Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 9
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 9 einstaklinga. Frekari niðurstöður eru í vinnslu. Ályktun: Í samanburði við rannsóknir fyrri ára má sjá fækkun í ný- gengi höfuðáverka vegna umferðarslysa, hugsanlega vegna betri vega, öruggari bíla og markvissari forvarna. Hins vegar er aukning í tíðni höfuðáverka hjá eldra fólki eftir fall á jafnsléttu og er það áhyggjuefni. 7 Frostþurrkaðar rofalausnir úr blóðflögueiningum til sérhæfingar miðlagsstofnfrumna úr beinmerg Helena Montazeri1,2, Kristján Torfi Örnólfsson1,2, Hildur Sigurgrímsdóttir1,2, Sandra Mjöll Jónsdóttir1,2, Ólafur E. Sigurjónsson1,3 1Blóðbanka Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun Háskólans í Reykjavík oes@landspitali.is Inngangur: Blóðbankinn hefur þróað aðferðir sem nýta útrunnar ör- veruóvirkjaðar blóðflögueiningar til ræktunar á miðlagsstofnfrumum úr beinmerg (MSC). Hagnýting á útrunnum blóðflögueiningum með þessum hætti er gífurleg þar sem vandamál tengd dýraafurðum við ræktun á MSC frumum er leyst á sama tíma og dýrmætur efniviður er endurunninn. Sýnt hefur verið fram á að hægt er að nota lýsöt úr útrunnum blóðflögueiningum og örveruóvirkjuðum útrunnum blóð- flögueiningum við ræktun á MSC frumum án þess að hafa áhrif á grunneiginleika og líffræði þeirra. Markmið: Í þessu verkefni eru könnuð áhrif frostþurrkaðra á lýsata unnin úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum til sérhæf- ingar á miðlagsstofnfrumum. Aðferðir: MSC-frumur úr beinmerg voru ræktaðar í æti bættu með lýsati úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum (PIPL) og frostþurrkaðri útgáfu slíkra lýsata (L-PIPL). Áhrif ætis á vöxt og útlit frumnanna voru metin með alizarin red litun mælingum á alkalískum fosfatasa og genatjáningu. Niðurstöður: Virkni alkalísks fosfatasa og genatjáningar var sambærileg á öllum tímapunktum sem skoðaðir voru í L-PIPL og PIPL frumurækt- unum og bendir það til þess að umfang beinsérhæfingarinnar hafi verið svipað. Magnmæling á alizarin red leiddi í ljós að minni steinefnaútfell- ing átti sér stað í frumuræktunum þar sem notast var við L-PIPL saman- borið við PIPL. L-PIPL dró úr myndun á utanfrumuefni. Ályktanir: Þörf er á frekari rannsóknum til að kanna hvort notk- un L-PIPL í stað PIPL sem frumuætisviðbót við beinsérhæfingu og brjósksérhæfingu á MSC hafi í raun og veru í för með sér minnkun á steinefnaútfellingu og utanfrumuefna myndun en það kann að vera að frostþurrkun valdi skemmdum á einhverjum próteinum/vaxtarþáttum sem finnast í blóðflögulýsötum og hvata steinefnaútfellingu. 8 Áhrif Bláa lóns-meðferðarinnar á T-frumufjölda og tjáningu varnarpeptíðsins LL37 í húð sórasjúklinga Helga Kristín Einarsdóttir1, Eva Ösp Björnsdóttir1,2, Guðmundur Bergsson1, Jenna Huld Eysteinsdóttir 1,3, Bjarni Agnarsson2, 4, Jón Hjaltalín Ólafsson 2,3,5, Bárður Sigurgeirsson3, Ása Brynjólfsdóttir,6, Steingrímur Davíðsson,3,6 Björn Rúnar Lúðvíksson1 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands , 3Húðlækningastöðin, 4meinafræðideild, 5húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala 6Lækningalind Bláa lónsins helgake@landspitali.is Inngangur: Meingerð sóra felur í sér íferð T-frumna í húð samhliða auk- inni RNA-tjáningu á varnarpeptíðum húðarinnar, þar á meðal LL-37. LL-37 tekur þátt í að viðhalda bólgusvari í sóra, m.a. sem mótefnavaki. Fyrri niðurstöður okkar gefa til kynna að