Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 23 v34 Áhrif sparnaðar á greiningu, meðferð og horfur blóðsýkinga á Barnaspítala Hringsins Jón Magnús Jóhannesson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Helga H. Bjarnadóttir4, María Heimisdóttir4, Magnús Gottfreðsson1,5, Karl G. Kristinsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4hagdeild, 5vísindadeild Landspítala inngangur: Bakteríusýkingar í blóði geta verið lífshættulegar og skiptir mestu máli að hefja rétta sýklalyfjameðferð sem fyrst. Blóðræktanir eru teknar til að greina blóðsýkingar, orsakir þeirra og sýklalyfjanæmi. Í kjöl- far efnahagskreppunnar sem hófst á Íslandi árið 2008 fækkaði blóðrækt- unum á Landspítalanum um u.þ.b. fjórðung. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif fækkunar á greiningu, meðferð og horfur blóðsýkinga á Barnaspítala Hringsins. efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru blóðræktanir, legur, andlát og ICD-greiningar á Barnaspítalanum 1.1.2007 - 31.12.2012. Rannsóknin var aftursýn og fengust gögn úr gagnagrunni Sýklafræðideildar Landspítalans, klínísku vöruhúsi gagna á Landspítalanum og Þjóðskrá. niðurstöður: Teknar voru 5786 blóðræktanir úr 3948 sjúklingum á tímabilinu, flestar frá Bráðamóttöku barna og Vökudeild. Fækkun bæði jákvæðra og neikvæðra blóðræktana milli ára var marktæk frá 2008 (samtals frá 1192 niður í 733), mest innan Bráðamóttökunnar. Kóagúlasa- neikvæðir klasakokkar voru algengustu bakteríurnar, en helstu sýkinga- valdarnir voru E. coli, S. aureus og S. pneumoniae. S. pneumoniae-rækt- unum fækkaði marktækt (7 ræktanir árið 2007, 13 árið 2008, 5 árið 2009, 5 árið 2010, 3 árið 2011 og engar árið 2012). Dánartíðni á Barnaspítalanum breyttist ekki milli ára. Almenn sýklalyfjanotkun jókst, en fjöldi blóðsýk- ingatengdra ICD-greininga breyttist ekki á tímabilinu. ályktanir: Samfara fækkun blóðræktana fækkaði greindum sýk- ingarvöldum hlutfallslega jafn mikið. Marktæk fækkun var á greindum blóðsýkingum af völdum pneumókokka og fækkunin hófst fyrir tilkomu bólusetninga (þó ekki marktæk fækkun). Mikilvægt er að skoða áhrif fækkunar blóðræktana á öllum deildum Landspítalans. v35 Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus tegunda á Landspítala, 2006-2013 Anna Kristín Gunnarsdóttir1, Helga Erlendsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Karl G. Kristinsson1,2, Magnús Gottfreðsson1,4, Sigurður Guðmundsson1,4 Læknadeild Háskóla Íslands1, sýklafræðideild Landspítala2, Barnaspítala Hringsins3, smitsjúkdómadeild4 inngangur: Ættkvíslin Bacillus er almennt talin með litla meinvirkni og því oft álitin mengun ef sýklaræktun reynist jákvæð. Algengast er að B. cereus valdi sýkingum en sem aukaleikari getur bakterían gert sýkingar- ástand verra með framleiðslu á vefjaskemmandi eitri eða ensímum (t.d beta-laktamasa) auk þess að mynda lífhimnur. Þáttur Bacillus í ífarandi sýkingum á Landspítala hefur ekki verið kannaður áður. efniviður og aðferðir: Kannaðar voru allar jákvæðar ífarandi ræktanir (blóð, liðvökvi, mænuvökvi) af völdum Bacillus á Landspítala 2006 til 2013 með upplýsingum frá Sögu og rafrænu kerfi Sýklafræðideildar. Mat á því hvort bakterían teldist mengun, mögulegur sýkingavaldur eða sýkingavaldur byggðist á klínísku mati leiðbeinenda, undirliggjandi áhættuþáttum, mati meðferðarlækna skv. sjúkraskrá, meðferð og fjölda jákvæðra ræktunarsýna. niðurstöður: Á tímabilinu greindust 97 einstaklingar með jákvæða ífarandi ræktun, 64 kk og 