Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 26
28 LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100
vera sjálfstæður forspárþáttur dauða innan 30 daga (OR 0,99; 95%-ÖB:
0,97-1,01) né langtíma lifunar (OR 1,09; 95%-ÖB 0,79-1,51).
ályktun: Konur gangast sjaldnar undir kransæðahjáveituaðgerðir
en karlar og eru fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur
kransæðahjáveitu er ekki síður góður hjá konum en körlum en 5 árum
frá aðgerð eru 87% þeirra á lífi sem telst mjög góður árangur.
v51 Árangur míturlokuviðgerða á Íslandi 2001-2012
Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir1, Sigurður Ragnarsson3, Arnar Geirsson1, Ragnar
Danielsen2, Tómas Guðbjartsson1,4
1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3hjartaskurðdeild háskólasjúkrahússins
á Skáni, Lundi, Svíþjóð, 4læknadeild Háskóla Íslands
inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur mítur-
lokuviðgerða á Íslandi, en það hefur ekki verið gert áður.
efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 125 sjúklingum (meðal-
aldur 64 ár, bil 28-84 ár, 74% karlar) sem gengust undir míturlokuvið-
gerð vegna míturlokuleka á Landspítala 2001-2012. Ábending fyrir
aðgerð var míturlokuhrörnun hjá 70 (56%) sjúklingum, en starfrænn
leki hjá 55 (44%). Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en
miðgildi eftirfylgdar var 3,9 ár (bil: 0-11,7 ár).
niðurstöður: Aðgerðum fjölgaði á rannsóknartímabilinu úr 39 í 86
á fyrra og síðara hluta þess. Meðal EuroSCORE var 12,9; tveir þriðju
sjúklinga voru í NYHA flokki III/IV fyrir aðgerð og 50% með alvarlegan
míturlokuleka. Tíundi hver sjúklingur hafði áður farið í opna hjartaað-
gerð og 12% höfðu nýlegt hjartadrep. Allir sjúklingar, að þremur undan-
skilum, fengu míturlokuhring (meðalstærð 28,4 mm). Framkvæmt var
brottnám á hluta lokublaðs hjá 51 sjúklingi (41%), 28 fengu ný lokustög
úr gerviefni (Goretex®) og 7 Alfieri-saum. Hjá 83% sjúklinga var einnig
framkvæmd önnur hjartaaðgerð, oftast kransæðahjáveita (53%), Maze-
aðgerð (31%) eða ósæðarlokuskipti (19%). Meiriháttar fylgikvillar
greindust hjá rúmum helmingi sjúklinga, algengastir voru hjartadrep,
enduraðgerð vegna blæðingar og hjarta- og öndunarbilun. Minniháttar
fylgikvillar greindust í 71% tilfella. Átta sjúklingar létust innan 30 daga
frá aðgerð (6%), en 5-ára lifun var 79%; 84% hjá sjúklingum með mítur-
lokuhrörnun og 74% hjá þeim með starfrænan leka.
ályktun: Míturlokuaðgerðum hefur fjölgað umtalsvert á síðasta áratug
á Íslandi. Fylgikvillar eru tíðir en dánartíðni <30 daga og langtímalifun
er svipuð og í sambærilegum erlendum rannsóknum.
v52 Ágrip dregið til baka
v53 Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti vegna
ósæðarlokuþrengsla á Íslandi
Daði Helgason1, Sindri Aron Viktorsson2, Andri Wilberg Orrason2, Inga Lára
Ingvarsdóttir3, Sólveig Helgadóttir3, Arnar Geirsson2, Tómas Guðbjartsson1,2
1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild
Landspítala
inngangur: Bráður nýrnaskaði er alvarlegur og tíður fylgikvilli eftir
opnar hjartaaðgerðir. Tilgangurinn var að kanna tíðni og áhættuþætti
bráðs nýrnaskaða eftir ósæðarlokuskipti ásamt því að meta áhrif hans á
skamm- og langtímalifun sjúklinga.
efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til 366 sjúk-
linga sem gengust undir ósæðarlokuskipti vegna ósæðarlokuþrengsla
á Íslandi á árunum 2002-2011. Nýrnaskaði eftir aðgerð var metinn sam-
kvæmt RIFLE skilmerkjum. Áhættuþættir fyrir bráðum nýrnaskaða
voru fundnir með ein- og fjölbreytugreiningu og lifun reiknuð með
Kaplan-Meier aðferðinni.
niðurstöður: 83 einstaklingar fengu nýrnaskaða eftir aðgerð (22,7%),
þar af höfðu 37 skerta nýrnastarfsemi fyrir aðgerð (GSH <60 mL/
min/1,73 m2). Fjörutíu sjúklingar féllu í RISK-, 29 í INJURY- og 14 í
FAILURE-flokk. Alls þurftu 17 sjúklingar skilunarmeðferð eftir aðgerð
(4,6%). Af alvarlegum fylgikvillum voru hjartadrep (29% sbr. 9%), fjöl-
líffærabilun (41% sbr. 1%) og enduraðgerðir vegna blæðinga (29% sbr.
