Verzlunartíðindi - 01.06.1964, Qupperneq 24
r
Ný verzlun hefur verið opnuð á Húsavík. Ber
hún nafnið Hringey og er til húsa við Garðars-
braut 20. Hringey verzlar aðallega með tilbúinn
fatnað karla og kvenna, svo og snyrtivörur.
Eigandi verzlunarinnar er Stefán Benediktsson,
áður afgreiðsfumaður.
▼
Danskur vísindamaður, magister Uff Kjær-
Hansen, var hér á íerðinni snemma í vor, í boði
viðskiptadeildar Háskóla Isíands. Flutti hann
tvo ffokka fyrirlestra. Hinn fyrri var um notkun
fjölmiðlunartækja (massekommunikationsmidler)
í nútima þjóðfélagi.
Hinn síðari fjallaði um gerð augfýsinga og
nothæfni þeirra í sölustarfseminni.
Verzlunartíðindin hafa fengið leyfi til að birta
síðari flokkinn, og mun hann koma í næstu
blöðum.
▼
Kristinn Reyr, kaupmaður í Keffavík, er auk
þess að vera ljóðskáld, einnig tónskáld.
Á 20 ára afmæli lýðveldis á íslandi gaf hann
út sérprentað ljóð og lag, sem hann nefnir:
Frjálsa Island.
Kvæðið sendi hann Verzlunartíðindunum og
birtum við það á öðrum stað hér í blaðinu, en
því miður gátum við ekki látið lagið fylgja með.
▼
Þorgeir bóndi í Gufunesi var í útreiðartúr með
Sigurði Ólafssyni, söngvara, og riðu þeir upp
Mosfellsheiði og upp í Vötn. Þorgeir var á jarpri
skeiðhryssu, hinum mesta kjörgrip.
Er þeir korna í Vatnaásinn æja þeir hjá sælu-
húskofanum og verður Þorgeiri litið yfir Sand-
skeiðið. „Hér er fallegur skeiðvöllur og gaman
væri að leggja hana hér þá Jörpu.“
„Og draga ekki af henni," bætir Sigurður við.
Snarast Þorgeir þá á bak merinni og svo mikil er
reiðin, að Sigurði finnst fíkjast flugtaki frekar
en skeiðspretti.
Hylst nú völlurinn jóreik og maður og hross
hverfa í mökkinn.
Þegar skeiðið er runnið rofar til og sér þá Sig-
urður að knapinn og sú jarpa hafa endastungizt
út í móa. En Þorgeir er enginn aukvisi, hann
snarast aftur á bak hryssunni og kallar til Sig-
urðar:
„Ja, nú var ég heppinn að merin skyldi ekki
hálsbrotna og ég drepa mig, því þá heíði ég orð-
ið að ganga heim.“
56
VERZLUNART ÍÐINDIN