Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 15

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 17 v14 SENATOR-Fjölsetra Evrópurannsókn á Landspítala: Þróun og klínísk prófun á nýjum hugbúnaði sem metur og gefur ráðleggingar um lyfjameðferð og aðrar meðferðarleiðir hjá eldri einstaklingum Aðalsteinn Guðmundsson1,2, Ástrós Sverrisdóttir1 , Ólafur Samúelsson1, Pétur S. Gunnarsson1,3 1Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3lyfjafræðideild Háskóla Íslands inngangur: Landspítalinn er þátttakandi í rannsókninni SENATOR (Development and clinical trials of a new Software ENgine for the Assessment & Optimization of drug and non-drug Therapy in Older persons). Bakhjarl og styrktaraðili rannsóknarinnar er 7. Rammaáætlun EU (Grant agreement No 305930). Öldruðum einstaklingum með marga langvinna sjúkdóma fjölgar hratt í löndum Evrópu. Samhliða fjölgar ábendingum lyfjameðferðar sem ýtir undir fjöllyfjameðferð og líkur á óviðeigandi lyfjameðferð aukast. Aukaverkanir lyfja eru tíðari og alvarlegri hjá öldruðum og tengist m.a. lífeðlisfræðilegum breytingum, fjölda langvinnra sjúkdóma, fjöl- lyfjanotkun og óviðeigandi lyfjameðferð. Einnig eru vísbendingar um að þekkingargrunnur öldrunarlækninga og önnur meðferðarúrræði (s.s. næringarráðgjöf, sjúkra- og iðjuþjálfun) séu vannýtt. efniviður og aðferðir: Rannsakendur í átta löndum koma að SENATOR verkefninu sem samanstendur af 12 vinnuhlutum. Meðal viðfangsefna er þróun matstækis á aukaverkunum lyfja, skráning lyfjagagna allra þátttökulanda, þýðing texta á viðkomandi tungumál, heilsuhagfræðileg úttekt og mat á gagnsemi ráðlegginga SENATOR hugbúnaðarins með framskyggnri samanburðarrannsókn á sex háskólasjúkrahúsum. niðurstöður: Á Landspítala verður rúmlega 400 sjúklingum boðin þátttaka. Skilmerki til þátttöku eru aldur >65, virk meðferð >þriggja langvinnra sjúkdóma og innlögn á bráðadeildir aðrar en öldrunar- lækningadeildir. Ítarleg og einstaklingsmiðuð úttekt verður gerð á sjúkdómsbyrði, ástandi, færni og lagt mat á ábendingar og hagkvæmni lyfjameðferðar. Aðalendapunktur er nýgengi aukaverkana. Algengar aukaverkanir sem hafa fundist í forprófunum eru t.d. byltur, óráð, blæð- ingar, salttruflanir og nýrnabilun. ályktanir: Fyrri hluti rannsóknar sem skoðar viðmiðunarhóp er þegar hafinn. Ekki liggja fyrir niðurstöður. Í seinni áfanga bætist við íhlutunar- hópur þar sem hugbúnaðurinn gefur meðhöndlandi læknum ráðlegg- ingar um lyfjameðferð og ábendingar um aðra meðferð. Á vefsíðunni www.senator-project.eu/home/ eru upplýsingar um undirbúning og framkvæmd SENATOR. v15 Íslenska ofvaxtarhjartavöðvakvillaverkefnið. Sýnd ofvaxtarhjartavöðvakvilla í þýði arfbera með MYBPC3 c.927-2A>G landnemastökkbreytingu Gunnar Þór Gunnarsson1,2, Berglind Aðalsteinsdóttir2,5, Mike Burke3, Polakit Teekakirikul3, Barry Maron4, Ragnar Danielsen5, Christine Seidman3, Jonathan Seidman3 1Sjúkrahúsið á Akureyri, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Department of Genetics, Harvard Medical School, Boston, USA, 4Hypertrophic Cardiomyopathy Center, Minneapolis Heart Institute Foundation, 5Landspítala inngangur: Það sem einkennir flestar þýðisrannsóknir á ofvaxtarhjarta- vöðvakvilla (OHK) er mikill breytileiki erfðagalla í genum samdráttarein- inga hjartavöðvafruma. Á Ísland er 88% af erfðagalla jákvæðum OHK orsakað af MYPC3 c.927-2A>G sem er 500 ára gömul landnema stökk- breyting. