Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 17
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 17 31 Horfur sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins hafa batnað á Íslandi Hannes Halldórsson1, Ástríður Pétursdóttir1, Björn Már Friðriksson1, Guðrún Nína Óskarsdóttir2, Steinn Jónsson1,3, Magnús Karl Magnússon1, Tómas Guðbjartsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3lungnadeild Landspítala hannes29@gmail.com Inngangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða árangur skurðað- gerða við lungnakrabbameini hjá heilli þjóð á 24 ára tímabili með sérstaka áherslu á lifun. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á sjúklingum sem gengust undir aðgerð á lungnakrabbameini á Íslandi 1991-2014. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier og fjölbreytugreining Cox var notuð til að ákvarða forspárþætti lifunar og hvort lifun hefði breyst á fjögurra ára tímabilum. Útreikningar á lifun miðuðust við 31. desember 2014 og var meðaleftirfylgni 31 mánuður. Niðurstöður: Alls voru gerðar 693 aðgerðir á 655 einstaklingum; 523 blað- nám (76%), 84 lungnabrottnám (12%) og 86 fleyg- eða geiraskurðir (12%). Kirtilfrumukrabbamein (59%) og flöguþekjukrabbamein (28%) voru algengustu vefjagerðirnar. Hlutfall sjúklinga á stigi I og II jókst úr 74% í 87% frá fyrsta til síðasta tímabils (p=0,01) en hlutfall tilviljanagreininga (33%) hélst óbreytt (p=0,80). Eins árs lifun jókst úr 69% 1991-1994 í 92% 2011-2014 og þriggja ára lifun úr 44% 1991-1994 í 73% 2011-2014 (p<0.001). Sjálfstæðir forspárþættir verri lifunar voru hærra stig (ÁH=1,39), aldur (ÁH=1,03) og saga um kransæðasjúkdóm (ÁH=1,25). Aðgerð á síðari hluta tímabilsins (2003-2014) hafði betri horfur og var ávinningurinn mestur á tímabilinu 2011-2014 (ÁH=0,48, 95%-ÕB: 0,30-0,76; p=0,0016), jafnvel þótt leiðrétt væri fyrir þáttum eins og stigun og hækkandi aldri. Ályktanir: Horfur sjúklinga sem gangast undir skurðaðgerð vegna lungnakrabbameins hér á landi hafa batnað á síðustu árum. Þessi þróun er ekki vegna hærra hlutfalls sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm, heldur er líklegra að bætt stigun fyrir aðgerð (miðmætisspeglun, berkjuómspegl- un, jáeindaskanni) og viðbótarmeðferð með krabbameinslyfjum skýri bættar horfur. 32 Nýgengi krabbalíkisæxla í lungum hefur aukist þrefalt á síðustu áratugum Ástríður Pétursdóttir1, Björn Már Friðriksson1, Jóhanna M. Sigurðardóttir2, Helgi J. Ísaksson3, Steinn Jónsson4, Tómas Guðbjartsson5 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2skurðdeild Västerås-sjúkrahússins, Västerås, Svíþjóð, 3rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, 4lungnadeild,5hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala astridurp@gmail.com Inngangur: Krabbalíkisæxli (carcinoids) í lungum eru sjaldgæf tegund æxla sem oftast eru bundin við lungu en geta meinvarpast. