Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 26.04.2016, Blaðsíða 14
V Í S I N D I Á V O R D Ö G U M F Y L G I R I T 8 8 14 LÆKNAblaðið 2016/102 FYLGIRIT 88 starfsgetu æðaþels. Skoðuð voru tengsl milli æðaþelsstarfsemi, mælt með EndoPAT, og niðurstaðna áhættureiknis Hjartaverndar í heilbrigðu þýði. Efniviður og aðferðir: EndoPAT-mælingar voru framkvæmdar á 102 einstaklingum án fyrri sögu um hjarta- og æðasjúkdóma. EndoPAT- tæknin notast við þrýstingsnema á fingrum sem meta getu æðaþels til að framkalla blóðflæðisaukingu í kjölfar blóðþurrðar. Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma voru metnir og færðir inn í áhættureikni. Niðurstöður: Slakari æðaþelsstarfsemi, á formi lægri blóðflæðisaukn- ingarstuðuls (reactive hyperemia index, RHI), hafði ekki tölfræðilega marktæk tengsl við aukna áhættu. Sama mátti segja um hærri æðastífni- stuðul (augmentation index, AI). Hærri grunnsveifluvídd þrýstings- bylgju (baseline pulse amplitude) hafði hins vegar marktæk tengsl við hærri áhættu (p = 0,02). Meðal áhættuþátta var einungis hærri hjartslátt- artíðni marktækt tengd lægra RHI gildi (r = - 0,24, R2 = 0,06, p = 0,01). AI og grunnsveifluvídd þrýstingsbylgju höfðu marktæk tengsl við ýmsa áhættuþætti. Ályktanir: Skert æðaþelsstarfsemi og hærri reiknuð áhætta á greiningu kransæðasjúkdóms næstu 10 árin, sem hvoru tveggja hefur forspárgildi um hjarta- og æðaáföll, reyndust ekki hafa marktæk tengsl. Tengsl van- starfsemi æðaþels við áhættuþætti voru einnig takmörkuð. Niðurstaðan gæti stafað af því að núgildandi reiknuð áhætta og skert æðaþelsstarf- semi byggi á ólíkum meinalífeðlisfræðilegum þáttum og EndoPAT- mælingar veiti því viðbótar upplýsingar. Frekari rannsókna er þörf svo komast megi að þýðingu og nothæfni EndoPAT-niðurstaðna. 23 Aukin æðakölkun í hálsslagæðum sjúklinga með bráð kransæðaheilkenni og truflun á sykurefnaskiptum Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Steinar Orri Hafþórsson2, Erna Sif Óskarsdóttir2, Linda Björk Kristinsdóttir2, Ísleifur Ólafsson1,2, Sigurður Sigurðsson3, Vilmundur Guðnason2,3, Karl Andersen1,2,3 1Landspítala, 2Háskóla Íslands, 3Hjartavernd thorarinn21@gmail.com, andersen@landspitali.is Inngangur: Sykursýki 2 (SS2) og forstig sykursýki (FSS) eru þekktir áhættuþættir fyrir æðakölkunarsjúkdóm. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif SS2 og FSS á útbreiðslu æðakölkunar í hálsslagæðum hjá sjúklingum með bráð kransæðaheilkenni (BKH). Efniviður og aðferðir: Sjúklingum sem lögðust inn á hjartadeild Landspítala með BKH og áður ógreinda sykursýki var boðið að taka þátt í rannsókninni. Mælingar á sykurefnaskiptum (fastandi glúkósi í plasma, HbA1c og sykurþolspróf) voru gerðar við innlögn og endur- teknar þremur mánuðum seinna. Hæsta gildi úr þessum mælingum ákvað hvort sjúklingar voru flokkaðir með eðlileg sykurefnaskipti, FSS eða SS2 Æðakölkun var metin með stöðluðum hálsæðaómunum í Hjartavernd og flokkuð í enga, litla, í meðallagi og alvarlega æðakölkun. Niðurstöður: Alls voru 252 sjúklingar (78% karlar, meðalaldur 64 ár) með BKH og áður ógreinda SS2 sem tóku þátt í rannsókninni. Sjúklingar flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap voru 28,6%, 54,8% með FSS og 16,6% með SS2. Æðakalkanir í hálsslagæðum voru til staðar í 97, 97 og 100% sjúklinga með eðlilegan sykurbúskap, FSS og SS2. Algengi í meðallagi og alvarlegra æðakalkana í hálsslagæðum var 49, 63 og 80% hjá sjúklingum með eðlilegan sykurbúskap, FSS og SS2. Í fjölþátta að- hvarfsgreiningu var gagnalíkindahlutfall 1,94 (95% Cl 1.02-3.73) fyrir meðal- til alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum hjá sjúklingum með FSS og 3,58 (95% Cl 1.40-9.94) hjá sjúklingum með SS2. Ályktun: Æðakölkun í hálsæðum var til staðar í nær öllum sjúklingum með BKH. Nýgreint FSS og SS2 er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir í með- allagi til alvarlega æðakölkun í hálsslagæðum hjá sjúklingum með BKH. 24 Greina má sykursýki 2 hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni áreiðanlega án sykurþolsprófs Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Linda Björk Kristinsdóttir1,2, Erna Sif Óskarsdóttir1,2, Steinar Orri Hafþórsson1,2, Sigrún Helga Lund,2, Ísleifur Ólafsson1,2, Karl Andersen1, 1Landspítala, 2Háskóla Íslands thorarinn21@gmail.com, andersen@landspitali.is Inngangur: Sykursýki 2 (SS2) og forstig sykursýki eru áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi. Í erlendum rannsóknum eru 29% sjúklinga með bráð kransæðaheilkenni (BKH) einnig með ógreinda SS2. Klínískar leiðbeiningar mæla með notkun sykurþolsprófs til að greina SS2 hjá sjúklingum með BKH. Markmið rannsóknarinnar var að finna áreiðan- legustu aðferðina til að greina SS2 og forstig sykursýki hjá sjúklingum með BKH. Efniviður og aðferðar: Sjúklingar sem lagðir voru inn á hjartadeild Landspítala með BKH og höfðu ekki áður verið greindir með SS2 var boðin þátttaka í rannsókninni. Sykurbúskapur var metinn með fastandi glúkósa í plasma (FGP), HbA1c og tveggja klukkustunda stöðluðu sykurþolsprófi (2hPG). Mælingar voru framkvæmdar í sjúkrahúslegu og endurteknar þremur mánuðum seinna. Til að greina SS2 þurftu að minnsta kosti tvær mælingar ofan við viðmiðunargildi fyrir SS2 sam- kvæmt leiðbeiningum ADA og WHO. Niðurstöður: Alls tóku 250 sjúklingar með BKH án fyrri sögu um SS2 þátt í rannsókninni. SS2 var greind hjá 7,2% þátttakenda. Næmi til að greina SS2 var 33,3%, 61,1% og 77,8% hjá HbA1c, FPG og 2hPG í legu. Þremur mánuðum seinna voru samsvarandi gildi 27,8%, 61.1% og 72,2%. Jákvætt forspárgildi (PPV) til að greina SS2 var 100%, 91,7% og 51,9% hjá HbA1c, FPG og 2hPG í legu. Samsvarandi gildi þremur mánuðum seinna voru 71.4%, 91.7% og 65%. Sértæki og neikvætt forspárgildi voru há fyrir allar aðferðir. Þegar allar sex mælingar voru teknar saman var næmi 100% og PPV 44,2%. Ef HbA1c og FPG-mælingar í legu og þremur mánuðum seinna eru teknar saman var næmi 88,9% og PPV 80%. Ályktun: Algengi ógreindrar SS2 hjá sjúklingum með BKH er lægri á Íslandi samanborið við erlendar rannsóknir. Með endurteknum mæling- um á HbA1c og FPG er áreiðanlega hægt að greina SS2 hjá sjúklingum með BKH án sykurþolsprófs. 25 Bráður nýrnaskaði í kjölfar kviðarholsaðgerða: algengi, áhættuþættir og horfur Þórir E. Long1,2, Daði Helgason1,2, Sólveig Helgadóttir3, Runólfur Pálsson1,2,4, Tómas Guðbjartsson1,5, Gísli H. Sigurðsson1,3, Ólafur S. Indriðason2,4, Martin I. Sigurðsson6 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði, 3svæfinga- og gjörgæsludeild, 4nýrnalækningaeiningu, 5skurðlækningasviði Landspítala, 6Department of Anesthesia, Perioperative and Pain Medicine, Brigham and Women’s Hospital/Harvard Medical School, Boston thorirein@gmail.com Inngangur: Við könnuðum algengi, áhættuþætti og dánartíðni vegna bráðs nýrnaskaða (BNS) í kjölfar kviðarholsaðgerða á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Allir einstaklingar sem gengust undir kvið- arholsaðgerð, opna eða með aðstoð kviðsjár, (þvagfæra- og æðaaðgerðir undanskildar) á árunum 2007-2014 á Landspítala. Kreatínínmælingar sjúklinga fyrir og eftir aðgerð voru notaðar til að greina og stiga BNS samkvæmt KDIGO-skilmerkjunum. Áhættuþættir BNS voru metnir með fjölþátta aðhvarfsgreiningu og 30-daga dánartíðni borin saman við

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.