Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 12
14 LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100
kerfum. Þessar niðurstöður undirstrika að meðferð og eftirfylgni WM
skuli taka mið af víðtækri ónæmisbælingu þessa sjúklingahóps.
v04 Áhrif offitu á góðkynja einstofna mótefnahækkun:
Lýðgrunduð rannsókn
Maríanna Þórðardóttir1, Sigrún Helga Lund1, Ebba K Lindqvist2, Rene Costello3,
Debra Burton3, Neha Korde4, Sham Mailankody3, Guðný Eiríksdóttir5, Lenore J
Launer6, Vilmundur Guðnason5, Tamara B Harris6, Ola Landgren4, Sigurður Yngvi
Kristinsson7
1Háskóla Íslands, 2Karolinska Institutet Stokkhólmi, Svíþjóð, 3National Cancer Institute,
National Institute of Health, 4Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, Bandaríkjunum,
5Hjartavernd, 6National Institute on Aging, National Institute of Health, Bandaríkjunum,
7læknadeild Háskóla Íslands
inngangur: Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) er fyrirbæri
sem einkennist af hækkun á einstofna mótefni í blóði án þess að skil-
merkjum um tengda illkynja sjúkdóma sé fullnægt og er flokkað sem for-
stig mergæxlis. Orsök MGUS er að miklu leyti óþekkt. Tvær rannsóknir
hafa skoðað sambandið á milli offitu og MGUS og gefið mismunandi
niðurstöður, rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á samband á milli
offitu og mergæxlis. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort
offita auki líkur á MGUS og MGUS af völdum léttra keðja (LC-MGUS).
efniðviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á þátttakendum úr AGES
rannsókninni (n=5764). Próteinrafdráttur og mæling á léttum keðjum í
blóði var framkvæmt á öllum þátttakendum til að greina MGUS og LC-
MGUS. Fjölmargar mælingar voru notaðar til að meta offitu. Sambandið
var skoðað með lógístískri aðhvarfsgreiningu. Áhættuhlutfall var reiknað
í Cox-líkani til að skoða áhrif offitu á framþróun MGUS yfir í mergæxli.
niðurstöður: Alls greindust 299 (5.2%) með MGUS og 33 (0.6%) með LC-
MGUS. Ekkert samband fannst á milli offitu og MGUS eða LC-MGUS.
Offita við 55 ára aldur hafði áhrif á framþróun MGUS yfir í mergæxli (HR
3.20; 95% CI 1.15 - 8.88).
ályktanir: Í þessari rannsókn fundum við ekkert samband á milli offitu
og MGUS eða LC-MGUS. Offita við 55 ára aldur hafði áhrif á framþróun
yfir í mergæxli. Margir mismunandi þættir geta orskað offitu, sem gæti
skýrt ósamræmi milli rannsókna. Framtíðarrannsóknir á þessu sviði ættu
að leggja áherslu á þá mismunandi lífsstílstengdu þætti sem orsaka offitu
til að auka skilning á orsökum MGUS.
v05 Áhrif fjölskyldusögu um eitilfrumusjúkdóma á lifun sjúklinga
með mergæxli
Kristrún Aradóttir1, Sigrún Helga Lund2, Ola Landgren3, Magnus Björkholm4,
Ingemar Turesson5, Sigurður Yngvi Kristinsson5
1Háskóla Íslands, 2Læknadeild Háskóla Íslands, 3Myeloma Service, Memorial Sloan-Kettering
Cancer Center, Bandaríkjunum, 4Skåne University Hospital, Malmö, Svíþjóð, 5Karolinska
háskólasjúkrahúsið og Karolinska Institutet, Stokkhólmi
inngangur: Mergæxli (multiple myeloma, MM) er illkynja mein sem ein-
kennist af fjölgun á plasmafrumum í beinmerg og offramleiðslu á ein-
stofna mótefnum í sermi eða þvagi. Ættlægni MM hefur áður verið lýst
en erfðafræðilegar orsakir sjúkdómsins og vægi fjölskyldusögu um eitil-
frumusjúkdóma (lymphoproliferative disease, LPD) eru óþekkt. Markmið
rannsóknarinnar var að skoða lifun sjúklinga með MM með tilliti til
fjölskyldusögu um LPD.
efniviður og aðferðir: Upplýsingar um sjúklinga með mergæxli og ætt-
ingja þeirra fengust úr miðlægum sænskum gagnagrunnum. Með því að
tengja gögn okkar við sænsku krabbameinsskrána fengust upplýsingar
um greiningar illkynja sjúkdóma í ættingjum sjúklinga með mergæxli.
