Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 11
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 11 heilkenni sem einkennist af skorti á frumum ónæmiskerfisins, tækifær- issýkingum, pulmonary alveolar proteinosis (PAP) lungnasjúkdóm, mergmisþroska (MDS) og bráðahvítblæði (AML). Sýnt hefur verið fram á ríkjandi erfðir. Á Íslandi hafa fimm alsystkini greinst arfblendin fyrir GATA2 stökkbreytingunni c.1061 C>T. Há tíðni er um beinmergssjúk- dóma í móðurætt þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort fleiri í stórfjölskyldu systkinanna bæru GATA2 stökkbreytinguna sem og látnir forfeður. Efniviður og aðferðir: Systkinin og ættingjar þeirra ásamt einum óskyldum sjúklingi voru boðuð í heilsufarssviðtal, spurt var um ein- kenni og munnholsstrokum safnað til arfgerðargreiningar. Lífssýna var leitað frá látnum ættingjum til arfgerðargreiningar og sjúkraskrá þeirra skoðuð. Fyrirhugað er að skoða einstaklinga sem hafa stökkbreytingu í GATA2 með tilliti til starfsemi lungna, beinmergs og meta svörun við bólusetningum. Niðurstöður: Enginn núlifandi fjölskyldumeðlima, fyrir utan systkinin, reyndust bera stökkbreytingu í GATA2 en staðfest var að fjórir af 9 látn- um forfeðrum með blóðsjúkdóm báru stökkbreytinguna. Elsta systirin er greind með MDS. Ungir tvíburar hafa tíðar öndunarfærasýkingar og eru með blóðfrumnafæð. Einn einstaklingur, óskyldur systkinunum, hefur greinst með aðra GATA2 stökkbreytingu og er mikil fjölskyldu- saga um MDS/AML hjá honum. Hann er greindur með MDS og PAP. Ályktanir: Stökkbreytingar GATA2 geni eru sjaldgæfar á heimsvísu og hafa nú greinst í tveimur óskyldum íslenskum fjölskyldum. Mikilvægt er að varpa frekara ljósi á sjúkdóminn svo hægt sé að meðhöndla og hjálpa þessum einstaklingum sem best. 14 Kortlagning á breytingum á micro RNA við geymslu á blóðflögum með og án Intercept smithreinsun Níels Árni Árnason1, Ragna Landrö1, Óttar Rolfsson2, Björn Harðarson1, Sveinn Guðmundsson1, Ólafur E. Sigurjónsson1,3 1Blóðbankanum Landspítala, 2Kerfislíffræðisetri HÍ, 3Heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun Háskólans í Reykjavík oes@landspitali.is Inngangur: Blóðflögur gegna mikilvægu hlutverki í segamyndun, blæðingastöðvun, bólgusvörum og sáraviðgerðum. Blóðflögur hafa takmarkaðan geymslutíma utan líkama og við geymslu þeirra myndast ástand sem kallað er “platelet storage lesion” (PLS) sem leitt getur til þess að virkni þeirra við inngjöf verður ekki ákjósanleg. Til að lengja geymslu tíma þeirra í 7 daga er beitt smithreinsun til að draga úr líkum á sýklasmiti Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að fá heildarmynd á micro RNA (miRNA) breytingum sem verða við geymslu blóðflaga til að skilja betur myndun á PLS og til að þróa aðferðir sem bæta gæði blóðflaga við geymslu. Aðferðir: Fylgst var með gæðum og starfsemi flaganna með gæðapróf- um og greiningu á miRNA með örflögutækni. Greind voru rúmlega 2000 mismunandi miRNA í fjórum blóðflögueiningum á fjórum tíma- punktum við geymslu dagur 1, 2, 4 og 7 auk þess sem 20 mismunandi gæðaþættir voru skoðaðir til að meta PSL. Niðurstöður: Greining á gæðaþáttum sýndu að intercept blóðflögur sýna fleiri merki um PLS samanborið við blóðflögur sem ekki hafa verið smithreinsaðar (viðmið), sérstaklega á degi 4. og 7. Enginn marktækur munur sást á miRNA tjáningu milli intercept blóðflaga og viðmiðs hóps á tímapunktunum fjórum. Fleiri miRNA sýndu marktæka breytingu í Intercept hóp en