Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 4
Vísindi á vordögum Á hverju vori eru haldnir vísindadagar á Landspítala, Vísindi á vordögum, þar sem vísindaniðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki spítalans, fræðimönnum og almenningi. Einnig eru veitt verðlaun til vísindamanna og styrkir veittir úr Vísindasjóði Landspítala og kynntir Heiðursvísindamaður ársins og Ungur vísindamaður ársins. Þá er opnuð Vimeo-rás á heimasíðu Landspítala með 34 örfyrirlestra um vísindaleg verkefni starfsmanna spítalans. Vísindasjóður Landspítala er rannsóknarsjóður, sem árlega veitir rúmlega 80 milljónum króna í rannsóknarstyrki til starfsmanna spítal- ans. Vísindasjóður var formlega stofnaður á árinu 2000 við sameiningu vísindasjóða Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur og voru fyrstu styrkveitingar úr sjóðnum á árinu 2002. Stjórn Vísindasjóðs ákveður hverjir fá styrki úr sjóðnum, með hliðsjón af umsögnum frá Vísindaráði Landspítala. Á árinu 2015 voru á árinu veittir 115 styrkir, samtals 77 milljónir króna, við þrjár úthlutanir: Vorstyrkir Vísindasjóðs: Á vísindadögum voru veittir 106 vísinda- styrkir, samtals 53 milljónir kr. Hvatningarstyrkir til sterkra rannsóknahópa sem þegar höfðu öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Þrír styrkir voru veittir 1. desember, samtals 15 milljónir kr. Styrkir til ungra vísindamanna: 16. desember voru veittir 9 styrkir til ungra starfsmanna sem stunda klínískar rannsóknir, samtals 9 milljónir króna. Stjórn Vísindasjóðs Landspítala Páll Matthíasson forstjóri og formaður Gísli H. Sigurðsson yfirlæknir og prófessor Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga Rúnar Bjarni Jóhannsson deildarstjóri reikningshalds Vísindaráð er framkvæmdastjórn til ráðgjafar um vísindastefnu og vísindastarf á sjúkrahúsinu. Vísindaráð er vísinda- og þróunarsviði Landspítala til ráðgjafar um þau verkefni þess sem snúa að háskóla- og vísindastarfi og þróun heilbrigðisvísinda. Vísindaráð á aðild að úthlutun styrkja úr Vísindasjóði Landspítala samkvæmt reglum sjóðs- ins, og semur matsreglur í samræmi við alþjóðlegar viðmiðanir. Þá er Vísindaráð til ráðgjafar við veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á spítalanum. Vísindaráð er skipað 10 manns til fjögurra ára í senn. Verkefnastjóri Vísindaráðs er Jóhanna Gunnlaugsdóttir, vísinda- og þróunarsviði. Vísindaráð skipa Gísli H. Sigurðsson læknir (formaður), tilnefndur af læknaráði Landspítala Guðrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur (varaformaður), tilnefnd af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Arnar Geirsson læknir, tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands Helga Gottfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði Landspítala Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur, tilnefndur af forstjóra Landspítala Jóna Freysdóttir náttúrufræðingur, tilnefnd af forstjóra Landspítala Sigurður Yngvi Kristjánsson læknir, tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands Þorvarður Jón Löve læknir, tilnefndur af læknaráði Landspítala Þórarinn Guðjónsson náttúrufræðingur, tilnefndur af forstjóra Landspítala Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði Landspítala Varamenn Anna Margrét Halldórsdóttir læknir, tilnefnd af læknadeild Háskóla Íslands Auðna Ágústsdóttir hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði Landspítala Bertrand Lauth læknir, tilnefndur af læknadeild Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands Inga Reynisdóttir náttúrufræðingur, tilnefnd af forstjóra Landspítala Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir læknir, tilnefnd af læknaráði Landspítala Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur, tilnefnd af forstjóra Landspítala Jón Jóhannes Jónsson læknir, tilnefndur af læknaráði Landspítala Paolo Gargiulo verkfræðingur, tilnefndur af forstjóra Landspítala Sigríður Zoëga hjúkrunarfræðingur, tilnefnd af hjúkrunarráði Landspítala 4 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.