33 kvk. Hjá 91 ræktaðist bakterían úr blóði og 7 úr liðvökva (í blóði og liðvökva hjá einum sjúklingi). Alls voru 12 tilvik talin sýking, 15 möguleg sýking og 70 mengun. Sprautufíkn var undir- liggjandi ástand í 6/12 með sýkingu og í 3/15 með mögulega sýkingu. Hjá sýktum ræktaðist bakterían í fleiri en einu blóðræktunarsetti í 9/12 tilfellum og engar aðrar bakteríur ræktuðust frá blóði meðal 12/12. Einn sjúklingur meðal sýktra lést. Í öllum sýkingatilfellum og 13/15 mögu- legum tilfellum var bakterían ónæm fyrir penicillíni en í 63% tilvika þar sem hún var ekki talin völd að sýkingu (p=0.003). ályktanir: Það er mikilvægt að taka jávæðar ífarandi ræktanir af Bacillus alvarlega vegna hættu á lífshættulegri sýkingu, sérstaklega ef sjúklingar þjást af sprautufíkn og/eða ónæmisbælingu. v36 Áhrif metótrexats á meðferðarárangur TNF-a hemla við iktsýki Birta Ólafsdóttir1, Pétur S. Gunnarsson2, Anna I. Gunnarsdóttir2, Þorvarður J. Löve3, Björn Guðbjörnsson3 1Háskóla Íslands, 2lyfjafræðideild, 3læknadeild Háskóla Íslands inngangur: Iktsýki (RA) er algengasti liðbólgusjúkdómurinn og einkennist af samhverfum liðbólgum og sjálfsmótefnum. Ekki er til lækning við RA en fjöldi lyfja er í boði sem hafa umbreytt lang- tímahorfum. Lyfjunum er skipt í 3 flokka: einkennadempandi (t.d. NSAID), sjúkdómsdempandi (t.d. metótrexat) og líftæknilyf (t.d. TNF-α hemlarnir; adalimumab, etanercept og infliximab). Erlendar rannsóknir benda til þess að samhliðameðferð TNF-α lyfja og metótrexats gefi betri meðferðarárangur en einlyfjameðferð með TNF-α hemili. Þetta hefur ekki verið skoðað í íslensku þýði. efniviður og aðferðir: Notast var við gögn úr ICEBIO gagnagrunninum. ICEBIO er kerfisbundin meðferðaskrá yfir gigtarsjúklinga á Íslandi sem meðhöndlaðir eru með líftæknilyfjum. Í þessari rannsókn var fyrsta TNF-α hemla meðferð RA-sjúklinga skoðuð (n = 206) og meðferðarár- angur skoðaður með og án metótrexats með tilliti til meðferðasvars. Klínísk svörun var metin með skilmerkjum amerísku gigtarlæknasam- takanna (ACR20, ACR50) og evrópsku gigtarsamtakanna (DAS28-CRP). Sjúkdómsvirkni, sjúkdómshlé og fjöldi sjúklinga á hvorri meðferð sem hættu á fyrsta meðferðarári, var einnig skoðað. Notuð var lógístísk aðhvarfsgreining til að kanna gagnlíkindahlutfall og skoða mun TNF-α hemla meðferðar með og án samhliðameðferðar metótrexats. niðurstöður: Árangur samhliðameðferðar TNF-α hemils og me- tótrexats var betri í flestum mældum útkomum. Ári eftir upphaf meðferðar náðu 68% sjúklinga á samhliðameðferð 50% bata, en 32% sjúklinga á einlyfjameðferð með TNF-α hemili (P = 0,046). Fleiri sjúklingar á samhliðameðferð náðu góðu meðferðarsvari og sjúkdómshléi ásamt því að sjúkdómsvirkni var að meðaltali lægri. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samhliða- meðferð metótrexats og TNF-α hemils gefi betri meðferðarárangur en einlyfjameðferð með TNF-α hemli, meðal íslenskra RA-sjúklinga. v37 Samlegðaráhrif meðferðar með TNFa-hemli og metótrexat við sóragigt Pétur Gunnarsson1, Björn Guðbjörnsson1, Stefán P Jónsson2, Anna I Gunnarsdóttir1, Þorvarður J Löve1 1Landspítala, 2Háskóla Íslands inngangur: Sjúkdómsdempandi áhrif metótrexats og TNFα hemla við sóragigt er vel þekkt, en takmarkaðar upplýsingar eru til um samhliða- meðferð með þessum lyfjum við sóragigt. Markmið þessarar rann- sóknar var því að skoða samlegðaráhrif meðferðar með TNFα hemli og metótrexat við sóragigt hér á landi. x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.