Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 21 v27 Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni en áður ógreinda sykursýki eru með útbreiddari kransæðasjúkdóm en sjúklingar með eðlileg sykurefnaskipti Steinar Orri Hafþórsson1, Þórarinn Árni Bjarnason2, Erna Sif Óskarsdóttir1, Linda Björk Kristinsdóttir1, Ísleifur Ólafsson2, Þórarinn Guðnason2, Guðmundur Þorgeirsson2, Karl Andersen2 1Háskóla Íslands, 2Landspítala inngangur: Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni (BKH) eru oft með ógreinda truflun á sykurefnaskiptum sem hafa neikvæð áhrif á horfur þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort truflanir á sykur- efnaskiptum væru tengdar útbreiðslu kransæðasjúkdóms. efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru sjúklingar með BKH án fyrri greiningar á sykursýki af tegund 2 (SS2) á Landspítala háskólasjúkra- húsi. Skert sykurþol og SS2 voru greind með mælingu á fastandi blóðsykri (FPG), HbA1c og stöðluðu sykurþolsprófi 2 - 4 dögum eftir innlögn og mælingar endurteknar 3 mánuðum eftir útskrift. Útbreiðsla kransæðasjúkdómsins var metin með Gensini skori sem tekur tillit til þess hve mikil þrenging er, hversu margar þrengingar eru og stað- setningar þeirra. niðurstöður: Meðal 171 sjúklinga (77% karlar, meðalaldur 63,3) voru 47% með eðlileg sykurefnaskipti, 41% með skert sykurþol og 12% með SS2. Miðgildi Gensini skors var 30,0 (16,0 - 48,8). Miðgildi Gensini skors voru 26,0 og 28,5 meðal sjúklinga með eðlileg sykurefnaskipti og skert sykurþol. Miðgildi Gensini skors var 37,0 meðal sjúklinga með SS2 (p = 0,07). ályktanir: Sjúklingar með BKH sem eru með ógreinda sykursýki eru með útbreiddari kransæðasjúkdóm heldur en þeir sem eru með eðlileg sykurefnaskipti. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að skima fyrir efna- skiptasjúkdómum meðal sjúklinga sem leggjast inn vegna BKH. v28 Vatnspípureykingar eru hættulegar, kapp er best með forsjá - sjúkratilfelli Bára Dís Benediktsdóttir, Hildur Einarsdóttir, Hrönn Harðardóttir Landspítala Hraustur ungur karlmaður leitaði á bráðamóttöku með mikinn brjóst- verk eftir nýlega millilandaflugferð. Brjóstverkurinn versnaði við djúpa innöndun, hósta og varð afar slæmur í flugvélinni. Erlendis hafði hann reykt kannabis með vatnspípu og dregið andann endurtekið djúpt og haldið honum niðri. Voru þeir félagarnir í keppni hver gat haldið lengst niðri í sér andanum eftir innsog úr vatnspípunni. Erlendis fann hann einnig fyrir kvefeinkennum. Við komu voru lífsmörk stöðug, líkamsskoðun var eðlileg utan vefja- braks yfir viðbeinum, teppu við lungnahlustun og nefmælgi. Tekin var tölvusneiðmynd af brjóstholi sem sýndi mikla húðbeðsþemu á brjóst- kassa, útbreitt miðmætisloft og örþunn loftbrjóst. Einnig var mikið loft í mænugangi. Sjúklingur var meðhöndlaður með súrefni í nös, berkju- víkkandi innúðalyfjum og barksterum vegna teppu við lungnahlustun. Í eftirliti tveimur vikum síðar var allt loft utan lungna horfið og sjúk- lingur einkennalaus. Var þá greindur áður óþekktur undirliggjandi ofnæmisastmi, staðfest með berkjuauðreitniprófi og húðprófi. Mænugangsloft, miðmætisloft og húðbeðsþemba getur komið í kjöl- far þrýstingsáverka. Hér er lýst tilfelli ungs manns sem reykti kannabis með vatnspípu, dró andann endurtekið djúpt og hélt honum niðri. Við það myndast mikill neikvæður þrýstingur í brjóstholi með þeim afleiðingum að rof verður á litlum lungnablöðrum. Frá miðmæti ferðast loftið gegnum