Við úrvinnslu gagna var leiðrétt fyrir aldri, kyni og greiningarári.
niðurstöður: Í rannsóknarhópnum voru 13,926 sjúklingar sem greind-
ust með mergæxli á árunum 1957-2005. Af þeim áttu 630 sjúklingar
ættingja með sögu um LPD, alls 876 ættingjar. Lifun MM-sjúklinga með
fjölskyldusögu um LPD var marktækt betri en þeirra sem ekki áttu ætt-
ingja með sögu um LPD (HR 0.85; 95% CI 0.77-0.92, p<0.001). Munurinn
var mestur í yngsta aldurshópnum (0.79; 0.65-0.96, p<0.05) og var meira
áberandi í körlum en konum (1.20; 1.01-1.43, p<0.05).
ályktanir: Samkvæmt rannsókn okkar var lifun sjúklinga með MM sem
áttu ættingja sem fengið höfðu eitilfrumusjúkdóm marktækt betri en
þeirra sem ekki höfðu fjölskyldusögu um slíka sjúkdóma. Ekki hefur
verið sýnt fram á þessi tengsl áður. Undirliggjandi ástæður þessa eru
hins vegar enn á huldu og er frekari rannsókna á efninu þörf.
v06 Saga um langlífa foreldra og tengsl við lifun sjúklinga með
mergæxli og MGUS
Ingigerður Sverrisdóttir1, Sigurður Yngvi Kristinsson1, Sigrún Helga Lund2
1Landspítala, 2Háskóla Íslands
inngangur: Í hinu almenna þýði eru lífslíkur þeirra sem eiga langlífa
foreldra auknar. Flestar rannsóknir hafa einblínt á meingerð mergæxlis
(multiple myeloma) og áhrif á lifun en fáar á áhrif umhverfis og annarra
þátta. Það sama má segja um undanfara mergæxlis, góðkynja einstofna
mótefnahækkun (MGUS). Markmið okkar var að rannsaka áhrif þess að
eiga langlífa foreldra á lifun sjúklinga með mergæxli og MGUS.
efniviður og aðferðir: Í rannsókninni voru 1815 sjúklingar með
mergæxli og 1407 með MGUS. Að auki voru 8267 einstaklingar í þýðis-
bundnum viðmiðunarhópi fyrir sjúklinga með mergæxli og 5595 fyrir
MGUS-sjúklinga í rannsókninni. Hættuhlutfall (hazard ratio, HR) meðal
sjúklinga með mergæxli og MGUS þar sem saga var um langlífa foreldra
var borið saman við þá sem ekki áttu langlífa foreldra.
niðurstöður: Saga um langlífa foreldra hjá sjúklingum með mergæxli
sýndi ekki tengsl við minni áhættu á dauða (HR=0,92; 95% CI 0,81-1,05).
Sama gilti um þá sem áttu eitt langlíft foreldri eða þar sem báðir voru
langlífir (HR=0,91; 95% CI 0,80-1,04 og HR=1,02; 95% CI 0,72-1,47). Saga
um langlífa foreldra meðal MGUS-sjúklinga sýndi fram á minni áhættu
á dauða (HR=0,69; 95% CI 0,53-0,91). Áhættan var minni ef annað for-
eldrið var langlíft (HR=0,69; 95% CI 0,52-0,91). Rannsóknarhópurinn var
ekki nægilega stór til að hægt væri að sýna fram á minni áhættu ef báðir
foreldrar voru langlífir (HR=0,72; 95% CI 0,34-1,53).
ályktanir: Saga um langlífa foreldra hefur ekki áhrif á lifun sjúklinga
með mergæxli. Hins vegar tengist langlífi foreldra MGUS-sjúklinga
minni áhættu á dauða og gefur svipaða niðurstöðu og hjá viðmiðunar-
hópi.
v07 Dreifing og fjöldi meinvarpa í sjúklingum sem greinast með
nýrnafrumukrabbamein
ívar marinó Lilliendahl1, Eiríkur Jónsson2, Guðmundur Vikar Einarsson2, Tómas
Guðbjartsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2þvagfæraskurðdeild Landspítala
inngangur: Rúmlega fjórðungur sjúklinga með nýrnafrumukrabba-
mein (NFK) hafa útbreiddan sjúkdóm (synchronous metastases) við
greiningu. Horfur þessara sjúklinga eru oftast slæmar og 5-ára lifun
er <10%. Tilgangur þessarar afturvirku rannsóknar var að kanna
frekar afdrif þessa sjúklingahóps eftir dreifingu og fjölda meinvarpa.
efniviður og aðferðir: 250 NFK-sjúklingar sem greindust á Íslandi
1981-2010 og höfðu fjarmeinvörp við greiningu. Nýrnabrottnám var
x x I þ I n g l y f l æ k n a
f y l g I R I T 8 1