baðmeðferð í Bláa lóninu bæli T frumusvar í húð sórasjúklinga betur en ljósameðferð eingöngu. Markmið okkar var að rannsaka áhrif blandaðrar Bláa lóns- og ljósameð- ferðar (NB-UVB) á próteintjáningu LL-37 í sóraskellum. Efniviður og aðferðir: Allir þrír meðferðarhópar fengu ljósameðferð. Einn hópur fékk að auki innlagnarmeðferð og annar hópur göngu- deildarmeðferð í Bláa lóninu. Húðsýnum var safnað úr skellum sjúk- linga fyrir og eftir 6 vikna meðferð. Psoriasis Area Severity Index (PASI) gildi var metið fyrir og eftir meðferð fyrir hvern sjúkling og Trozak gildi var metið fyrir hvert húðsýni. Sýnin voru síðan fryst í OCT, skorin í sneiðar og merkt með flúrljómandi mótefnum gegn LL-37 og IL10. Niðurstöður: Ekki sást nein magnbreyting á tjáningu LL-37 eftir með- ferð, en tjáningarmynstur peptíðsins gerbreyttist frá því að vera sam- fellt yfir húðlögin yfir í það að vera eingöngu í neðsta lagi húðarinnar, þ.e. stratum basale og líktist þá tjáningu hjá heilbrigðum einstaklingi. Staðsetning LL-37 litunar í húð sýnir marktæka fylgni við Trozak gildi (p<0,0001) en ekki við PASI gildi. IL10 tjáning var einungis í basal lagi húðar og breyttist ekki við meðferð, hvorki í staðsetningu né styrk, og var sambærileg í heilbrigðu sýni og sjúklingum. Ekki var marktækur munur á milli hópa hvað varðar LL-37 og IL10 tjáningu eftir meðferð. Ályktanir: Í heilbrigðri húð virðist tjáning LL-37 vera bundin við basal lagið, þar sem frumuskipting fer fram í húðinni. Það að IL10 jókst ekki eftir meðferð gæti endurspeglað það að húðin hafi lagað sig að endur- teknum ljósmeðferðum. 9 Áhrif Bláa lóns-sórameðferðar á fjölda CD8, Il-17 og IL-22 jákvæðra frumna í húð Hildur Sigurgrímsdóttir1,3, Jenna Huld Eysteinsdóttir1,2, Jóna Freysdóttir1,3, Helga Kristín Einarsdóttir1, Bjarni A. Agnarsson4, Jón Hjaltalín Ólafsson2,3, Bárður Sigurgeirsson2,3, Björn Rúnar Lúðvíksson1,3 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Lækningalind Bláa lónsins, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4meinafræðideild Landspítala hildursigur@hotmail.com Inngangur: Sóri er langvarandi sjálfsofnæmissjúkdómur í húð sem einkennist af íferð T-frumna í húð og offjölgun hyrnisfrumna í yfirhúð. Sóri var talinn vera Th-frumu miðlaður sjúkdómur en undanfarin ár hefur athyglin beinst frá Th1 að Th17-frumum sem aðal verkfrumunum í meingerð sóra. Th17-frumur eru CD4+ frumur sem seyta IL-17 og IL-22 en CD8+ frumur sem seyta sömu bólguboðefnum, Tc17-frumur, hafa líka verið tengdar meingerð sóra. Efni og aðferðir: Húðsýni voru tekin úr sjúklingum sem tóku þátt í rannsókn á áhrifum Bláa lóns meðferðar á sóra. Sýnin voru tekin áður en meðferðin byrjaði (0 vikur) og við lok hennar (6 vikur). Húðsýnin voru frystiskorin og tvílituð með flúorljómandi mótefnum gegn CD8 og annað hvort IL-17 eða IL-22. Flúorljómandi frumur voru taldar og þeim gefin einkunn. Niðurstöður: IL-17-litunin var útbreidd í sórahúð, sterk litun sást í hyrn- isfrumum neðst í yfirhúð og í efri lögum leðurhúðar. Mun minna bar á IL-22-litun í sórahúð. Mjög fáar CD8+ frumur voru jákvæðar fyrir IL-17. Eftir 6 vikna meðferð var marktækt minni fjöldi CD8+ frumna í yfirhúð en enginn munur var á IL-17-lituðum frumum, hvorki fjölda né gefinni einkunn í yfirhúð og leðurhúð. Ályktun: Fjöldi CD8+ frumna breytist í samræmi við alvarleika sórans en á óvart kemur að IL-17-litunin breytist ekki við meðferð.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.