Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 13
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 13 19 Samanburður á þremur kvörðum til að meta styrk verkja. Hvenær telja sjúklingar sig þurfa meðferð og hver kvarðanna hugnast þeim best? Sigríður Zoëga1,2, Auður S. Gylfadóttir1,2, Sigríður Gunnarsdóttir1,2, Gísli Vigfússon1, J. Sóley Halldórsdóttir2, Bryndís Oddsdóttir2, Guðrún D. Guðmannsdóttir1, Herdís Sveinsdóttir1,2 szoega@landspitali.is Inngangur: Mat á verkjum er forsenda viðeigandi verkjameðferðar og mælt er með notkun kvarða við mat á styrk verkja. Tilgangur rann- sóknarinnar var að bera saman þrjá verkjakvarða, láréttan og lóðréttan tölukvarða og orðakvarða hjá fjórum sjúklingahópum. Efniviður og aðferðir: Þetta var lýsandi rannsókn. Úrtakið samanstóð af gigtarsjúklingum, sjúklingum 75 ára og eldri, sjúklingum á fyrsta degi eftir aðgerð og krabbameinssjúklingum (N=280). Þátttakendum var sýndur einn kvarði í einu í handahófskenndri röð. Þeir svöruðu svo spurningum um styrk verkja, hvar á kvörðunum þeir töldu sig þurfa á meðferð að halda og hvern kvarðanna þeir vildu nota. Tölukvarðarnir voru á bilinu 0-10 en orðakvarðinn var kóðaður sem engir (1), litlir (2), miðlungs (3), miklir (4) og gríðarlegir verkir (5). Lýsandi- og ályktunar- tölfræði var notuð við gagnaúrvinnslu. Marktæknimörk voru sett við 0,05. Niðurstöður: Gögn voru greind frá 275 þátttakendum. Meðalaldur var 64,7 ár (sf=18, spönn 18-95), 49% voru karlar. Sterk fylgni var á milli kvarðanna þriggja í öllum hópnunum, p<0,001. Meðalstyrkur verkja þegar þátttakendur töldu ekki þörf á meðferð var 2,8 og 2,6 á tölu- kvörðunum og 2,0 (litlir verkir) á orðakvarðanum. Þátttakendur töldu þörf á meðferð þegar styrkur verkja var að meðaltali 4,3 á tölukvörðun- um og 2,8 (miðlungs) á orðakvarðanum. Meðalstyrkur verkja þegar þátt- takendur töldu þörf á tafarlausri meðferð var 7,9 á tölukvörðunum og 4,3 (miklir verkir) á orðakvarðanum. Yfir helmingi þátttakenda í öllum hópunum fjórum hugnaðist orðakvarðinn best. Ályktun: Sterk fylgni reyndist milli kvarðanna þriggja hjá öllum hóp- unum sem bendir til þess að hægt sé að nota hvern þeirra við mat á styrk verkja. Mat á þörf fyrir meðferð var í samræmi við rannsóknir á því hvað teljast litlir, meðalsterkir eða miklir verkir. Sjúklingum hugnaðist orðakvarðinn best. 20 Ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur virkjun og lifun B-frumna í músaungum með því að auka tjáningu BAFFR og BCMA Stefanía P. Bjarnarson1,2, Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1,2,4. 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3GSK Vaccines, Siena, Ítalíu, 4Íslenskri erfðagreiningu stefbja@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað sem veldur auknu næmi fyrir sýkingum og lélegri svörun við bólusetningum. Mótefnasvör eru dauf og lækka hratt sem stafar af takmarkaðri virkjun og lifun B frumna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif ónæmisglæðisins LT-K63 á lykilviðtaka fyrir virkjun og lifun B-frumna í nýburamús- um eftir bólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni gegn pneumókókkum (PPS1-TT). Aðferðir: Nýburamýs voru bólusettar með PPS1-TT eingöngu eða ásamt LT-K63. Eftir 4, 8, 14 og 21 daga var tjáning BAFFR á B frumu- hópum í milta metin í flæðifrumusjá; nýmynduðum (NF;B220+CD23- CD21-), marginal zone (MZ;B220+CD23lowCD21high) og follicular (FO;B220+CD23highCD21int) B-frumum, og tjáning BCMA á mótefnaseyt- andi blöstum (B220+CD138+) og plasmafrumum (B220negCD138+). Niðurstöður: Tjáning á virkjunar-/lifunarviðtakanum BAFFR á NF, FO og MZ B frumum var aukin á 8. degi eftir bólusetningu nýburamúsa sem fengu LT-K63 með bóluefninu miðað við mýs sem fengu einungis PPS1-TT. Tíðni mótefnaseytandi blasta og frumna var aukin og fleiri tjáðu lifunarviðtakann BCMA 4, 8 og 14 dögum eftir bólusetningu með PPS1-TT+LT-K63 miðað við PPS1-TT eingöngu. Ályktun: Rannsóknin sýnir að ónæmisglæðirinn LT-K63 stuðlar að auk- inni virkjun, sérhæfingu og lifun B frumna með því að auka tjáningu á BAFFR á B-frumum og BCMA á mótefnaseytandi B frumum. 21 Áhrif ósérhæfða ónæmiskerfisins á sérhæfingu og virkni afleiddra CD8+ T-stýrifrumna Una Bjarnadóttir1, Inga Skaftadóttir1, Björn Rúnar Lúðvíksson1, 2 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands unab@lsh.is Inngangur: Bælivirkni CD8+ T-stýrifrumna (Tst) spilar stórt hlutverk í að koma í veg fyrir ýmsa sjálfsofnæmissjúkdóma og má hugsanlega nýta sem meðferðarúrræði. Mjög takmarkaðar upplýsingar eru til um starf- semi þeirra og virkni og frekari rannsókna er þörf. Í rannsóknum okkar er aðaláherslan á hlutverk bólgumyndandi boðefna á virkni og sérhæf- ingu CD8+ Tst sem og boðefnamunstur þeirra í bæði sérhæfingarfasa sem og bælivirknifasa. Efniviður og aðferðir: Óþroskaðar og óreyndar CD8+CD25-CD45RA+ T-frumur voru einangraðar úr heilbrigðum blóðgjöfum og ræktaðar í Tst hvetjandi aðstæðum með og án IL-1β, TNFα. Boðefnaseytun var skoðuð með luminex. Niðurstöður: Virkar CD8+ aTst voru afleiddar með TGF-β1 og IL-2 sem höfðu samlegðaráhrif á sérhæfingu þeirra (P<0.0001). Niðurstöður okkar sýna að IL-1β og TNFα hafa ekki áhrif á sérhæfingu þeirra en boðefnin minnka marktækt bælivirkni CD8+ aTst (P<0.05). Þegar boðefnaseyt- unin var borin saman á milli CD8+ aTst í sérhæfingarfasa og virknifasa var marktækur munur á seytun IL-1β, IL-6, IL-9, IL-10 og IL-17. IL-17 örvandi boðefnin IL-6 og IL-1β var seytt í miðlungs og háum styrk og seytun IL-6 var IL-1β háð (P<0.05/0.01/0.001). Th17 tengd boðefni (IL- 17, IL-23 og IL-27) var hins vegar seytt í mjög litlu magni (100> pg/mL). Einnig var IL-9 seytt í mjög miklu magni í báðum fösum og marktækt meira magni í virkifasanum í viðurvist TNFα og IL-1β. Ályktun: Boðefnaseytun CD8+ aTst hefur ekki verið skoðuð af þessari nákvæmni fyrr og sýna niðurstöður okkar að IL-1β, IL-6 og IL-9 eru lykilþættir í sérhæfingu og virkni þeirra. CD8+ aTst virðast stjórna afar flóknu boðefnamynstri til að viðhalda jafnvægi og stöðugum ónæm- isviðbrögðum. Aukinn skilningur á þessu flókna boðefnamunstri má hugsanlega nýta við þróun meðferðarúrræða gegn sjálfsofnæmissjúk- dómum. 22 Æðaþelsstarfsemi metin með EndoPAT-tækni er ekki tengd niðurstöðu áhættureiknis Hjartaverndar Ylfa Rún Sigurðardóttir 1, Bylgja Rún Stefánsdóttir2, Thor Aspelund1,2, Guðmundur Þorgeirsson1,2,3, Linda Björk Kristinsdóttir1, Vilmundur Guðnason1,2, Karl Andersen1,2,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Hjartavernd, 3hjartadeild Landspítala yrs2@hi.is Inngangur: Meirihluti hjartaáfalla tilheyrir hópi sem ekki reiknast í hááhættu samkvæmt áhættureikni Hjartaverndar og leita þarf leiða til að bæta áhættumat og áhættulíkan. EndoPAT er tækni til mælinga á

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.