Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 59
GINNTUR TIL SAGNA
57
Ef hann var morðinginn, mundi
ekki verða auðvelt að fá hann
til að játa. Með því að enginn
áþreifanleg sönnunargögn voru
fyrir hendi var eina ráðið að fá
hann til að tala um glæpinn.
Fyrsta ráð hans var feng-
ið beint úr alkunnri og sígildri
leynilögreglusögu eftir Conan
Doyle: Baskervilleshundurinn.
I þessari Sherlock Holmes sögu
lætur höfundurinn hundsýlfur
að næturlagi skjóta heilli sveit
skelk í bringu, en þó einkum
nokkrum tilteknum einstakling-
um. Svo vildi til, að stór hund-
ur var á sveitasetrinu þar sem
Heideman vann. Hundurinn var
grimmur og þess vegna hafður
í girðingu. Schindler lét einn af
mönnum sínum laumast að
girðingunni þrisvar á nóttu —
klukkan 12, 2 og 4 — og kasta
steinum í hundinn. I meira en
viku mátti heyra þrisvar á
nóttu skerandi ýlfur hundsins í
marga kílómetra fjarlægð.
Á hverjum morgni voru hin-
ir grunuðu athugaðir í laumi til
að sjá hvaða áhrif hundsýlfr-
ið hefði á þá. Einkum gaf
Schindler nánar gætur að Heide-
man. Eftir tíu daga var slóð
hans rakin til læknis. Schindler
bað lækninn, í nafni réttlætis-
ins, að segja sér hvað Heideman
hefði viljað.
,,Það var út af hundsýlfri,“
sagði læknirinn. „Hann heyrir
það alltaf þrisvar á hverri nóttu,
og það er að gera hann brjálað-
an.“
„Hvað ráðlögðuð þér hon-
um?“ spurði Schindler."
Ég ráðlagði honum að breyta
um umhverfi.“
Heideman var veitt eftirför
til New York, þar sem hann
leigði sér herbergi við Sjötta-
stræti. Hann var bersýnilega
vanafastur, því að hann borð-
aði allar máltíðir á sama veit-
ingahúsi og sama tíma.
Schindler þótti líklegt að
Heideman mundi fagna að fá fé-
lagsskap, einkum Þjóðverja. Á
skrifstofu Burns var ungur
þjóðverji, Karl Neimiester að
nafni. Honum var uppálagt að
venja komur sínar á sama veit-
inghús og Heideman. Hann
hafði jafnan með sér Staats-
Zeitung, þýskt dagblað gefið út
í New York. Dag nokkurn yrti
Heideman á hann. „Ég sé að
þér eruð þjóðverji“ sagði hann.
„Ég heiti Frank Heideman."
„Og ég heiti Karl Neimi-
ester.“ •
Þeir fóru saman í bíó, og upp
8