldi fyrsti sjúklingurinn
verða ? Hvernig átti ég að fram-