Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Blaðsíða 15

Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Blaðsíða 15
Hvað svo sem annars má segja um dóminn, þá tel ég þó, að okkur beri fyrst og fremst að fagna því sem er jákvætt við hann, en það er sá friður, sem hann skapar á vinnumarkaðinum. Verðlagsmál: Það hefur ekki farið hjá því nú frekar en und- aníarið að við ættum í stríði við verðlagsstjóra og Framleiðsluráð landbúnaðarins en nú hefur þó sem betur fer orðið all góður árangur af því starfi og ber þar sérstaklega að þakka þeim, sem forgöngu hafa átt urn það efni fyrir okkar hönd og þá sérstaklega stjórn Kaupmannasamtakanna, og ennfremur skilningi félagsmanna og virkri þátttöku þeirra í baráttunni fyrir þessum mál- um, sérstaklega vel unnu og skipulögðu starfi verðlagsmálanefndar íélagsins, sem var sameigin- leg með Félagi kjötverzlana og aðstoð Ólafs J. Ólafssonar endurskoðanda. Á því er enginn vafi, að þau gögn og þær skýrslur, sem félagsmenn beittu sér fyrir að unn- ar væru, til þess að sýna rekstursafkomu fyrir- tækjanna að undanförnu hafa átt drjúgan þátt í þeim árangri, sem náðist. En það er ennfremur álit stjórnar félagsins, að sá vísir að normtölum, sem skýrslur þessar eru, hafi verið bráðnauðsyn- legur liður í allri þeirri baráttu sem háð var. En félagsmenn verða líka að gera sér Ijósa grein fyrir því, að í framtíðinni megum við aldrei láta það henda okkur að hafa ekki á takteinum slík gögn, ef við þyrftum á ný að kljást við verðlags- yfirvöld. En það er ekki einasta gagnvart verð- lagsyfirvöldum, sem slíkar skýrslur eru nauðsyn- legar, heldur eru þær kannski fyrst og fremst gagnlegar okkur sjálfum í sambandi við rekstur okkar á fyrirtækjunum. Það er því áskorun okkar til félagsmanna, að þeir búi nii strax út skýrslu- form þau, sem Ólafur J. Ólafsson liefur látið gera fyrir okkur, og korni þeim síðan útfylltum til úrvinnslu til þess að upplýsingar um rekstur fyrirtækjanna síðastliðið ár liggi sem allra fyrst fyrir, okkur öllum til hags. Ég hef hér að framan einungis drepið á nokk- l*r af þeim helztu málum, sem efst liafa verið á baugi í félaginu á síðastliðnu starfsári, en að sjálfsögðu er urmull af rnálum sem félagið hefur talað um á fundum sínum og rætt, auk þess sem €mstakar nefndir hafa verið starfandi að ýmsum sermálum. Þannig gat ég um „bjargráðanefnd- tna“ í upphafi niáls míns. Hún sat nokkra fundi °g á hennar vegum var sent úr umburðarbréf til allra félagsmanna, til Jress að kanna það, hvort almennt myndi vera um fjárhagsleg vandræði að tæða hjá verzluninni, og þeim gefinn kostur á sem vildu, að nefndin hefði meðalgcingu um samninga, sem nauðsynlegir væru taldir vegna VERZLUNARTÍÐINDIN slíkrar greiðslu eða fjárhagsvandræða. Fkki mun þó hafa komið nein beiðni til nefndarinnar um slíka meðalgöngu. Ávaxtanefnd hefur verið starfandi nú eins og að undanförnu undir forustu Bernhards Arnar og má segja, að starf þessarar nefndar sé nú ekki síður veigamikið en áður var, þó að álagning á ávexti hafi verið gefin frjáls. Ég vil flytja Bern- hardi Arnar sérstakar þakkir félagsins fyrir starf hans í þágu nefndarinnar að undanförnu og ég vil sérstaklega nota Jretta tækifæri til þess að bera fram ósk um að við megum sem lengst njóta starfa Bernhards í málum þessum, um leið og ég vil flytja honum árnaðaróskir í tilefni sex- tugsafmælis hans sem hann átti á síðastliðnu starfsári. Ég mun nú ekki hafa þessi orð fleiri að sinni en mun að sjálfsögðu svara fyrirspurnum ef ein- hverjar kvnnu fram að koma. Ég vil að endingu þakka samstjórnarmönnum mínum fyrir ánægjulegt, óeigingjarnt og fjörugt samstarf á liðnu starfsári og félagsmönnum öll- um fyrir þann jákvæða skerf, sem þeir hafa lagt okkur sem í stjórninni erttm í baráttunni fyrir hagsmunamálum félagsins. Auk þess vil ég alveg sérstaklega þakka Sveini Snorrasyni framkvædastjóra Kaupmannasamtak- anna, fyrir gott samstarf á liðnu starfsári en hann var tilbúinn með holl ráð og aðstoð sína hvenær sem á þurfti að halda. Samheldni og virkri þátttöku félaganna, já- kvæaðri gagnrýni, en fullkominni tillitsemi til hagsmuna heildarinnar og réttlátu mati á því hvað heildinni er fyrir beztu getum við þakkað Jrað sem árangur hefur borið, en sundrungu, ósamlyndi, neikvæðri gagnrýni og tillitsleysi við náungann getum við kennt um það sem miður hefur tekizt. Þessi er mín reynsla af störfum mín- um fyrir félagið undanfarin tvö ár. Þessari reynslu er ég nú ríkari en áður en ég tók að mér starf Jretta. Fyrir Jressa reynslu vil ég nú þakka. ------->■> ! Hefar Jjú skilað skýrslum til Ólafs J. Óíalssonar j endurskoðanda? j ! Félaé niaívörukaupmanna. 47

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.