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi og árangur meðferðar þessara æxla í vel skilgreindu þýði á 60 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum krabbalíkisæxlum í lungum á Íslandi 1955-2015. Vefjasýni voru endurskoðuð og æxlin stiguð skv. 7. útgáfu TNM-stigakerfisins. Lífshorfur voru reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier og var meðaleftirfylgd 15,3 ár. Niðurstöður: 96 sjúklingar (meðalaldur 54 ár, bil:16-86) greindust á tímabilinu, þar af 65 konur. Árlegt aldursstaðlað nýgengi jókst úr 0,18/100.000 tímabilið 1955-1964 í 0,75 2005-2015. Þriðjungur sjúklinga greindist án einkenna síðari þrjá áratugina en 17% þá fyrri (p<0,01). Hinir höfðu flestir hósta eða brjóstverki og þrír krabbalíkisheilkenni. Meðalstærð æxlanna var 2,6 cm (bil:0,4-7,0) og 74 (84%) sjúklingar höfðu dæmigerða (typical) vefjagerð en 14 (16%) ódæmigerða. Átta sjúklingar fóru ekki í aðgerð og voru fjórir með útbreiddan sjúkdóm (stig IV), þar af tveir með dæmigerða vefjagerð. Hinir 80 sjúklingarnir gengust undir skurðaðgerð, oftast blaðnám(81%), lést enginn þeirra innan 30 daga frá aðgerð. Af skurðsjúklingum greindust 52 (65%) á stigi IA, 15 (19%) á stigi IB, 9 (11%) á stigi IIA. Þrír (4%) höfðu meinvörp í miðmætiseitlum (stig IIIA), allir með dæmigerða vefjagerð. Við eftirlit höfðu 5 sjúklingar (6%) látist úr sjúkdómnum. Fimm ára lífshorfur alls hópsins voru 87% og 92% fyrir sjúklinga með dæmigerða vefjagerð. Ályktanir: Nýgengi krabbalíkisæxla í lungum hefur aukist rúmlega þrefalt á Íslandi síðustu 6 áratugina, aðallega vegna aukningar í tilviljana- greiningum. Sjúklingar með dæmigerða vefjagerð geta greinst með útbreiddan sjúkdóm en langflestir hafa sjúkdóm bundinn við lungað og lífshorfur þeirra eru mjög góðar. 33 Dánartíðni eftir alvarlega æðaáverka á Íslandi 2000-2011 - fyrstu niðurstöður Bergrós K. Jóhannesdóttir1, Tómas Guðbjartsson1,2, Brynjólfur Mogensen1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjarta- og lungnaskurðdeild, 3bráðasviði Landspítala bergroskj@gmail.com Inngangur: Áverkar eftir slys og ofbeldi eru algeng dánarorsök, ekki síst eftir áverka á stóræðar. Markmið rannsóknarinnar var að skoða í fyrsta skipti hjá heilli þjóð einstaklinga sem komust lifandi á sjúkrahús og þá sem létust vegna æðaáverka fyrir komu. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með alvarlega stóræðaáverka á Íslandi 2000-2011. Leitað var í rafrænum gagnagrunnum stærri sjúkrahúsa og farið yfir krufningaskýrslur. Skráð var tegund áverka, meðferð, legutími, magn blóðhlutagjafa, afdrif og reiknað ISS-áverkaskor. Bornir voru saman einstaklingar sem náðu lifandi á sjúkrahús og þeir sem létust áður. Niðurstöður: Alls hlutu 100 einstaklingar 154 æðaáverka; í 79 tilfellum eftir slys, 14 voru sjálfskaðar og 7 morðtilraunir/morð. Alls létust 64 fyrir innlögn en 36 náðu lifandi á sjúkrahús. Ekki var munur á meðalaldri (43 ár) eða hlutfalli karla (82%) í hópunum tveimur. Sljóir áverkar voru algengari hjá þeim sem létust fyrir innlögn (89% sbr. 72%, p=0,032). Æðaáverkar í brjóstholi voru 2/3 af áverkum þeirra sem létust en tæplega 1/3 áverka þeirra sem náðu lifandi á sjúkrahús. Meðallegutími var 28 dagar, en 37 sbr. 5 dagar hjá sjúklingum með sljóa og ífarandi áverka (p=0,004). ISS-áverkaskor síðarnefndu sjúklinganna var einnig hærra (34 sbr. 15, p=0,007). Opin aðgerð var gerð á 28 sjúklingum en 5 fengu stoðnet í æðaþræðingu. Ályktanir: Alvarlegustu stóræðaáverkar eru á brjóstholshluta ósæðar og langoftast vegna sljórra áverka. Tveir af hverjum þremur sjúklingum ná ekki lifandi á sjúkrahús. Rúmlega fimmtungur lifir ekki af meðferð á sjúkrahúsi, sem oftast felst í opinni skurðaðgerð eða ísetningu stoðnets í æðaþræðingu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.