Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Blaðsíða 7
því fengið aukið öryggi um afkomu sína næsta
árið. Gengi krónunnar er ekki lengur í hættu.
Menn þurfa nú ekki lengur að flýta sér með
iramkvæmdir af ótta við yfirvofandi kaup- og
verðlagshækkanir.
Ef áframhald verður á þeirri stefnu í launa-
tnálum, sem mörkuð var með samkomulaginu nú
i þessum mánuði, má í raun og veru segja, að
ný viðhorf hafi skapazt í íslenzkum launamálum.
Vonir ættu þá að standa til þess, að árlegar grunn-
kaupshækkanir verði ekki meiri en svarar til
árlegrar framleiðniaukningar, þannig að verðlag
mnanlands og gengi erlends gjaldeyris ætti að
geta haldizt stöðugt um langt tímabil. En þar
með væru einmitt fengnar forsendurnar fyrir því,
að hagvöxturinn gæti orðið sem örastur og lífs-
kjarabótin sem mest. Jafnframt væri þá fenginn
binn æskilegasti grundvöllur fyrir þvi að afnema
þær hömlur á viðskiptum, sem óvissan, sem siglt
liefur í kjölíar ringulreiðarinnar í kaupgjalds-
og verðlagsmálunum, hefur enn gert nauðsynleg-
ar. Þetta er að mínu viti meginþýðing launasam-
komulagsins, sem nú hefur verið gert.
Ég þykist vita, að ýmsir hafi nokkrar áhyggjur
af því, að einn þáttur þessa samkomulags gerir
táð fyrir vísitöluuppbótum á laun. Það er ekki
oeðlilegt, af því að enginn vafi er á, að vísitölu-
kerfið, sem hér var við lýði 1939—1960, var stór-
skaðlegt íslenzkri efnahagsþróun. En höfuðástæða
þess, að það var stórskaðlegt, var sú, að allt þetta
tímabil áttu sér stað alltaf öðru hvoru óraun-
bæfar hækkanir á almennu kaupgjaldi, hækkan-
lr> sem voru mun meiri en samtíma hækkun á
iramleiðni þjóðarbúsins. Jafnvel án visitölukerf-
isins hefðu átt sér stað hér skaðlegar víxlhækk-
anir verðlags og kaupgjalds. En vísitölukerfið
margfaldaði síðan áhrif þessara víxlhækkana og
gerði þær þar með ennþá miklu skaðlegri. Ef
hér hefði verið jafnvægi í þróun kaupgjalds og
verðlags, svo sem átt heiur sér stað í sumum ná-
iaegum löndum, hefði vísitölufyrirkomulag á
launagreiðslum alls ekki þurft að vera skaðlegt,
heldur hefði það getað verið einn þáttur þess
að tryggja slíkt jafnvægi. Og það er einmitt þetta
sjónarmið, sem olli því, að ríkisstjórnin taldi rétt
að taka vísitölufyrirkomulagið nú upp aftur.
bramtíðarþróunin er öll komin undir því, að nú
takist að varðveita jafnvægi milli kaupgjaldsþró-
t'narinnar og verðlagsþróunarinnar, þ. e. a. s. að
kaupgjaldið hækki í samræmi við framleiðni-
aukninguna, hvorki meira né minna. Þá ætti verð-
^ag í landinu að geta haldizt nokkurn veginn
stöðugt. Og þá ætti vísitölutryggingin ekki að
ljurfa að hafa skaðleg áhrif. En hún gæti hins
vegar stuðlað að því, að samtök launþega yrðu
iúsari en ella til skynsamlegri samninga um
VERZLUNARTÍÐINDIN
launahækkanir, sem takmarkaðar væru við raun-
verulega framleiðniaukningu þjóðarbúsins. Og
ef svo væri, þá stuðlaði vísitölufyrirkomulagið
að jafnvægi í kaupgjalds og verðlagsmálunum
og gerði þannig gagn, gagnstætt þeim skaða, sem
það olli, meðan algjört jafnvægisleysi og raunar
ringulreið ríkti í launa- og verðlagsmálum.
I þessu sambandi er þó rétt að geta mjög mik-
ilvægs atriðis, sem mér vitanlega hefur ekki verið
vakin athygli á opinberlega fram til þessa. Þýð-
ing vísitöluákvæðanna í launasamkomulaginu
lýtur ekki aðeins þvi, að kaupgjald launþega á
framvegis að breytast x hlutfalli við bieytingar
á framfærslukostnaði, þannig að kaupmáttur
teknanna sé tryggður, lieldur ekki síður á hinu,
að núverandi lífskjör ber að tryggja. A s.l. ári
hækkaði almennt kaupgjald um sem svarar 30%.
í kjölfar þessa og aukinna framkvæmda sigldi
að sjálfsögðu svo mikil kaupmáttaraukning, að
hjá því gat ekki íarið, að verulegur halli yxði
á greiðsluviðskiptunum við útlönd, enda varð
hallinn, eins og ég gat um áðan, um það bil 250
millj. kr. Kaupmátturinn innanlands jókst m. ö.
o. á s.l. ári mun meira en framleiðsluaukning
þjóðarbúsins nam, og kom það fram í greiðslu-
hallanum gagnvart útlöndum. Ástæða þess, að
250 millj. kr. greiðsluhalli í utanríkisviðskiptun-
um olli ekki rýrnun gjaldeyrisstöðunnar, sem
þvert á móti batnaði um 160 millj. kr., var sú,
að tekin voru erlendis lán til langs tíma umiram
afborganir. Námu erlendar lántökur til langs
tíma á s.l. ári 392 millj. kr. umfram endurgreiðsl-
ur, en stutt erlend vörukaupalán hækkuðu um
tæpar 70 millj. kr. Enn er útlit fyrir greiðsluhalla
á þessu ári vegna hins mikla innlenda kaupmátt-
ai', og þennan halla verður að sjálfsögðu að jafna.
Við getum ekki nema að nokkru haldið áfram að
jafna hann með eilendum lántökum, jafnvel þó
við eigum kost á þeim til langs tíma. Gera vei'ð-
ur því ráðstafanir til þess að jafna greiðsluhall-
ann með því að laga eftirspurnina eftir raun-
verulegri þjóðarframleiðslu.
Eitt mikilvægasta atriði launasamkomulagsins
eða öllu heldur ákvæðis þess um vísitöluuppbót-
ina er einmitt fólgið í því, að það skuldbindur
þjóðarheildina til þess að jafna greiðsluhallann
við útlönd, þ. e. a. s. takmarka eftirspurnina inn-
anlands, án þess að rýra kaupmátt launa laun-
þega. En ef kaupmáttur launa launþega á að
haldast óbreyttur, en greiðsluhallinn við útlönd
engu að síður að jafnast, þá er ekki til þess önnur
leið en sú að draga nokkuð úr fjárfestingu. Þetta
verður öllum aðilum að vera ljóst. Ríkisstjórnin
mun ekki grípa til neins konar fjárfestingareftir-
lits í þessu skyni, heldur mun það verða hlutverk
bankakerfisins og fjármálastjórnar ríkisins að
39