Úrval - 01.10.1950, Page 48
46
tJKVAL
jafnvísan og fáráðlingar og fant-
ar. Hin glæsilegasta menning
stefnir að hrörnun og upplausn.
Ég fullyrði ekki, að kristin
trú gefi greið svör við öllum
þeim spurningum, sem hljóta að
vakna, þegar horft er opnum
augum á þessar flóknu stað-
reyndir, eða að hún leysi allt,
sem mannshugurinn glímir við,
en hitt fullyrði ég, að hún hef-
ur til málanna að leggja og á
erindi við menn, sem eiga úr
vöndu að ráða. Eini staðurinn
í biblíunni, þar sem spurningin
,,hvað er maðurinn?“ er borin
fram, er í áttunda sálmi Da-
víðs. Henni er ekki svarað þar
eða neinsstaðar annarsstaðar
með beinni skilgreiningu, en svo
vill til, að kaflinn, sem hún er
í, er góð byrjun til skilnings á
viðhorfi kristinnar trúar til
mannsins. ,,Þá er ég horfi á
himininn, verk handa þinna,
tunglið og stjörnurnar, er þú
hefur skapað, — hvað er þá
maðurinn þess að þú minnist
hans og mannsins barn, að þú
vitjir þess? Og þó lézt þú hann
lítið á vanta við Guð; með sæmd
og heiðri krýndir þú hann. Þú
lézt hann ríkja yfir handaverk-
um þínum; allt lagðir þú að fót-
um hans.“
Hér játar maðurinn, að hann
sé veikburða og lítilmótleg vera
í samanburði við víðáttu og var-
anleik alheimsins, sem er um-
gjörð um tilveru hans. En hann
játar jafnframt, fullur undrun-
ar, að guð, skapari alheimsins,
minnist hans og vitji hans, og
hafi jafnvel gert hann að fuli-
trúa og umboðsmanni sínum
gagnvart öllu, sem er fyrir neð-
an hann á stigum tilverunnar.
Með þessu er átt við, að maður-
inn sé að vísu sköpuð vera og
hluti af hinum skapaða heimi,
en hafi jafnframt sérstöðu
og köllun í honum. Hann er ó-
æðri guði, en æðri náttúrumii.
Hann er ábyrgur gagnvart guði
framar öllum öðrum skepnum
(að minnsta kosti öllum skepn-
um, sem við þekkjum), og guð
hefur lagt honum á herðar á-
byrgð, sem engin önnur skepna
þarf að taka á sínar herðar, eða
hefur tækifæri til að taka á sín-
ar herðar. Þessi sérstaða manns-
ins er einnig skýrt mörkuð í
sköpunarsögu biblíunnar, þar
sem segir, að guð hafi skapað
manninn í sinni eigin mynd, en
það er sú líking, sem kristin
guðfræði hefur mest notað, þeg-
ar hún hefur viljað skýra þenn-
an þátt í tilveru mannsins.