viðmiðshóp á degi 4 og 7 borið saman við dag 1. Q-PCR á völdum miRNA staðfestu að hluta niðurstöðu miRNA array aðferðarinnar Ályktun: Intercept smithreinsun hefur mögulega áhrif á PSL og veldur breytingum í miRNA samsetningu í blóðflögum við geymslu. Þessar niðurstöður gefa nýja innsýn inn í þá ferla sem mögulega eru valdur af PSL og opnar dyrnar á því að nota slíkar aðferðir ásamt kerfislíffræði- legum nálgunum og módelsmíði til að bæta gæði blóðhluta. Næsta skref er að bera saman intercept flögur við geislaðar flögur og flögur geymdar í plasma. 15 Þættir sem hafa áhrif á klíníska rökhugsun og ákvarðanatöku sjúkraþjálfara við snemmbæra hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum. Eigindleg rannsókn Ólöf Ragna Ámundadóttir1,3, Helga Jónsdóttir2, Elizabeth Dean1,5, Gísli H. Sigurðsson1,4 1Læknadeild, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3sjúkraþjálfun, 4svæfinga og gjörgæsludeild Landspítala, 5Háskóla British Columbia, Vancouver, Kanada Inngangur: Sjúkraþjálfarar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð alvarlega veikra sjúklinga á gjörgæsludeildum og jákvæð áhrif þess að auka hreyfingu og upprétta stöðu þessa sjúklingahóps eru vel þekkt. Markmið rannsóknarinnar var að lýsa ferli klínískrar rökhugsunar sjúkraþjálfara og ákvarðanatöku við hreyfingu á alvarlega veikum sjúk- lingum á gjörgæsludeild. Efniviður og aðferðir: Tólf sjúkraþjálfarar, starfandi á Landspítala tóku þátt í rannsókninni. Gagnasöfnun fólst í áhorfsathugun og hálfstöðluðu djúpviðtali. Gögnin voru greind með eigindlegri efnisgreiningu. Niðurstöður: Niðurstöður leiddu í ljós tvö grunnþemu sem lýsa þáttum í klínískri rökhugsun þegar sjúkraþjálfararnir í rannsókninni voru að taka ákvörðun um hreyfingu alvarlega veikra sjúklinga á gjörgæslu- deild. Fyrra þemað kallast: Þættir sem styðja klíníska rökhugsun sjúkra- þjálfara þegar þeir meta hvort alvarlega veikur sjúklingur á gjörgæslu- deild er hæfur til að hreyfa sig og koma í upprétta stöðu. Seinna þemað kallast: Þættir sem styðja við klíníska rökhugsun sjúkraþjálfara meðan á hreyfingunni stendur. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á klíníska rökhugs- un sjúkraþjálfara við hreyfingu á alvarlega veikum sjúklingum. Þættir sem hafa áhrif á klíníska rökhugsun sjúkraþjálfaranna eru margþættir og aðstæðubundnir. Þeir snúa að, sjúklingnum, sjúkraþjálfaranum og gjörgæsludeildinni. Þekking á þessum þáttum varpar ekki einungis ljósi á hugsanaferli sjúkraþjálfaranna sjálfra við þetta verkefni, þeir geta einnig nýst til að kenna starfsfólki, nýliðum og nemum. 16 Almenn líkamleg geta við athafnir daglegs lífs eftir útskrift af gjörgæsludeild Rannveig J. Jónasdóttir, Helga Jónsdóttir, Gísli H. Sigurðsson rannveij@landspitali.is Inngangur: Bráð og alvarleg veikindi draga úr líkamlegum styrk og hafa áhrif á almenna getu við framkvæmd athafna daglega lífs. Efniviður og aðferðir: Framsýn samanburðarrannsókn á almennri líkamlegri getu við framkvæmdir athafna daglegs lífs frá útskrift af gjörgæsludeild að sex mánuðum og borið saman við; (i) getu við athafnir daglegs lífs um fjórum vikum fyrir innlögn á gjörgæsludeild, (ii) milli sjúklinga ≥18 ára sem höfðu dvalið ≥72 klukkustundir á gjörgæsludeild og fengu annars vegar hjúkrunarstýrt eftirlit gjörgæslu- hjúkrunarfræðinga (N=69) og hins vegar hefðbundna þjónustu (N=75). Útkomumælingar voru tíu atriði líkamlegrar getu við framkvæmdir

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.