Bókaskrá Bóksalafélags Íslands - 01.12.1970, Blaðsíða 2

Bókaskrá Bóksalafélags Íslands - 01.12.1970, Blaðsíða 2
ODDUR BJORNSSON prentmeistari og bókaútgefandi. Oddur Björnsson var fæddur að Hofi í Vatnsdal 18. júlí 1865. Foreldrar hans voru hjónin Rannveig Sigurðardóttir og Björn Odds- son bóndi bar. Árið 1881 hóf Oddur prentnám í ísafoldarprentsmiðju og lauk því 1886. Hann sigldi til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms í iðn sinni 1889 og vann þar til 1901 að hann fluttist til Akureyrar. 1 Kaupmannahöfn kvæntist hann Ingibjörgu Benjaminsdóttur frá Stóru-Mörk i Laxórdal. Eignuðust þau 4 börn og eru 3 þeirra á lífi. I Kaupmannahöfn hóf Oddur starf, sem gerði hann þegar i stað þjóðkunnan, og lengi mun halda nafni hans á loft, þar sem getið verður islenzkrar bókaútgófu og bókagerðar, en það var útgáfa rit- safnsins Bókasajn alþýSu, sem hóf göngu sína 1897 og hlaut mjög góðar viðtökur, bæði almennings og þeirra, er þess gótu á prenti. Bókasafn alþýðu kom út í 6 ár, tvær bækur eða hefti á ári. Fyrsta bókin var Þyrnar eftir Þorstein Erlingsson. Eftir að til Akureyrar kom helgaði Oddur Björnsson sig starfi sinu, prentiðn og bókaútgáfu, en var þó við mörg mál riðinn á fyrri órum sínum, því að áhugamél hans voru margvísleg. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Iðnaðarmannafélags Akureyrar, og formaður þess frá stofnun um langt skeið. Kom hann til leiðar stofn- un lðnskóla Akureyrar og var lengi formaður í stjórnarnefnd hans. Iðnaðarmannafélagið kaus hann heiðursfélaga sinn 1935 i þakk- lætisskyni fyrir margháttuð störf í þágu iðnaðarmanna og iðnmála. Einnig átti hann mikinn þátt í stofnun Heimilisiðnaðarfélags Norð- urlands, Sjúkrasamlags Akureyrar og Dýraverndunarfélags á Akur- eyri og var um skeið ötull starfsmaður í Góðtemplarareglunni á Akureyri. Þá var Oddur um skeið í bæjarstjórn Akureyrar. Árið 1922 fól ríkisstjórnin honum að vinna að undirbúningi rikisprentsmiðju á íslandi og ferðaðist hann erlendis einkum á Þýzkalandi rúmt ár til að vinna að því méli. Tvisvar sinnum hlaut Oddur heiðursviðurkenningu fyrir iðn sína á iðnsýningum. Heiðursborgari Akureyrar var hann kjörinn 1935 og Stórriddari hinnar islenzku fálkaorðu 1938. Hann andaðist eftir langa og stranga vanheilsu 5. júlí 1945. Stefán Stefánsson tók skrána saman Prentsmidjan Leiftur

x

Bókaskrá Bóksalafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókaskrá Bóksalafélags Íslands
https://timarit.is/publication/1844

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.