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna sýnd og meingerð OHK í stóru þýði sjúklinga og ættingja með sama erfðagalla. efniviður og aðferðir: Í íslenska ofvaxtarhjartavöðvakvillaverkefninu greindust 88 OHK sjúklingar með MYBPC3 c.927-2A>G stökkbreyt- inguna. Í framhaldi af því samþykktu 223 fyrstu gráðu ættingjar þeirra að taka þátt í rannsókn með erfðafræðilegri athugun á MYBPC3 c.927-2A>G, klínísku mati og ómskoðun af hjarta. niðurstöður: Af 223 ættingjum reyndust 95 bera c.927-2A>G stökkbreyt- inguna og 47 (50%) þeirra voru með OHK með vinstri slegils þykknun (VSÞ) >13 mm. Sýnd OHK var tengd aldri (34% <40 ára samanborið við 61% ≥40 ára, p=0.009) og meiri hjá körlum (67%) en konum (35%, p=0.001). Enginn var komin með OHK fyrir 17 ára aldur og 90% eldri en 80 ára vorum komnir með OHK. VSÞ var á bilinu 13 - 28 mm. Enginn var með >30 mmHg þrýstingsfallanda í útflæðisrás vinstri slegils. Mynstri þykkn- unar sleglaskiptaveggjar var skipt í 4 flokka, 67% voru með þykknun um miðbik, 21% með jafna þykknun, 5,8% með þykknun í hjartabroddi og 3,5% með hnapp þykknun í nær hluta sleglaskiptaveggjar. niðurstöður: Á Íslandi virðist MYBPC3 c.927-2A>G landnemastökk- breytingin valda frekar seinkomnum OHK með kynjamuni á sýnd. v16 Aukin æðakölkun í hálsæðum sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni samanborið við almennt þýði Þórarinn Árni Bjarnason1, Linda Björk Kristinsdóttir2, Erna Sif Óskarsdóttir2, Steinar Orri Hafþórsson2, Thor Aspelund3, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason3, Karl Andersen1 1Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3Hjartavernd inngangur: Æðakölkun á hálsslagæðum og kransæðum hafa marga sameiginlega áhættuþætti. Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni (BKH) hafa nánast allir æðakölkunarsjúkdóm í kransæðum. Líkur eru á að æðakölkun nái til fleiri líffæra hjá þessum sjúklingum. Í þessari rann- sókn könnuðum við útbreiðslu æðakölkunarsjúkdóms í hálsslagæðum hjá sjúklíngum með BKH og bárum saman við almennt þýði. efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild LSH með BKH var boðið að taka þátt í rannsókninni.Æðakölkun í skiptingu beggja hálsslagæða og innri hálsslagæðum var metin með stöðluðum hætti með hálsæðarómun. Sjúklingar voru flokkir eftir því hvort þeir höfðu enga, litla, í meðallagi eða alverlega æðakölkun í hálsslagæðum. Niðurstöðurnar voru bornar saman við aldurs og kyn paraðan saman- burðarhóp (n=251) frá REFINE Reykjavík rannsókninni. niðurstöður: Sextíu og fjórir sjúklingar (73% karlar, meðalaldur 61 ár) sem lagðir voru inn á hjartadeild LSH með BKH tóku þátt í rann- sókninni. Hjá sjúklingum með BKH voru 3, 49, 42 og 6% með enga, litla, í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum samanborið við 27, 50, 19 og 4% með enga, litla , í meðallagi eða alvarlega æðakölkun í háls- slagæðum í aldurs og kyn pöruðum samanburðarhóp. Magn æðakölk- unar var marktækt meiri (p<0.001) hjá sjúklingum með nýlegt BKH. ályktun: Um helmingur allra sjúklinga með BKH hafa meðal til alvarleg þrengsl í hálsslagæðum. Útbreiðsla æðakölkunarsjúkdóms í hálsslag- æðum er marktækt meiri hjá BKH sjúklingum samanborið við almennt þýði. x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.