11%) algengari hjá sjúklingum með nýrnaskaða (p<0,01). Dánarhlutfall
innan 30 daga var 18% hjá sjúklingum með nýrnaskaða borið saman
við 2% hjá viðmiðunarhópi (p<0,001). Fjölbreytugreining leiddi í ljós að
kvenkyn (OR=1,10), hár líkamsþyngdarstuðull (OR=1,02) og lengdur
tími á hjarta- og lungnavél (OR=1,03) eru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir
nýrnaskaða eftir ósæðalokuskipti. Bráður nýrnaskaði var sjálfstæður
forspárþáttur dauða innan 30 daga frá aðgerð (HR=1,69, 95% CI=1,01-
2,79) en ekki langtíma lifunar (HR=1,11, 95% CI= 0.59-2,12).
ályktun: Fjórði hver sjúklingur greindist með nýrnaskaða eftir ósæðar-
lokuskipti sem er hærri tíðni en eftir kransæðahjáveituaðgerð (16%).
Dánartíðni þessara sjúklinga er margfalt aukin sem og tíðni alvarlegra
fylgikvilla. Bráður nýrnaskaði eftir ósæðarlokuskipti er sjálfstæður for-
spárþáttur fyrir skurðdauða en ekki langtíma lifun.
v54 Bráður nýrnaskaði á Landspítala: Nýgengi og horfur
sjúklinga
Þórir E. Long1, Martin Ingi Sigurðsson2, Gísli H. Sigurðsson3, Ólafur Skúli
Indriðason4
1Háskóla Íslands, 2Department of Anesthesia, Perioperative and Pain Medicine, Brigham and
Women’s, 3Svæfinga og gjörgæsludeild Landspítala, 4Nýrnalækningaeining Landspítala
inngangur: Bráður nýrnaskaði (BNS) er algengt vandamál á sjúkra-
húsum með háa dánartíðni. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða
breytingar í nýgengi BNS og útkomu sjúklinga á 20 ára tímabili.
aðferðir: Fengnar voru allar mælingar á serum kreatíníni (SKr) á
Landspítala frá júní 1993 og út maí 2013. Skrifuð voru tölvuforrit sem
greindu BNS og flokkaði sjúklinga í stig samkvæmt RIFLE skilmerkjum
út frá hæsta SKr gildi, miðað við lægsta gildi (grunngildi) sex mánuðina
á undan. Upplýsingar um innlagnir og sjúkdómsgreiningar fengust úr
rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala. Dánardagur var skráður og seinni
tíma SKr notuð til að meta bata á nýrnastarfsemi.
niðurstöður: Alls áttu 45.607 einstaklingar mælt grunngildi og af þeim
fengu 13.992 BNS á rannsóknartímabilinu. Tíðni BNS jókst frá 21,1
(19,2-23,1) í 31,8 (29,2-34,6) per 1000 innlagnir/ári á tímabilinu. Lifun
sjúklinga eftir BNS reyndist 67% eftir 90 daga og 56% eftir eitt ár. Í fjöl-
þáttagreiningu tengdist BNS langtímalifun með áhættuhlutfall (hazard
ratio) 1,59 ((95% öryggismörk) 1,53-1,65), 2,09 (2,00-2,20), og 2,87 (2,74-
3,01) fyrir Stig 1, 2 og 3 af BNS (p<0,0001). Dánartíðni sjúklinga með
BNS lækkaði á tímabilinu með áhættuhlutfall 0,78 (0,77-0,79) fyrir hvert
5 ára tímabil (p<0,0001). Alls náðu 8.870 (68%) sjúklinganna að endur-
heimta nýrnastarfsemi sína á eftirfylgdartímanum. Líkur á því að nýrna-
starfsemi endurheimtist minnkuðu með vaxandi stigi BNS.
ályktanir: Tíðni BNS hjá sjúklingum á Landspítala jókst um nánast 50%
á 20 ára tímabili. Á sama tíma virðist meðferð hafa farið fram því lifun
sjúklinga með BNS batnaði verulega en umtalsverður hluti sjúklinga
nær ekki fyrri nýrnastarfsemi.
x x I þ I n g l y f l æ k n a
f y l g I R I T 8 1