Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 7
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 7 1 Rannsókn á viðhorfi legusjúklinga á skurðdeild til sjúkrahúsmatar Áróra Rós Ingadóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir Rannsóknarstofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala, Eldhús-Matsalir Landspítali, Næringarstofu Landspítala, Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands aroraros@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir sýna að orku- og próteinþörf er oft ekki mætt í sjúkrahúslegu. Viðhorf til sjúkrahúsmatarins getur haft áhrif á hversu vel sjúklingar nærast. Markmiðið var að kanna viðhorf legusjúklinga á skurðlækningadeild til sjúkrahúsmatar í kjölfar innleiðingar nýrra matseðla og breytinga á pöntunarkerfi eldhúss Landspítala sem gerir sjúklingum kleift að velja á milli máltíða á matseðli. Efniviður og aðferðir: Viðhorf sjúklinga (n=93) sem lögðust inn á hjarta- og lungnaskurðdeild (12E) á Landspítala tímabilið ágúst til desember 2013 til sjúkrahúsmatarins var kannað með völdum spurningum úr „The English National Inpatient survey“. Orku- og próteinneysla var metin með gildismetinni aðferð. Niðurstöður: Meðal orkuneysla þátttakenda nam 1452 ± 389 hitaein- ingum á dag og próteinneysla 60 ± 17 grömmum á dag sem var töluvert lægra en áætluð dagleg orku- (1953 ± 265 hitaeiningar) og próteinþörf (82 ± 9 grömm). Þrátt fyrir þetta taldi fjórðungur sig hafa fengið of mik- inn mat. Flestum fannst maturinn mjög góður eða frekar góður (87%). Tæplega 11% þátttakenda höfðu fengið að velja á milli rétta á matseðli. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að ólíklegt sé að lítil orku- og próteinneysla sjúklinga tengist óánægju með matinn sem borinn er fram. Nauðsynlegt er að innleiða einstaklingsmiðaða þjónustu máltíða og millibita eftir atvikum, í samræmi við klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga, til að fyrirbyggja vannæringu í sjúkrahúslegunni. 2 Fistill milli garnar og þvagblöðru á Landspítala á árunum 1999-2014 Ásdís Egilsdóttir1, Hildur Ólafsdóttir2, Jórunn Atladóttir1, Páll Helgi Möller1,2 1Skurðlækningadeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands asdisegils@gmail.com Inngangur: Fistill milli garnar og þvagblöðru er oftast vegna bólgusjúk- dóma og æxlisvaxtar. Greining getur verið erfið og oft er hún byggð á einkennum sjúklings. Meðferð er annaðhvort skurðaðgerð eða stuðn- ingsmeðferð. Lítið er vitað um gang sjúkdómsins á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að fá yfirlit yfir einkenni, orsök, greiningaraðferðir og meðferð sjúklinga með fistil milli garnar og þvagblöðru. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra þeirra sem greindust með fistil milli garnar og þvagblöðru á Landspítala 1999-2014. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskýrslum. Niðurstöður: Fjöldi sjúklinga var 51, 30 karlar og 21 kona. Meðalaldur var 66 ár. Algengustu einkennin voru loftmiga (68,6%), þvagfærasýk- ing (51,0%) og saur í þvagi (21,6%). Helstu orsakir voru sarpabólga (64,7%), skurðaðgerð (11,8%) og krabbamein (9,8%). Algengustu grein- ingaraðferðir voru tölvusneiðmynd (56,9%), blöðruspeglun (52,9%) og ristilspeglun (33,3%). Flestir (n=40) sjúklingar voru meðhöndlaðir með skurðaðgerð og 11 með stuðningsmeðferð. Flestir sjúklingar fóru í brott- nám þess garnahluta sem myndaði fistilinn og var brottnám bugðuristils þar langalgengast. Í 29 tilfellum var gerð samgötun á ristli í frumaðgerð en 4 fengu stóma. Sex sjúklingar fengu stóma án brottnáms. Fylgikvillar aðgerðar voru skurðsárssýking (n=2), leki á garnasamtengingu (n=2) og blæðing í kviðarhol (n=1). Ályktun: Fistill milli garnar og þvagblöðru er ekki algengt ástand. Flestir sjúklinganna eru með loftmigu, þvagfærasýkingu og saur í þvagi sem eru meinkennandi einkenni. Tölvusneiðmynd er ráðandi við greiningu. Meirihluti sjúklinganna fer í skurðaðgerð þar sem brottnám á bugðuristli með endurtengingu í frumaðgerð er algengast. Niðurstöðum rannsóknarinnar ber saman við niðurstöður frá öðrum löndum. 3 Bráður nýrnaskaði eftir kransæðaþræðingar á Íslandi Daði Helgason1,2, Þórir E. Long1,2, Runólfur Pálsson2,3, Tómas Guðbjartsson4, Gísli H. Sigurðsson5, Ólafur S. Indriðason2,3 Ingibjörg J. Guðmundsdóttir6, Martin I. Sigurðsson7. 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði, 3nýrnalækningaeiningu, 4skurðlækningasviði, 5svæfinga-og gjörgæsludeild, 6hjartalækningaeiningu Landspítala, 7Department of Anesthesia, Perioperative and Pain Medicine, Brigham and Women’s Hospital/Harvard Medical School, Boston dadihelga@gmail.com Inngangur: Bráður nýrnaskaði er einn af alvarlegri fylgikvillum krans- æðaþræðinga. Í þessari rannsókn könnuðum við tíðni og áhættuþætti bráðs nýrnaskaða (BNS) eftir kransæðaþræðingar og afdrif sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðaþræðingu á Íslandi 2005-2013. BNS var skil- greindur skv. kreatínínmælingum í sermi (SKr) og notast við KDIGO skilmerki. Endurheimt á nýrnastarfsemi var skilgreind sem lækkun á SKr <150% af grunngildi. Lifun sjúklinga var metin með Kaplan-Meier aðferð og áhættuþættir BNS fundnir með fjölþátta aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður: Framkvæmdar voru 14573 kransæðaþræðingar hjá 10713 sjúklingum á tímabilinu. Miðgildi (bil) aldurs var 65 (19-96) ár og 71% sjúklinga voru karlkyns. BNS greindist í 263 tilfellum (1,8%), þar af voru 190 (1,3%), 34 (0,2%) og 39 (0,3%) af KDIGO stigum 1,2 og 3. Ekki var breyting á tíðni BNS á tímabilinu en hún var 2,0%, 1,7% og 1,8% á fyrsta, öðrum og seinasta hluta tímabilsins (p=0,49). Sjálfstæðir áhættuþættir BNS voru aldur >70 ár (ÁH 1,02, 95%-ÖB:1,01-1,03), brátt hjartadrep við innlögn (ÁH 1,05, 95%-ÖB:1,03-1,06), langvinn lungnateppa (ÁH 1,04, 95%-ÖB:1,01-1,07), lifrarsjúkdómur (ÁH 1,07, 95%-ÖB:1,01-1,14), GSH <60 ml/mín/1,73 m2 (ÁH 1,07, 95%- Ágrip örfyrirlestra

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.