Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 48

Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 48
46 tJKVAL jafnvísan og fáráðlingar og fant- ar. Hin glæsilegasta menning stefnir að hrörnun og upplausn. Ég fullyrði ekki, að kristin trú gefi greið svör við öllum þeim spurningum, sem hljóta að vakna, þegar horft er opnum augum á þessar flóknu stað- reyndir, eða að hún leysi allt, sem mannshugurinn glímir við, en hitt fullyrði ég, að hún hef- ur til málanna að leggja og á erindi við menn, sem eiga úr vöndu að ráða. Eini staðurinn í biblíunni, þar sem spurningin ,,hvað er maðurinn?“ er borin fram, er í áttunda sálmi Da- víðs. Henni er ekki svarað þar eða neinsstaðar annarsstaðar með beinni skilgreiningu, en svo vill til, að kaflinn, sem hún er í, er góð byrjun til skilnings á viðhorfi kristinnar trúar til mannsins. ,,Þá er ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefur skapað, — hvað er þá maðurinn þess að þú minnist hans og mannsins barn, að þú vitjir þess? Og þó lézt þú hann lítið á vanta við Guð; með sæmd og heiðri krýndir þú hann. Þú lézt hann ríkja yfir handaverk- um þínum; allt lagðir þú að fót- um hans.“ Hér játar maðurinn, að hann sé veikburða og lítilmótleg vera í samanburði við víðáttu og var- anleik alheimsins, sem er um- gjörð um tilveru hans. En hann játar jafnframt, fullur undrun- ar, að guð, skapari alheimsins, minnist hans og vitji hans, og hafi jafnvel gert hann að fuli- trúa og umboðsmanni sínum gagnvart öllu, sem er fyrir neð- an hann á stigum tilverunnar. Með þessu er átt við, að maður- inn sé að vísu sköpuð vera og hluti af hinum skapaða heimi, en hafi jafnframt sérstöðu og köllun í honum. Hann er ó- æðri guði, en æðri náttúrumii. Hann er ábyrgur gagnvart guði framar öllum öðrum skepnum (að minnsta kosti öllum skepn- um, sem við þekkjum), og guð hefur lagt honum á herðar á- byrgð, sem engin önnur skepna þarf að taka á sínar herðar, eða hefur tækifæri til að taka á sín- ar herðar. Þessi sérstaða manns- ins er einnig skýrt mörkuð í sköpunarsögu biblíunnar, þar sem segir, að guð hafi skapað manninn í sinni eigin mynd, en það er sú líking, sem kristin guðfræði hefur mest notað, þeg- ar hún hefur viljað skýra þenn- an þátt í tilveru mannsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.