Úrval - 01.10.1950, Blaðsíða 51
MAÐURINN: FRÁ SJÖNARMIÐI KRISTINDÓMSINS
49
stigi, þegar mennirnir standa
andspænis Jesú Kristi, að upp-
reisn þeirra gegn guði kemur
greinilegast í ljós. Það er fjarri
því, að Kristur skjalli mennina
með því að segja þeim hve góð-
ir þeir séu í hjarta sínu; þvert
á móti: hann afhjúpar á hrein-
skilinn og skýran hátt eigingirni
þeirra, hroka, miskunnarleysi,
taumlausar ástríður og metorða-
girnd, sem eitrar mannlífið og
veldur margvíslegum hörmung-
um. Það voru ekki aðeins vond-
ir menn, sem fundu til sektar
sinnar í návist Krists, heldur
einnig góðir menn. Þeim varð
Ijóst, að annaðhvort urðu þeir
að lúta honum — eða losa sig
við hann, ef þeir gátu. Með því
á ég ekki við, að Kristur hafi
fyrstur opinberað hið illa í hjört-
um mannanna eða fordæmt upp-
reisn þeirra gegn guði. Höfund-
ar gamla testamentisins voru
ekki blindir á fráhvarf mannsins
sem þeir kölluðu ,,synd“. Spá-
menn hebrea höfðu fordæmt það
með sterkum orðum. I sálmun-
um er, eins og við sáum áðan,
talað um manninn krýndan
sæmd og heiðri, en þar er líka
talað um hann sem veikburða og
vesælan. Á eftir sköpunarsög-
unni í biblíunni, þar sem talað
er um manninn skapaðan í guðs
mynd, kemur sagan um fall hans
úr þessari háu stöðu og hvernig
honum tapast þessi samstilling
við guð, meðbræður og náttúru,
sem Eden táknar á barnslegan
en sígildan hátt.
En dæmisagan um glataða
soninn er miklu áhrifameiri lýs-
ing á uppreisn mannsins gegn
guði og afleiðingum hennar, en
sagan um brottreksturinn úr
Eden. Og áhrifameiri en báðar
þær sögur er veruleikinn: kross-
festing Mannsins, sem var sýni-
leg mynd hins ósýnilega guðs.
Með krossfestingu guðs sonar og
mannsins sonar sýndu mennirn-
ir, hve mjög þeir höfðu allir f jar-
lægzt hið rétta hlutverk sitt. Eg
sagði ,,allir“ af ásettu ráði.
Krossfestingin var ekki verk
fáeinna óvenjulegra glæpa-
manna. Hún var verk samfélags
sem ekki stóð í neinu að baki
öðrum mannlegum samfélögum.
Hún var verk gyðingdómsins,
sem er og var háleit trúarbrögð
og má með rétti taka sem full-
trúa allra trúarbragða. Hún
var verk rómverska keisara-
dæmisins, sem var ekki verra en
önnur stjórnarkerfi fyrr og síð-
ar og líta má á sem fulltrúa
allra stjórnarkerfa. Og almenn-
7