milliliðagat og inn í mænugang. Aukinn loftþrýstingur við millilandaflug jók enn frekar á ástandið. Þekkt er að undirliggjandi astmi gerir fólk berskjaldaðri fyrir loftþrýstiáverkum sem þessum. Loft í mænugangi er afar sjaldgæft ástand. Hér er fyrsta íslenska tilfellinu lýst og jafnframt fyrsta tilfellinu í heiminum þar samspil vatns- pípureykinga og flugferðar er orsakavaldur fyrir lofti í mænugangi. v29 Áhrif bólgumiðlandi boðefna á sérhæfingu og virkni CD8+ T-stýrifrumna Una Bjarnadóttir1, Snæfríður Halldórsdóttir2, Björn Rúnar Lúðvíksson2 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Landspítala inngangur: T-stýrifrumur (Tst) stjórna hárfínu jafnvægi á T-frumu miðluðu ónæmissvari í líkamanum. Ef þetta jafnvægi raskast er hætt við hinum ýmsu sjálfsofnæmisjúkdómum. Þar af leiðir hafa Tst mikla með- ferðarmöguleika en frekari rannsóknir á hegðun þeirra eru nauðsynleg- ar til að auka skilning okkar á virkni þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að meta hlutverk ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu og virkni CD8+ afleiddra Tst (CD8+ aTst) in vitro og skoða boðefnaseytun þeirra. efniviður og aðferðir: Óþroskaðar og óreyndar CD8+CD25-CD45RA+ T-frumur voru einangraðar úr heilbrigðum blóðgjöfum og ræktaðar í Tst hvetjandi aðstæðum með og án IL-1β og TNFα. Boðefnaseytun var skoðuð með ELISA og luminex. niðurstöður: TGF-β1 og IL-2 höfðu samlegðaráhrif á sérhæfingu CD8+ aTst (CD8+CD127-CD25hiFoxP3hi, P<0.0001). IL-1β og TNFα var sett í ræktirnar í mismunandi styrk og hafði IL-1β í háum styrk marktækt bælandi áhrif á sérhæfingu CD8+ Tst (P<0.01). Í viðurvist TNFα minnk- aði seytun á IL-10 og TGF-β1 (P<0.01/0.05) CD8+ aTst á meðan IL-1β hafði minnkandi áhrif á IL-10 seytun (P<0.05). Bælivirkni CD8+ Tst, á CD4+ og CD8+ T-verkfrumur (P<0.01), var marktækt hindruð þegar bólgumiðlandi boðefnin, IL-1β and TNFα, voru í ræktinni. Minnkuð bælivirkni vegna IL-1β er hugsanlega tengt minnkaðri seytun á IL-10 og IFNg (P<0.01/0.001) á meðan TNFα hafði engin áhrif á seytun þeirra. ályktanir: CD8+ aTst, virkjaðar í gegnum CD3/CD28 viðtakana eru háðar IL-2 og TGF-β1. Einnig hindra IL-1β og TNFα bælivirkni CD8+ aTst sem hugsanlega er IL-10 og IFNg háð. Rannsóknin sýnir því fram á að margir þættir innan ósérhæfða ónæmiskerfisins hafa mikil áhrif á sérhæfingu og virkni CD8+ aTst. v30 Uppsetning á TREC og KREC greingarprófum til greiningar á meðfæddum ónæmisgöllum Anna Margrét Kristinsdóttir1, 2, Una Bjarnadóttir2, Björn Rúnar Lúðvíksson1, 2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2ónæmisfræðideild Landspítala inngangur: Þekktir eru yfir 250 misalvarlegir meðfæddir ónæmisgallar og þarfnast langflestir þeirra tafarlausrar greiningar og meðferðar til að koma í veg fyrir lífshættulegar sýkingar og óafturkræfar líffæra- skemmdir. Tíðni alvarlegustu gallanna í New York-fylki 2010-2012 er 1:5000 og samantekt okkar á Íslandi (1990-2010) sýndi að algengið er u.þ.b. 19:100.000. Greina má alvarlegustu gallana, þ.m.t. SCID, með magnbundinni rauntíma kjarnsýrumögnun (qRT-PCR) þar sem mælt er magn TREC og KREC í blóði. TREC og KREC eru DNA afurðir sem myndast eingöngu í nýmynduðum og óreyndum T- og B-eitilfrumum og eru því góður mælikvarði á fjölda þeirra í blóði. Þessi aðferð hefur verið innleidd sem nýburaskimunaraðferð gegn meðfæddum T- og/eða B-eitilfrumu ónæmisgöllum í auknu mæli í Evrópu og Bandaríkjunum. x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.