Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 11

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Side 11
Afgreiðslutími verzlana í Reykjavík eftir Jónas Gannarsson íormann Féla^s kjötveezlana í Reykjavík Jónas. Að undanförnu hafa staðið yfir all harðar deilur um afgreiðslutíma verzlana í Reykjavík. Um þessi mál hefur verið mikið ritað og rætt, en þótt ótrúlegt megi virðast, þá hefur lítið borið á að meirihlutavilji kaupsýslumanna og verzlunarfólks kæmi skýrt í ljós. Ég vil nú í fáum orðum leitast við að skýra sjónarmið þess- ara aðila, og jafnframt sýna fram á, að þau geta verið jafn hagkvæm jafnt neytendum sem verzl- ttninni og þeim, er við liana vinna. Eins og kunnugt er samþykkti Borgarstjórn Reykjavíkur s.l. vetur nýja reglugerð um af- greiðslutíma verzlana o. fl. Reglugerð þessi var æði lengi í deiglunni hjá Borgarstjórn, en hún fól í sér meðal annars að þær verzlanir, sem höfðu þau forréttindi að mega selja, ýmist um söluop eða í opnum búðum hvers konar varning til kl. 11.30 daglega, voru sviptar þeirri sérstöðu, þá var einnig takmarkað nokkuð hvaða vöruteg- undir hinir svonefndu söluturnar máttu selja og þeim einnig gert að selja einungis um söluop. Eins og áður getur þá var reglugerðin lengi t smíðum, enda gerð að vel athuguðu máli. M. a. var skrifstofustjóri borgarstjóra, Páll Líndal, sendur utan til að kynna sér afgreiðsluhætti og annað er þessi mál varðar, í nágrannalöndunum, auk þess sem Sigurður Magnússon, form. Kaup- ntannasamtaka íslands, sem ásamt Páli Líndal samdi frumdrög að hinni nýju reglugerð, reyndi eftir því sem unnt var að samrýma sjónarmið kaupsýslumanna í málinu, og að reglugerðin hæmi sem mest til móts við réttlátar kröfur neyt- enda, án þess að leggja á verzlunina kvaðir, sem °hjákvæmilega hefðu í för með sér stórfelldar hækkanir á vöruverði. f samþykktum borgarstjórnar er gert ráð fyrir að leyfa rýmri afgreiðslutíma verzlana, en áður hefur tíðkast, þó að því tilskyldu að samkomu- lag næðist við hlutaðeigandi aðila. Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur hefur í sínum kjara- samningi skýr ákvæði um afgreiðslutíma verzl- VERZLUNARTÍÐINDIN ana í borginni. Viðsemjendur V. R. og þá fyrst og fremst matvörukaupmenn hugðust notfæra sér þessa rýmkun afgreiðslutíma þannig að taka upp skiptiverzlun, og ráðgerðu að ein til tvær matvöruverzlanir væru að jafnaði opnar í hverju hverfi til kl. 11 e. h. Hófu þeir því samningavið- ræður við fulltrúa V. R. til að reyna að fá þá til að veita leyfi fyrir þessa þjónustu. Þær við- ræður hafa engan árangur borið, þar sem V. R. þvertekur fyrir að neinar breytingar séu gerðar á þessu stigi málsins. Það er því staðreynd að málin standa þannig i dag að engra breytinga er að vænta á núverandi ástandi nema V. R. breyti afstöðu sinni, því enignn trúir því, að borgarstjórn Reykjavíkur ætli sér þá dul að ganga í berhögg við gerða kjarasamninga Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur við atvinnurek- endur með því að gera einhverjar breytingar á gildandi reglugerð, sem aðilar geta ekki sætt sig við. S.l. sumar, nánar tiltekið dagana 20., 21. og 22. ágúst, fór fram á vegum Félags matvörukaup- manna í Reykjavík skrifleg atkvæðagreiðsla um þessi mál. Af 81 félaga, sem atkvæði greiddi, vildu einungis 25 að söluopafyrirkomulagið héldi áfram, en 56 greiddu atkvæði á móti því. Rétt er að athuga viðhorf neytenda til þeirra breyt- inga, sem gerðar hafa verið. Auk sérréttinda kaup- manna, þ. e. a. s. þeirra, er kvöldsöhdeyfi höfðu, hafa ýmsir leikmenn geystst fram á ritvöllinn eða í ræðustóla hafandi litla eða enga þekkingu á málinu og ekki heldur hirt um að reyna að afla hennar, reynandi að telja almenningi trú um að verið sé að svipta hann einhverjum sjálfsögð- um rétti og lífsþægindum. Ekki hefur þó ennþá tekizt betur til hjá þessum mannvinum en svo, að þegar Neytendasamtökin efndu til almenns mótmælafundar um málið, mættu aðeins um 100 rnanns, þar af einungis ein húsmóðir, en margir hafa haldið því fram, að breytingin kæmi harðast niður á húsmæðrum. 43

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.