Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 21.11.2014, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið/Fylgirit 81 2014/100 13 Ágrip veggspjalda v01 Lýðgrunduð rannsókn á áhrifum fjölskyldusögu á horfur sjúklinga með Waldenström’s Macroglobulinemia Vilhjálmur Steingrímsson1, Sigurður Kristinsson2, Sigrún Lund2, Ingemar Turesson3, Lynn Goldin4, Magnus Björkholm5, Ola Landgren6 1Háskóla Íslands, 2Læknadeild Háskóla Íslands , 3Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skane University Hospital, 4Division of Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute , 5Department of Medicine, Karolinska University Hospital, 6Myeloma Service, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center inngangur: Sýnt hefur verið fram á að ættingjar sjúklinga með Waldenström’s macroglobulinemia (WM) hafa auknar líkur á eitil- frumusjúkdómum. Fyrri rannsókn á 135 sjúklingum á sérhæfðri stofnun sýndi fram á tvíbendnar niðurstöðu um áhrif fjölskyldusögu á svörun WM sjúklinga við meðferð. Við réðumst í þessa lýðgrunduðu rannsókn til að ákvarða betur áhrif fjölskyldusögu á horfur í WM. efniviður og aðferðir: Gögnum um 2.185 WM sjúklinga og 6.460 foreldra, systkini og börn var aflað hjá opinberu sænsku skráningar- stofnunum og sænska blóðmeina-/krabbameinsgagnagrunninum. Fjölskyldusaga um eitilfrumusjúkdóm var skilgreind sem saga um eitilfrumusjúkdóm hjá fyrst gráðu ættingja (WM, Hodgkin’s lymphoma, non-Hodkgin’s lymphoma, multiple myeloma, chronic lymphocytic leukemia og/eða MGUS). Við notuðumst við Cox líkan við tölfræði- greiningu. niðurstöður: Fjölskyldusaga um eitilfrumusjúkdóm (áhættuhlutfall: 1.34; 95% öyggisbil 1.03-1.75) hafði marktæk tengsl við verri horfur í WM. Enn fremur voru horfurnar verri fyrir hvern ættingja sem greindist með eitilfrumufjölgun (1.24; 1.02-1.51). ályktanir: Í lýðgrundaðri rannsókn höfum við sýnt að fjölskyldusaga um eitilfrumufjölgun er tengd við verri horfur í WM og ennfremur reyndust tengslin vera skammtaháð, þ.e. áhættan jókst með hverjum ættingja sem greindist með eitilfrumusjúkdóm. Niðurstöðurnar okkar, ásamt fyrri rannsóknum, benda til að sú gerð WM sem liggur í fjöl- skyldum gæti haft ólíka líffræðilega eiginleika og svörun við meðferð en WM almennt . v02 Áhrif greiningar og eftirfylgni góðkynja einstofna mótefnahækkunar á lifun sjúklinga með mergæxli Elín Edda Sigurðardóttir1, Ingemar Turesson2, Sigrún Helga Lund3, Ebba K. Lindqvist4, Sham Mailankody5, Neha Korde5, Magnus Björkholm4, Ola Landgren6, Sigurður Yngvi Kristinsson4 1Landspítala, 2Skane University Hospital, Malmö, Svíþjóð, 3Læknadeild Háskóla Íslands 4Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 5National Cancer Institute, Bethesda, MD, Bandaríkjunum, 6Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, New York inngangur: Mergæxli (MM) tekur til um 1% illkynja meina á alþjóðavísu og einkennist af fjölgun á einstofna plasmafrumum, einstofna mótefnum í blóði og/eða þvagi og líffæraskemmdum er rekja má til sjúkdómsins. Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) er ávallt undanfari MM. Mælt er með árlegri eftirfylgni einstaklinga greinda með MGUS. efniviður og aðferðir: Þýði rannsóknarinnar samanstóð af öllum ein- staklingum er greindir voru með MM í Svíþjóð á tímabilinu 1976-2005 (n=14.798). Þar af höfðu 394 sjúklingar verið greindir með MGUS sem undanfara MM. Kaplan Meier gröf voru notuð til að meta heildarlifun sjúklinga. Cox aðhvarfsgreiningarlíkan var notað til greiningar á þáttum sem hafa áhrif á lifun. Kí-kvaðrat próf var notað til að meta mun á fjöl- kvillum með tilliti til fyrri vitneskju um MGUS. niðurstöður: MM sjúklingar með fyrri vitneskju um MGUS (áhættu- hlutfall (HR)=0,85;95% öryggisbil(öb):0,76-0,96) höfðu marktækt betri lifun (miðgildi=2,8 ár) borið saman við aðra MM sjúklinga (mið- gildi=2,1 ár). Mjög lágur M-prótín styrkur (≤5g/L) við greiningu MGUS, borinn saman við hærri styrk, var tengdur verri lifun (1,86;1,13- 3,04,p=0,014)). Fjölkvillar voru marktækt algengari í MM sjúklingum með fyrri vitneskju um MGUS en öðrum MM sjúklingum (p<0,001). ályktanir: Í þessari lýðgrunduðu rannsókn sýndum við fram á að horfur MM sjúklinga með fyrri vitneskju um MGUS eru betri en annarra MM sjúklinga, þrátt fyrir marktækt hærri tíðni fjölkvilla. Verri horfur MM sjúklinga sem greindust með lág-áhættu MGUS kunna að skýrast af minni eftirfylgni þeirra en annarra einstaklinga greinda með MGUS. Af þessu má álykta að eftirfylgni einstaklinga með MGUS sé mikilvæg, óháð áhættu á þróun í illkynja sjúkdóm. v03 Sýkingar hjá sjúklingum með Waldenströms sjúkdóm Sigrún Helga Lund1, Malin Hultcrantz2, Lynn Goldin3, Ola Landgren4, Magnus Björkholm2, Ingemar Turesson5, Sigurður Yngvi Kristinsson1 1Háskóla Íslands, 2Karolinska University Hospital, Stokkhólmi, 3National Cancer Institute, Bethesda, 4Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, New York, 5Skane University Hospital, Malmö inngangur: Sýkingar eru algeng orsök veikinda og dauðsfalla hjá sjúk- lingum með illkynja blóðsjúkdóma. Þekking er takmörkuð á uppkomu sýkinga hjá sjúklingum með Waldenströms sjúkdóm (Waldenström´s macroglobulinemia (WM)). Markmið rannsóknarinnar er að meta sýkingaráhættu WM sjúklinga. efniviður og aðferðir: Rannsóknin notar samkeyrslu sænsku krabba- meins-, sjúklinga-, þjóð- og dánarmeinaskránna, ásamt gagnagrunni stærstu blóðsjúkdóma/krabbameinsdeilda landsins. Þátttakendur voru allir einstaklingar sem greindust með WM í Svíþjóð á árunum 1980- 2005. Til viðmiðunar fyrir hvern WM sjúkling voru valdir allt að fjórir einstaklingar, lifandi á greiningardegi, paraðir eftir búsetu, aldri og kyni. Þátttakendum var fylgt eftir m.t.t. sýkinga og dauða eða fram til loka árs 2006. Samband WM og sýkinga er sett fram með áhættuhlutfalli (HR) og 95% öryggisbilum. niðurstöður: Þátttakendur voru 2608 WM sjúklingar og 10433 pöruð viðmið. Meðaleftirfylgnitíminn var 4,2 ár hjá WM/LPL og 6,9 ár hjá við- miðum. Á eftirfylgnitímanum fengu 2801 sýkingar. WM sjúklingar voru í aukinni áhættu (HR=3,4;3,1-3,6) á sýkingu. Áhættan var aukin fyrir bakteríusýkingar (HR=3,2;2,9-3,5), þar af: blóðsýkingar (HR=9,3;3,7- 23,5), hjartaþelsbólgu (HR=5,0; 2,5-10,0), lungnabólgu (HR=3.8;3,4-4,2), heilahimnubólgu (HR=3,4;1.1-10,3), húðnetjubólgu (HR=2,6;2,0-3,4), beinasýkingar (HR=1,9;1,01-3,6) og nýrnasýkingar (HR=1,6;1,2-2,4). Áhættan var einnig aukin fyrir veirusýkingar (HR=6,0;4,9-7,3), þar af: ristil (HR=9,2;6,7-12,6) og inflúensu (HR =2,3;1,5-3,5). Samanborið við WM sjúklinga greinda 1980-1989, jókst sýkingaráhættan á tímabilunum 1990-1999 (HR=1,5;1,3-1,6) og 2000-2004 (HR=1,8;1,6-2,1)(Mynd2). Konur voru í minni sýkingarhættu en karlar (p<0,001). Sýkingaráhættan jókst með aldri (p<0,001). ályktanir: Sjúklingar með WM hafa verulega hækkaða áhættu á upp- komu sýkinga af völdum fjölbreyttra sýkingarvalda í flestum líffæra- x x I þ I n g l y f l æ k n a f y l g I R I T 8 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.