Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 18
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 18 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 34 Endurinnlagnir eftir skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins - frumniðurstöður Björn Friðriksson1, Guðrún N. Óskarsdóttir2, Hannes Halldórsson1, Hrönn Harðardóttir1,3, Arnar Geirsson2, Steinn Jónsson1,3, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3lungnadeild Landspítala bmf3@hi.is Inngangur: Bráðar endurinnlagnir eftir skurðaðgerðir vegna lungna- krabbameins hafa ekki verið rannsakaðar áður hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða endurinnlagnir, forspárþætti þeirra og dánartíðni þessa sjúklingahóps. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir aðgerð vegna lungnakrabbameins á Íslandi á árunum 1991-2014. Endurinnlögn var skilgreind sem bráðainnlögn á sjúkrahús innan 90 daga frá útskriftardegi. Lógistísk aðhvarfsgreining var notuð til að meta forspárþætti innlagnar innan 30 og 90 daga en einnig dánartíðni innan 90 daga og 6 mánaða. Niðurstöður: Á ofangreindu tímabili fór 641 einstaklingur í 670 aðgerðir og útskrifaðist af spítalanum í kjölfarið; 570 fóru í blaðnám, 81 í lungna- brottnám og 82 í fleyg/geiraskurð. Tíðni endurinnlagna eftir 30 og 90 daga var 9,7% og 16,4%. Flestar endurinnlagnir (59%) voru innan 30 daga frá útskrift, og voru oftast vegna fylgikvilla tengdum aðgerðinni (63%). Áhættuþættir endurinnlagnar innan 30 daga voru saga um lungnateppu (HL 1,98, 95%-ÕB: 1,09-3,55) og minniháttar fylgikvilli í legu (HL 3,3, 95%-ÕB:1,9-6,1). Stig lungnakrabbameins (HL 1,43, 95%-ÕB: 1,22-1,70), meiriháttar fylgikvilli í legu (HL 5,40, 95%-ÕB:2,11-13,26), endurinnlögn innan 30 daga (HL 3,66, 95%-ÕB: 1,71-7,53) og ASA-skor (HL 1,66, 95%- ÕB: 1,03 - 2,70) voru sjálfstæðir forspárþættir dauða innan 6 mánaða. Ályktanir: Endurinnlagnir eru algengar eftir skurðaðgerðir vegna lungnakrabbameins, eða 10% á fyrsta mánuði eftir aðgerð. Flestar endur- innlagnir má rekja til fylgikvilla eftir aðgerð sem oft tengjast undirliggj- andi lungna- eða hjartasjúkdómum. Aukið eftirlit að útskrift lokinni gæti fækkað endurinnlögnum hjá þessum sjúklingahópi.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.